Dagblaðið - 05.08.1977, Side 3
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. AGtJST 1977.
Brim-
kló
og
AT
Ólafur Kristinsson skrifar:
Asgeir Tómasson (ÁT), sá er
blaðraði um nýjustu plötu
hljómsv. Brimklóar, Undir nál-
inni, ætti skilið að vera sæmdur
BLA-BLA-orðunni þetta árið.
Meira en helmingur greinar-
innr fer í að rífa niður höfunda
textanna og setja út á þýðingu
og staðfærslu á enskum textum,
sem þeir svo og skrifa sig fyrir.
Hann ÁT getur trútt um talað,
sá er gerir lítið annað en þýða
erlendar greinar og skrifar
sjálfan sig fyrir þeim. Það eru
þá helzt merkisgreinar um
hljómsv. Völund sem ÁT hefur
einkaleyfi á. Skemmtiplata af
betra taginu getur varla verið
Hljómsveitin Brimkló. DB-mynd Ragnar Th.
skemmtileg nema lög og textar
séu skemmtilega og vel unnin.
Lítið fer í það að dæma hljóð-
færaleik og söng en það er
hvoru tveggja í gæðaflokki og
gerist varla betra hér á landi.
ÁT fann hvergi boðskap né
áróður á plötunni, lagið um
blaðamanninn er kannski ekki
meint sem áróður, heldur sé
það staðreynd.
Nóg um það, FRÁBÆR plata
frá Brimkló. En leiðinda blaða-
mennska hjá ÁT.
Rétt er það hjá Ólafi Krist-
inssyni að meirihluti greinar
minnar um Brimklóarplötuna,
Undir nálinni, fjallar um text-
ana. Greinin sjálf er nákvæm-
lega 44,5 sentimetrar og þar af
eru 23,6 sentimetrar lagðir
undir skrif um textana. Að öðru
leyti get ég ekki séð neinn til-
gang með þessu bréfi. Ég veit'
ekki til þess að ég hafi nokkurn
tíma merkt mér þýddar greinar
og skora á Ólaf að sýna mér
þær. Um Völund hef ég aldrei
skrifað að öðru leyti en því að
fyrir um ári síðan tók ég saman
úrdrátt úr þeim bréfum sem
Dagblaðinu bárust um Völund
og fleiri austfirzkar hljómsveit-
ir.
- ÁT-
r
3
§purning]
dagsins
Hvaða lið heldur þú að
beri sigur úr býtum í ís-
landsmeistaramóti í úti-
handknattleik?
Ragnar Axelsson Ijósmyndari á
Morgunblaðinu: Eg hugsa að það
verði Valsmenn. Þó þeir séu
leiðinlegir eru þeir helvíti góðir.
Kristján Vaidimarsson starfs-
maður Félagsvísindadeildar Hl:
Ég hugsa að það verði Valur. Af
hverju? Nú, af því bara.
Eg hef áður skrifað um þessi
hvimleiðu systkin sem ég hefi
nefnt RÓGINN og ÖFUNDINA.
Nú fyrir nokkrum dögum
voru þessi systkin nærð á
heldur en ekki lúxusfóðri, sem
er upptalning dagblaðanna á
sköttum þeim og gjöldum sem
þeir greiða sem oftast eru í
sviðsljósi kjaftakerlinga, um
hagi og allan þann lúxus sem
hinn eða þessi getur veitt sér.
Það er svo sem í veðri látið
vaka í umræðum manna á
meðal, að þessi eða hinn greiði
áreiðanlega of lág gjöld, miðað
við hitt og þetta sem einhver
hefur veitt sér, sem samrýmist
ekki álögðum gjöldum.
Fyrir svo sem 60—70 árum
var það kappsmál manna í bæn-
um að greiða sem hæst útsvar
og kærði einn góður borgari
eitt sinn aó of lágt var lagt á
hann, miðað við einhvern ann-
an. Það var og sagt að einn
tiltekinn bankastjóri hefði í
lánveitingum til manna haft
viðmiðun afþví hve mikið menn
greiddu í útsvar. Þá var
UTSVARSSKRÁIN prentuð og
seld almenningi og þótti ein-
hver eftirsóknarverðasta bók
ársins og var að jafnaði beðið
með mikilli eftirvæntingu.
Síðan eru liðin mörg ár og
mikið vatn runnið til sjávar,
eins og sagt er. Reykjavík hefur
vaxið úr BÆ í BORG eins og
Zimsen fv. borgarstjóri kemst
svo snilldarlega að orði.
En þetta er ekki nema hálf-
sögð saga. Reykjavík er að
miklu leyti ennþá SMÁBÆR,
þar sem íbúarnir hafa ekki ann-
að og betra við tíma sinn að
gera heldur en að rægja náung-
ann og þegar rógurinn dugar
ekki lengur þá tekur öfundin
við. Að þessu leyti er Reykjavik
aðeins „ONE HORSE TOWN“
(einnar bykkju bær) eins og
Bandaríkjamenn komast svo
háðulega að orði þegar þeir tala
um ákaflega smásmugulegan,
iítilfjörlegan og staðnaðan
sveitabæ.
Allt tal manna á meðal
stuðlar að því að vekja
óánægju, þegar umræðuefnið
er fyrst rógur og síðar öfund.
Það getur vel verið að opinber
gjöld sumra manna komi manni
eitthvað spánskt fyrir sjónir, en
við skulum treysta því að menn
komist ekki upp með að telja
rangt fram.
Mönnum finnst að vonum
það vera skritið að verkakona á
áttræðis aldri skuli bera gjöld
sem eru hærri heldur en gjöld
þau sem t.d. þekktur fjármála-
maður ber, en hér er
KERFINU um að kenna en
ekki einstaklingnum sem telur
fram og notfærir sér refiistigu
skattakerfisins.
ÉG VERÐ EKKERT
RÍKARI, ÞÓTT EINHVER
ANNAR VERÐI FÁTÆKARI.
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGIflug. 7877-8083
Til hvers er þjóðveldisbær?
Ferðakona kom hér við og sagði
sínar farir ekki sléttar. Hún,
eins og margir fleiri, brá undir
sig betri fætinum um verzl-
unarmannahelgina og hugðist
meðal annars skoða hið merka
undur, sem kostað hefur þjóð-
ina fleiri milljónir,
ÞJÓÐVELDISBÆINN. Þegar
hún kom þar að kl. 5.20 á
laugardag var þar allt kyrfilega
lokað og læst en þó var auðséð
að starfsfólk var enn fyrir
innan. Þegar ferðakonan kom
þarna að voru um það bil 30
manns á staðnum, sem allir
urðu frá að hverfa.
Þetta fannst ferðafólkinu að
vonum súrt í broti. Margt af því
hafði lagt á sig sérstaka ferð
austur til að skoða dýrðina og
svo var allt lokað. Ferðakonan
sagði að sér fyndist að verzl-
unarmannahelgin, sem mesta
ferðahelgi ársins, ætti að njóta
nokkurrar sérstöðu, þannig að
lengur væri opið þá en annars.
Því eins og hún komst að orði,
til hvers að vera að reisa bæinn
ef ekki er hægt að skoða hann
nema endrum og sinnum?
Skyldu þau hafa orðið frá að hverfa af þvi að bærinn var lokaður? DB-mynd Ragnar Th,
Raddir
lesenda
Hringiðísíma
83322 millikl. 13-15 eðaskrifið
Agústína Gunnarsdóttir starfs-
stúlka á Kleppi: Það verður Akra-
nes. Það er sko gott lið. Nei, ég e;
ekki sjálf frá Akranesi en hún
tttamma er það.
Brynhildur Magnúsdóttir at-
vinnulaus: Ég veðja á Val. Þeir
eru góðir í handbolta, strákarnir i
Val.
Sigmar Sigurðsson fuliirui: Eg
hef nú lítið fylgzt með þessum
íþróttum. Ætii ég veðji ekki á FH
því ég er frá Hafnarfirði. Ég
vona að þeir vinni.
Sigrún Öskarsdóttir fulitrúi hjá
Félagsmálastofnun: Það hef ég
ekki hugmynd um. Ég fylgist
mjög lítið með (þróttum.
V