Dagblaðið - 05.08.1977, Page 11

Dagblaðið - 05.08.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977. sín. Hann er nokkurs konar ein- kenni borgarinnar. Það er algengt að hjón með ef til vill fjögur börn búi í íbúð sem er um 15 fermetrar að stærð. Það getur verið að stærri fjölskylda verði að láta sér nægja svona húsnæði. Um hálf sex leytið á morgn- ana halda svo verkamennirnir inn í Jóhannesarborg með lest- inni. Hún er alltaf troðin og ferðin er mjög óþægileg. Það er undanteking et' fólk fær sæti, svo segja má að fólk fari upp- gefið eftir ferðina í þau störf sem blökkumennirnir vinna í borginni. Um sexleytið á kvöldin hefst svo sami barningurinn við að koma sér heim úr vinnunni. Þegar heim kemur í Soweto eru þar ekki lengur neinir staðir sem fólk getur farið á til að stytta sér stundir að loknum vinnudegi. Unglingar brenndu samkomuhúsin og sögðu að hvítir stjórnendur græddu aðeins á blökkumönnunum og seldi áfengi ólöglega. Vikukaupið er um fimm þúsund krónur Fyrir tólf tíma vinnu á dag fær blökkumaður um fimm þúsund krónur í laun á viku hverri. Ef hann er heppinn getur hann farið allt upp í tíu þúsund krónur, en þá er starfið . mjög erfitt. Fólkið hefur ekki efni á því að veita sér mikinn munað í fæði og aðalfæðan er brauð og ýmis kornmatur. Það hefur varla efni á því að breyta til á sunnudögum. Eina til- breytingin fyrir fólkið eru kirkjuferðir og það verður að láta duga. Blökkumenn eiga ekki íbúðarhúsnæðið í Soweto. Hvíti minnihiutahópurinn á húsnæðið og eftir óeirðirnar í fyrra hótuðu þeir að hækka leiguna til muna. Blökkumenn halda því samt fram að aðgerðir róttækra stúdenta hafi haft góð áhrif á málstað blökkumanna í landinu. Á honum hefur verið vakin athygli um allan heim. Stúdentar hafa einnig komið af stað mikilli hugarfarsbreytingu hjá blökkumönnum, sem áður fyrr sóttust eftir því sama og hvítir menn, auði, sem þeir gátu aldrei fengið og lifðu alla tið í vonbrigðum, vegna þess að þeir náðu aldrei takmarkinu sem þeir stefndu að. Nú er þetta breytt, markmiðið hjá blökkumönnum er annað, hugarfarsbreyting hefur orðið. Nú er stefnumarkið annað. Stúdentar reyna að virkja afl fólksins sem þeir geta og sam- eina blökkumenn í baráttunni fyrir mannréttindum, sem er langt frá því marki sem eðlilegt mætti teljast. Menntun er í mol- um og öll þau mannréttindi sem Vesturlandabúar telja sjálfsögð eru fótum troðin. 11 Hvererrétturþinn? HVAÐ SKÖMMTUM VIÐ ÖRYRKJUM? í lögum um almannatrygg- ingar nr. 67/1971 og síðari breytingum segir svo í 12. gr. „Rétt til örorkulífeyris eiga þeir menn, sem lögheimili eiga á Islandi, eru á aldrinum 16 til 67 ára og: a — hafa átt lögheimili á íslandi a.m.k. þrjú síðustu árin, áður en umsókn er lögð fram, eða hafa óskerta starfs- orku, er þeir tóku hér lög- heimili, b — Eru öryrkjar til lang- frama á svo háu stigi, að þeir eru ekki færir um, að vinna sér inn !4 þess, er andlega og líkamlega heilir menn eru vanir að vinna sér inn í því sama héraði við störf, sem hæfa líkamskröftum þeirra og verkkunnáttu og sann- gjarnt er að ætlast til af þeim, með hliðsjón af upp- eldi og undanfarandi starfa.“ Einnig segir í sömu grein: „Heimilt er Tryggingastofn- uninni að veita örorkustyrk þeim, sem skortir a.m.k. helming starfsorku sinnar og uppfyllir skilyrði 1. málsgr. að öðru leyti en því, er ör- orkustig varðar. Örorkustyrk má ennfremur veita þeim, sem stundar fullt starf, en verður fyrir verulegum auka- kostnaði sökum örorku sinnar.“ Ennfremur segir: „Tryggingaráð setur reglur um örorkustyrki, og skulu þær staðfestar af ráðherra. Tryggingayfirlæknir metur örorku þeirra, sem sækja um örorkubætur." Þannig hljóðar í aðalatriðum sú forskrift sem gefin er og farið er eftir þegar meta skal mann til örorku. Sú skipting er viðhöfð, milli lífeyrisdeildar, sjúkra- og slysatrygginga- deilda, að fyrsta árið eða svo eru greiddir sjúkra- eða slysa- dagpeningar, eftir þar til gerðum reglum, en ef þá er sýnt að um áframhaldandi van- heilsu sé að ræða er metið til örorku. Heimilislæknir framkvæmir þá skoðun og gefur út læknis- vottorð A. sem síðan er sent tryggingayfirlækni sem eftir því og öðrum gögnum er kunna að fylgja, t.d. frá sérfræðingum o.fl., úrskurðar um örorku við- komandi. Læknisvottorði þarf að fylgja umsókn um örorku- bætur og upplýsingar um tekjur og fjölskyldustærð. Það sem hér hefur verið sagt á fyrst og fremst við um þá sem metnir eru til örorku vegna sjúkdóms, um slys gilda að nokkru aðrar reglur er ekki verða raktar hér. Eins og áður segir meta tryggingayfirlæknir og hans samstarfslæknar örorkuna og er hún metin í stigum eða prósentum. Þeir sem metnir eru undir 50% öryrkjar fá ekki greiddar örorkubætur, en þeir sem metnir eru á bilinu 50% til 75% eiga rétt á að sækja um örorkustyrk, en þeir sem eru metnir 75% og þar yfir eru taldir hafa fulla örorku og eiga rétt á örorkulífeyri, sem er nú, 1.7. 77, kr. 30.497,- pr. m„ einnig eiga þeir rétt á tekju- tryggingu samkv. 19. gr. sé ekki um tekjur að ræða er fara yfir kr. 15.000.- pr. m„ einnig barna- lífeyri fyrir þau börn er vera kunna á þeirra framfæri undir 17 ára aldri. Hvað fó hjón með tvö börn? Ef við tökum sem dæmi hjón með tvö börn, þar sem annað er 75% öryrki, gæti dæmið litið þannig út, miðað við mánaðar- greiðslur 1. júlí 1977. örorkulífeyrir kr. 30.497, tekjutrygging kr. 26.765, barna- lífeyrir með 2 börnum kr. 31.210 eða samtals kr. 88.472. Við þetta mættu svo bætast kr. 15.000, sem'væri eigið aflafé, t.d. úr lífeyrissjóði eða á annan hátt og er þá komið í kr. 103.472, sem ekki er há upphæð fyrir 4 manna fjölskyldu en út í það verður ekki farið frekar að sinni. Hins skal einnig getið, að sé t.d. eigið aflafé ekki fyrir hendi, eða aðstæður erfiðar, er heimild til að sækja um maka- bætur samkv. 13. gr. eða um uppbót á lífeyri, samkv. 19. gr. er í hvoru tilfellinu fyrir sig gæti numið um 80% af lífeyri, eða kr. 24.398, en hér er um heimildarbætur að ræða. Fleiri smáfríðindi, eða réttir, fylgja örorkulífeyri, t.d. má viðkom- andi vera um 120 daga á sjúkrahúsi á sl. 2 árum án þess að bætur hans skerðist og einnig fær hann tannviðgerðir greiddar að hálfu, o.fl. smávegis sem ekki verður tíundað hér. Þannig geta tekjur þessara hjóna verið svolltið mismunandi eftir því hvað vel gengur að afla þeim heimildar- bóta. Sé umsækjandi hins vegar metinn öryrki á hilinu 50% en undir 75%, eins og áður segir, er héimild til að veita honum örorkustyrk. Mjög algengur misskilningur er að maður sem er metinn t.d. 50 eða 65% öryrki læknisfræðilega, eigi þá rétt á sömu % upphæð í lífeyri. Það fer ekki saman, því eins og áður hefur verið tekið fram, er örorkustyrkur algjörlega heimildarákvæði þar sem fara á eftir heilsufarslegum og efna- hagslegum ástæðum viðkom- andi, geta því sumir fengið greitt en aðrir ekki sem sama örorkustig hafa. örorkustyrkur getur verið 75% af lífeyri og er það, það mesta sem greitt er, stundum er þó greiddur hluti af barnalífeyri til styrkþega ef ástæður eru taldar mjög erfiðar. Með bráðab. lögum 19/7. 1971, er tóku gildi 1. ág. sama ár, var tekið inn í það ákvæði, að „heimilt væri að greiða slíkan styrk vegna bæklunar og vanþroska barns innan 16 ára aldurs, ef hún hefði í för með sér tilfinnanleg útgjöld eða mikla umönnun." Með undirbúning að barnaör- orku fer eftir sömu reglum og með almennt örorkumat, það þarf læknisvottorð og umsókn um örorkubætur. Bætur þessar voru fyrst háðar tekjum for- eldra, en með reglugerð 29. marz ’74, er það ákvæði fellt niður. Börn eru metin til örorku í stigum, 1,11. og 111, og jafngildir hvert stig vissum prósentuhluta af lífeyri, t.d. 1. st. 25% af lífeyri, eða nú kr. 7.624, 11. st. 50%, kr. 15.249 og 111. st. 75% af lífe. eða kr. 22.873. Sé barn með barnaör- orku á dagvistunarheimili sem opinber aðili greiðir, skal styrkurinn lækka um eitt stig og falla alveg niður ef um sólar- hringsvist er að ræða. Börn eru ekki metin til örorku innan eins árs. Endurskoðunar þörf Þó hér sé ekki um umtals- verðar upphæðir að ræða, þokaði þó þessum málum frekar til réttrar áttar með bráðab. lögunum 1971, en taka verður einkum þessi mál til gagngerðrar endurskoðunar og bæta betur en nú er hag þess- ara þjóðfélagsþegna, en nú skal brýnt fyrir foreldrum, sem eiga börn er ekki fylgja sínum jafn- öldrum að þroska og ástæða er til að ætla að eitthvað sé að, að snúa sér sem fyrst til læknis og leita eftir hvaða rétt þau kunna að eiga, á slíku er of mikill misbrestur enn. I niðurlagi 50. gr. almanna- tryggingalaganna segir svo: „að ef elli- örorku- eða ekkjulíf- eyrisþegi dvelst lengur í sjúkrahúsi eða stofnun þar sem sjúkratryggingar gréiða fyrir hann en 4 mánuði undan- farandi 24 mánuði falli lífeyris- greiðslur til hans niður,“ og enn fremur, að ef hlutað- eigandi er algerlega tekjulaus, er Tryggingastofnuninni heimilt að greiða honum Kjallarinn Hallgrímur Vilhjálmsson sjálfum allt að 25% lágmarks- bóta. Þessar greiðslur eru í dag- legu tali nefndar „vasa- peningar" og eru nú kr. 5.500,- pr. m„ sem ekki nær þó 25% af lífeyri nú. Verst er þó, að einn hópur sjúklinga býr ckki við sömu kjör og aðrir, en það eru þroskaheftir sem dvelja á vist- heimilum. Þeim eru ekki greiddir nema hálfir vasa — peningar og þannig ekki metnir að réttindum til jafns við aðra er á sjúkrahúsum eða hælum dvelja, t.d. geðsjúklinga. Svona „þroskaheftar“ ráðstafanir ráðamanna heilbrigðismála þarf að afmá, og það sem fyrst, því slík mismunun er blettur á samfélagshjálp okkar. Hér að framan hefur verið drepið á helstu atriðin varðandi örorkumat og örorkubætur ef verða mætti einhverjum til glöggvunar, en mörgu er sleppt rúmsíns vegna, er ástæða hefði verið til að taka til meðferðar og af ásettu ráði er að mestu gengið fram hjá að taka þennan þátt trygginganna til „krítískr- ar“ endurskoðunar, sem þó væri brýn ástæða til og þarf að gerast sem fyrst. En til slíks nægir ekki ein blaðagrein, þar grípur svo margt inn í og hangir svo margt á sömu spýtu. Enef almenningur er vel vak- andi fyrir þeim réttindum er almannatryggingalöggjöfinveit- ir þeim nú þegar, er léttara að bæta þá galla sem á þessari samfélagshjálp okkar eru og þá er tilgangi þessara greinar náð. Hallgrímur Vilhjálmsson — tryggingafulltrúi — Akureyri tekningar séu auðvitað fyrir hendi. Grundvallarhugsun hvers veiðimanns, sem vill láta telja sig sportveiðimann, hlýtur að vera sú, er hann kaupir sér veiðileyfi, að hann sé að afla sér aðgangskorts að miklu meiru en hugsanlegum afla á því veiðisvæði er hann ætlar sér að veiða á. Hann er að kaupa sér rétt til að vera á tilteknu svæði tiltek- inn tíma við ákveðna athöfn, sem felur í sér nána snertingu við náttúruna sjálfa. Unaðurinn við veiðiskapinn er fyrst og fremst nátturan sjálf, áin, vatnið, lækurinn. Þar næst gott og vandað veiðarfæri og svo vonin um fisk. Ekki vissan um að veiða. Sá maður sem hugsar fyrst og fremst um það að veiða upp í kostnað við veiðileyfi sitt er ekki sportveiðimaður, heldur fiskimaður á röngum stað. Veiðiskapur með því hugar- fari sem hér hefur verið minnzt á er ekki síðúr rányrkja en netaveiði þar sem hún á ekki við. Glansinn fer af Skipulag veiðimála hér á landi hefur marga kosti og ýmsa galla. Helztu kostirnir eru viðtæk fiskirækt, sem orðið hef- ir að verulegu leyti fyrir frum- kvæði þess opinbera, þ.e. Veiði- málastofnunar ríkisins og fyrir gott samstarf veiðimanna og veiðiréttareigenda. Kjallarinn Páll Finnbogason Hér er um að ræða friðunar- starf og umfangsmikla klak- og eldisstarfsemi. Árangurinn hef- ur orðið æ meiri laxgengd. Árnar verða sífellt verðmeiri eigendum þeirra og um þjóð- hagslegt gildi þessa verður ekki efazt. En önnur hlið er á þessu máli, sem verður að teljast til galla. Hinar tiltölulega fáu stengur. sem leyfðar eru í íslenzku án- um, miðað við fiskmagn og lengd þeirra, valda því m.a. að verð á veiðileyfum er orðið svo hátt, að aðeins er á færi tekju- hárra manna að veita sér þann munað að fara í laxveiði og þá er átt við veiðimenn, en ekki fiskimenn sem geta státað af 19 löxum að meðaltali á hvern hálfan dag sem þeir veiða. Og þegar svo er komið að aðeins auðugir útlendingar, íslenzkir peningamenn og pro- fessional fiskimenn á borð við „Tóta tönn“ og félaga hans hafa möguleika á að veiða í íslenzku ánum, fer glansinn af þeim þjóðhagslega hagnaði er skipu- lag veiðimála á íslandi hefur haft I för með sér. Lóqt lagzt Nú stendui i stendur bezti laxveiðitím- inn yfir. Mjög mikilvægur árangur af fiskirækt og friðunarráðstöfunum er sýni- legur ár eftir ár og fer vaxandi. Það er komið í ljós, að það er aðeins spursmál um tíma og fjármuni og viturlega stjórnun á þessum málum að hægt sé að gera flestar laxgengar ár á Islandi að góðum veiðiám. En það er heldur ömurleg tilhugsun, ef sú verður raunin á, að ef þeim tima starfi og fjármunum á að verja til að leigja og selja útlendum auð- kýfingum landgæði, sem Is- lendingar eru bornir til að njóta, fyrst og fremst. Sá gjald- eyrir er dýru verði keyptur, enda Islendingar einir þjóða til að leggjast svo lágt. Það má heldur ekki verða að fjármunum sé varið úr sam- eiginlegum sjóði og jafnvel við þá bætt úr sjóðum Sameinuðu þjóðanna, til þess að skapa verðmæti sem einungis þjóna hagsmunum auðkýfinga, útlendra og íslenzkra, og freista manna til að gerast atvinnu- menn í laxveiði. Það er óhjákvæmilegt ef ekki á illa að fara að breyta verulega skipulagi veiðimála. Það er eðlilegt að veiðiréttar- eigendur vilji fá sem mest fyrir sinn snúð, — hver vill það ekki? En þeir verða að hafa í huga að veiðirétturinn er ekki einungis þeirra eign. Hann er líka landgæði, sem íslendingar eiga að hafa forgang að vegna þess, að hvað sem um eignarétt- inn má segja, þá er það þó fyrst og fremst þjóðin í heild, sem á landið og í hennar þágu á að nýta það. Það er heldur enginn vafi á því, að flestir veiðieigendur skilja þetta og munu fremur vilja hafa landa sína við veiðar í ám sínum að öðru jöfnu. Snobbið En hvað er þá að? Það er ærið margt og of langt að telja það allt upp hér. A nokkuð skal þó minnzt. Skilningur á milli landeigenda og stangaveiðimanna hefur aukizt mjög hin síðari ár. Sem betur fer kaupir verulegur hluti islenzkra stangaveiði- manna veiðileyfi sín með því hugarfari að þeir séu ekki fyrst og fremst að kauþa fiskinn í ánni, heldur og réttinn til að vera þar, njóta útilífs við hugþekka skemmtun. Þeir eru þó allmargir sem fyrst og fremst hugsa um að veiða upp i kostnað og vel það,- Þessir menn veiða alltaf mikið og þetta vita landeigendur. Við hlið þessara manna koma svo auðmennirnir, sem engu máli skiptir peningahliðin á málinu. Það er eðlilegt að landeig- endur miði við þessa menn í verðlagi, þótt þeir gjarnan vildu hafa hina fremur í landi sínu. Það verður að finna leið til að koma til móts við hina sönnu stangaveiðimenn og gera um leið laxveiði að miklu al- mennari íþrótt en nú er og þá fyrst og fremst fyrir þá sem hvíld þurfa og heilbrigða af- þreyingu. Þetta tekst hins vegar aldrei ef menn fara til veiða með sama hugarfari og tannlæknirinn og raunar fjölmargir aðrir. Stangaveiði á ekkert skvlt við dugnað, hún er hvíld, fyrst og síðast og þeir sem ekki sjá þessa íþrótt í því ljósi eiga hvergi veiðile.vfi að fá. Hafi þeir skarpa skömm fyrir sem með alls konar braski hafa gert þessa hollu íþrótt sem alls staðar er metin sem ein holl- asta og þýðingarmesta tóm- stundaiðja ALMENNINGS, að snobbfyrirbæri. Hér er mikið mál á ferð, en því miður lítill skilningur og llt- ill áhugi hjá þeim, sem þessum málum stjórna. Páll Finnbogason.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.