Dagblaðið - 05.08.1977, Page 23
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR ö^AGUST 1977.
Ci
Útvarp
23
Sjónvarp
i
Sjónvarp íkvöld kl. 22,00:
Draugabærínn
(gulur himinn)
—spennandi vestri föstudags-
kvikmyndin
Hörkuspennandi vestri er á
dagskrá sjónvarpsins í kvöld og
samkvæmt upplýsingum sem
fáanlegar eru í handbókum um
kvikmyndir, þá fær þessi kvik-
mynd þar hvorki meira né
minna en þrjár stjörnur af fjór-
um mögulegum. Kvöldið í kvöld
er fyrsta föstudagskvöldið frá
því sjónvarpið byrjaði eftir
sumarfrí, e.t.v. verður það
fastur liður i dagskrá þess að
hafa kvikmynd á hverju föstu-
dagskvöldi.
I myndinni berjast þeir
Gregory Peck og Richard Wid-
mark um stolið gull og konu,
leikna af Anne Baxter. Mun
leikur Widmarks í myndinni at-
hyglisverður.
- BH
)»
Frá einu atriðanna í kvikmynd-
inni Draugabænum.
Sjónvarp kl. 20,45:
Sérstæð tegund
tígrísdýra kynnt
Blettatígur, sérstök gerð tígris-
dýra, verður tekinn til meðferðar
í sjónvarpinu í kvöld. Er það út-
lend fræðslumynd um blettatígur-
inn sem er álitinn vera fótfráasta
skepna sem nú lifir hér á jörðu.
Nafn sitt hefur hann hiotið af
því feldur hans er blettóttur en á
venjulegum tígrisdýrum er hann
með rákum. Tígrisdýr lifa að
mestu leyti í Asíu, eru t.a.m. mjög
algeng á Indlandi. En blettatígur-
inn heldur aftur á móti til í
Afríku.
Tígrisdýr lifa að langmestu
leyti á nautgripum og ýmsu öðru
kjöti, auk þess sem hann ræðst á
menn og gæðir sér á þeim af og
til. Hið dæmigerða mannætu-
tígrisdýr er venjulega gamalt dýr
hvers máttur er að mestu þrotinn
og leggur það sig þá niður við
mannát þar sem það er svo fyrir-
hafnarlítið.
- BH
t»
Svo sem sjá má er feldur bletta-
tígrisdýrsins talsvert frábrugðinn
því sem við eigum að venjast.
Blettir i stað ráka.
Útvarp íkvöld kl. 22,40:
Áfangar Guðna og Ásmundar
Félagarnir Guðni Rúnar
Agnarsson og Ásmundur Jóns-
son verða enn sem fyrr á föstu-
dagskvöldum með tónlistarþátt-
inn sinn, Afanga, i kvöld. Að
vanda stendur þátturinn i
u.þ.b. klukkutíma óg fer sá tími
að mestu í að leika tónlist af
ýmsu tagi, þó mestmegnis tón-
list sem heyrist ekki mikið í
daglegum þáttum Ríkisútvarps-
ins.
í kvöld megum við eiga von á
fjölbreytilegri og skemmtilegri
tónlist eins og yfirleitt heyrist í
Áföngum.
- BH
Asmundur Jónsson, til vinstri,
og Guðni Rúnar Agnarsson,
piltarnir tveir er sjá um út-
varpsþáttinn Afanga.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgotu 49 — Simi 15105
^S^WWUI I lll/////^^
N VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI ^
4*
Jt
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi 8 — Reykjavik — Sími 22804