Dagblaðið - 25.08.1977, Page 3

Dagblaðið - 25.08.1977, Page 3
DAC.RLAfllÐ. FIMMTUDAC.UK 25. AGÚST 1977/, 3 N Meirihluti löggæzlu í landinu er vegna ölvunar, segir nreiruari. Ríkissjóður græðir ekki á drykkjuskap Halldór Kristjánsson skrifar: Björn Guðmundsson tekurtil umræðu í Dagblaðinu 18. þ.m. hve mjög ríkisvaldið treysti á viðskiptamenn ÁTVR í sam- bandi við tekjuöflun fyrir ríkis- sjóðinn. Virðist honum þjóð- félagið mjög háð neyzlu áfengis og tóbaks og hyggur vá fyrir dyrum ef þessum viðskiptum væri hætt. Satt er að ríkissjóður hefur ærnar tekjur af sölu tóbaks og áfengis. Þó er það innan við tíunda hluta af heildartekjun- um síðustu árin. Þessi álagning á vínföngin á sér tvær ástæður. Önnur er sú að minna er drukkið þar sem áfengi er dýrt. Nýlega hafa tveir læknar í Árósum birt i Ugeskrift for Læge i Danmörku töflu sem sýnir hvernig neyzla áfengis þar í landi hefur fylgt verðlagi og hlutfalli þess við verkalaun. Þegar kaupmáttur tímakaups gagnvart brennivíni þrefaldast á fimmtán árum, þrefaldast líka brennivíns- drykkjan. Þar sem drykkju- skapur þykir um of — og það finnst mörgum að sé nú á Is- Raddir lesenda Umsjón: Dóra Stefánsd. landi — er hátt verð oft notað sem hemill á drykkjuskapinn. Hin ástæðan fyrir álagning- unni er sú að réttmætt þykir að láta drykkjuskapinn sjálfan standa undir nokkru af þeim kostnaði sem ríkissjóður hefur af honum. Meirihluti allrar löggæzlu í landinu er vegna ölvunar. Um það bil helmingur þeirra sem leita læknishjálpar á Kleppi koma þar vegna áfengis- neyzlu.Við gætum alveg sparað okkur nýju geðdeildina við Landspítalann cf viðskipta- menn ÁTVR hefðu „brugðizt", eins og Björn orðar það, fyrir nokkrum árum og þjóðin lifað áfengislaus. Svona má lengi telja. Ég geri að vísu ekki ráð fyrir að á fyrsta ári myndi ríkissjóðn- um sparast 8,6 milljarðar þó að þjóðin hætti allt í einu að neyta áfengis og tóbaks. Dauðir rísa ekki upp. Fatlaðir verða ekki fullhraustir verkamenn í einu vetfangi. En á það er líka að líta að fé það sem gengið hefði til þessara kaupa yrði ekki að engu. Annað hvort yrði það notað til annarra kaupa eða lagt fyrir. Væri það notað hefði ríkissjóður tekjur af því, sölu- skatt o.fl. Væri það Iagt fyrir linaðist lánsfjárkreppan en ríkissjóður slendur i stöðugum lántökum hennar vegna. Björn Guðmundsson má því vera rólegur. Honum er óhætt að vinna að bindindismálum vegna ríkissjóðsins. Ilonum er engin hjálþ í drykkjuskapnum en græddi á því að honum væri hætt. En meðan menn vilja halda þessum viðskii>tum, kaupa áfengi og neyta þess, er sjálfsagt að sú neyzla sé skatt- liigð svo að þar fáist eitthvað upp í |>ann kostnað sein af henni leiðir. Sprengingar Rússanna Ein af eldri kynslóðinni hringdi: Eg skil ekkert í því að enginn skyldi segja neitt vegna Rúss- anna, sem eru að sprengja upp ár hér á landi. Við höfum er- lendan her til að verja okkur gegn þeirri einræðisþjóð en svo Ieyfum við „vísindamönnum“ þaðan að fara með sprengiefni um allt land umyrðalaust. Þeir fá að eyðiieggja góðar laxár fyrir okkur og við þökkum pent fyrir. Að þeir skuli ekki líka fá að setja upp herstöð á Langa- nesi eins og rætt hefur verið um. Mönnum gleymist að fjöregg þjóðarinnar er ekki bara í haf- inu umhverfis landið, heldur einnig í iðrum jarðar. Getur það verið rétt að leyfa Rússum af öllum þjóðum að gera til- raunir sem snerta það fjöregg? Nei, og aftur nei. ERLÖGREGLANEKKI STARFISÍNU VAXIN? Breiðholtsbúi skrifar: Ekki alls fyrir löngu var brot- in upp hurð hér í bæ af ung- lingum og auðvitað var kallað á lögregluna, sem kom. Það voru því miður ekki mikil not fyrir hana eins og oft vill verða. Það fyrsta sem þeir spurðu um þegar þeir komu var hvort unglingunum hefði verið gert eitthvað. Önnur spurningin var á þessa leið: Er þetta ekki tryggt? Ég hélt að flestir hugsuðu fyrst og fremst um að fá frið í sínum, íbúðum fyrir þessum sökudólgum. Lögreglan gerði ekkert í málinu frekar en venjulega þótt hún vissi hverjir þetta væru, en hún sagði: Við getum ekkert gert í málinu ef þeir neita. Hvernig er það með ykkur, lögregluþjónar, hvernig væri ef þið lærðuð meira þá mynduð þið kannski ná fleirum af þeim afbrotamönnum sem ganga lausir hér í bæ. Hvernig skyldu nú lögin um vernd mína vera? Um barnavernd arnefndir Þórarinn Björnsson hringdi til þess að spyrjast nánar fyrir um Barnaverndarnefnd Reykja- víkur vegna greina sem birzt hafa undanfarið i DB. Vildi hann fá að vita tvennt: 1. Er Barnaverndarnefnd Reykjavikur æðsti dómstóllinn í þeim málum sem hún fjallar um? Ef svo er ekki, hver er henni æðri og geta menn leitað þangað beint? 2. Þarf það fólk séin situr í barnaverndarnefndum, þá sér staklega formenn þeirra, að ganga undu cnihvei likamleg eða andleg hæfnispróf áður en það fer að fjalla um þau mál sem viðkvæmust má telja allra? barnaverndarnefnda. Einnig mætti íaia beint til almennra dómstóla með þessi mál. Síðari spurningunni gat ráð- herra ekki svarað en benti á lög þar um. í Lögbókinni þinni, sem gefin er út af Erni og Örlygi og Björn Þ. Guðmunds- son hefur sett saman, eru þait ein skilyrði tekin til að helzt þurfi að sitja lögfræðingur i barnaverndarnefndum bæja en þó er það ekki skilyrði. Aftur á móti er það lögfest að lögmaður skal sitja í Barnaverndarráði. Engin önnur skilyrði er þar að finna. Barnaverndarmál á íslandi heyra undir menntamálaráð- herra. DB hafði samband við hann og bað um svör við spurn- ingum Þóraiins. Vilhjálmur Hjálmarsson svaraði þvi til að Barnaverndari áð væi i æ-ðra barnaverndarnefnduin kaup- stað og sveitarfélaga. Þangað mætti skjóta öllum úrskurðum Hringiðísíma 83322 eða skrifið Hyggurðu ú berjoferðir? Hróðný Einarsdóttir húsmóðir: Nei. Ég fer aldrei í ber núorðið. Ég er orðin svo slæm í bakinu. Birgir Guðbjörnsson starfsm. Reykjavíkurborgar: Nei. Ég fer aldrei í ber. Mér þykja þau einfaldlega ekkert sérstök. Sólveig Lilja Einarsdóttir, 9 ára: Ég er búin að fara einu sinni í sumar. Það var þá svolitið af berjum. Ég fer kannski aftur. Stefán Jónsson alþingismaður: Við fórum saman við Sólveig Lilja. Við fórum norður í Fnjóska- dal. Við vorum svona viku of snemma þannig að berin voru ekki alveg orðin nógu góð. Ánnars voru allar hlíðar bláar af bláberj- um og aðalbláberjum og núna er tíminn til að tína þau. Gunnlaugur Marinósson, 11 ára: Ég veit það tkki. Eg hef stundum farið. Ég veit ekkert hvert ég mundi fara ef ég færi. Ég er litið inni í þessu. Elínborg Lárusdóttir. félags- ráðgjafi: Nei, okki i ár. Eg hef engan bil mina. Annars fer ég oft í ber.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.