Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 13
DAC.BLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1977. 13 Bók menntir HEIM TIL VETRARINS TÓMAS GUÐMUNDSSON ‘HEIM TIL ÞÍN, ÍSLAflfp Tómas Guömundsson: HEIMTILÞÍN, ÍSLAND Ljóö Helgafell 1977 128 bls. Örðugt má vera hlutskipti þjóðskálds- ins. Af 30 kvæðum í nýju bók Tómasar Guðmundssonar sýnist mér að minnsta kosti 12 þeirra séu opinber hátíðakvæði, ort af ýmislegum tilefnurn. Fyrir utan þjóðhátíðarljóðir. á Þingvölium 1974, en þangað er sótt heiti bókarinnar, eru þar ein fjögur ávörp fjallkonunnar á 17da júní, kveðja við komu danakonungs 1956 og fleiri kvæði um norræn efni, ávarp i ljóðum til Eimskipafélagsins og á afmælis- degi Þjóðleikhússins og fleira til Nú er víst bezt að segja það hispurslaust begar í Fagnar yður fólk vort, Friðrik hersir og raunar fleira í konungsbrag 1956 bara broslegar, hvernig sem þær kunna að hafa hljómað við sitt gefna tækifæri i upphafi. Og einatt virðist hin hljómfagra mælska svo sem alveg innantóm, heilt djúp stað- fest á milli tilefnis og mælskubragða kvæðis, eins og þegar ort er út af Eimskipafélaginu fimmtugu: En þótt við ungan sólnaseið vér sigldum nýrri himinskeið um háan hnattageim, það sannast mun að sá nær hæst, sem sinni ættjörð stendur næst og stýrir eftir stjörnum þeim sem stefna heim. Bæði þessi kvæði sem nú var vitnað til eru vitaskuld rakin tækifæriskvæði, ort í viðhafnarskyni á tilteknum tímabundnum hátíðum. Nær lagi um hátíðaljóð Tómasar kemst maður kannski af hans eiginlegu ættjarðarkvæðum, ortum á þjóð- hátíðum, eða öðrum kvæðum í bókinni, eins og Svo vitjar þín ísland eða Hvít er sú þrá, þar sem birtist sambærileg mælsku- list án þess kvæðin beri það með sér að vera ort til neinna opinberra afnota. í þessum kvæðum er landið og þjóðin, sagan og tungan og fáninn, hy.llt með hátíðlegum orðum, hljómfögrum brag og miklum skáldlegum íburði máls og mynda. Þar er með viðhafnarlegu móti látin uppi einhvers konar óskmynd áheyrendanna, á gefnum hátíðastað og stundu, af sjálfum sér og sögu sinni og landinu sem þeir byggja. Það gefur að skilja að slíkum kvæðum er mest í mun að láta í ljós með sem snjöllustum orðum það sem flestir geti samsinnt, en mega fyrir enga muni hreyfa öndverðri skoðun eða og hefur væntanlega engan vakið til and- mæla. En hljóta ekki öll raunverulega virk ættjarðarljóð að verða um leið póli- tísk kvæði, taka afstöðu í þjóðernismálum sem eftir atvikum er unnt að samsinna eða hafna? Eða er kannski þetta kvæði, að einhverjum smekk, raunverulegt og áhrifamikið ættjarðarljóð af þeirri ástæðu beinllnis að þar sé einu sinni í slíkum kveðskap látin uppi ótvíræð pólitísk skoðun? Það má vera umhugsunar vert. En tíðar eru afdráttarlausar skoðanir um umdeilanleg efni ekki i hátíðakvæðum Tómasar, enda væri kannski ósanngjarnt að vænta þeirra í kringumstæðum þjóð- skálds. Viðhafnarlegust en lika þyngst í vöfum, svo hátíðleg að mann tekur brátt að syfja, er mælskan eins og vænta mátti í þjóð- hátíðarljóðunum 1974. ! hinum styttri þjóðhátíðarkvæðum er miklu meira skáld- legt flug máls og mynda og Ijóðræn anda- gift. Þar birtist okkur landið með fann- gnæfum fjöllum og himinsæ, hafið af holskeflum eldbrims og flóðs, baðað I glampandi báli sólar, og það byggir hetjuleg þjóð sem hneigir engu oki, þótt húh beygi kné sín auðmjúk fyrir drottni. 17da júní sameinast hún undir fánanum í ást á frelsi og ættjörð, þeirri stoltu gleði sem sprottin er af þúsund ára sögu lands og þjóðar. Ilér er í stystu máli sagt lýst heimvon til hinna sparilegustu hugmynda um sjálf okkur, hins rómantíska upphafna íslands þjóðlegra hátiða- og helgistunda, og þessi hugsýn er látin uppi í iburðarlegum spari- klæðum máls og brags. Ekki eitt öfugt orð um það — þótt annan smekk en minn þurfi til að hrífast með. En furðu mikið misræmi er á milli þessarar hátíðasýnar lands og lífs og stað að fjarska fátt af þessum kveðskap hittir neitt tundur í minni sál. Að því leyti er mér öfugt farið við Kristján Karlsson sem skrifar á bókarkápu, eins og hans var vísa, miklu eftirtektarverðari umsögn um bókina en gengur og gerist í slíkum text- um. En Kristjáni ,,hefir sjaldan fundist Tómas Guðmundsson merkilegra skáld en einmitt í þessum kvæðum.... Það er ein- kennilegt afrek að yrkja svo persónuleg kvæði í búningi formlegra lofsöngva," segir Kristján. Því er síst að neita, og það er kannski ekki tiltökumál þegar Tómas Guðmunds- son á í hlut, að hátíðakvæði hans eru jafnan hljómfagur skáldskapur, lýtalaus að máli og brag. Það má vel vera, sem Kristján Karlsson lika segir, að þau séu „bæði listrænni og vitsmunalegri í senn" en áður hefur tíðkast um hátíðaljóð. Hitt er meira áhorfsmál til hve persónulegra skáldlegra tilþrifa megi með sanngirni ætlast af slíkum skáldskap. Og vitanlega eiga opinber hátíða- og tækifæriskvæði einatt mikið undir tilefnum sínum. Fyrr en varir og án þess við verði ráðið getur hin hátíðlega kveðandi nálgast eða snúist upp í andstæðu sína. Fyrir minn smekk verða t.a.m. þessar hendingar: annarra, persónulegri ljóða í bókinni bar sem lýst er allt annars konar heimvon — til nætur, svefns og vetrar. Þar er lífið aðeins líknsöm helfró að liðnu vori og bernsku, bið eftir hamingju sem aldrei varð síðan í æskunni. Þessi tregi birtist jafn skýrt í íbornum tilfinningaljóðum eins og Hausttregi og Ó, bernska, sem síðust standa í bókinni, og gamansam- legri textum, eins og Hamingjan eða Ég er að bíða eftir svari, og hljómgrunnur þeirra er angurvær eftirsjá bernskudaga og þess lands og lífs sem þá var. Að svo komnum lestri finnst mér þó hugstæðust í bókinni kvæði sem með látlausum hætti láta uppi bernskuminningar um hagamús og spóa, jafnvel líka erfikvæðið um hund skálsins, Minningarljóð um Stubb. Þrátt fyrir allt er í þessum kvæðum ekki eintóm eftirsjá. Þar er líka lýst heimvon til vorsins, til hversdagsins í landinu. Svona lýKur kvæðinu um spóann, Á meðal skáld- fugla: Og heim til vetrarins liggur mín leið að sinni. Samt iýsir af óvæntu hugboði í vitund minni, að þrátt fyrir alian aldursmun okkar spóa við aftur að vori hittumst í þessum móa. Og, æ, hversu léttbærra yrði mér daganna angur, ef ennþá bernskunnar fugl væri heima- ,gangur í hjarta mér og fengi þar út og inn fiogið með fegurstu Ijóðin, sem hann hefur ort hér við Sogið. En því er nú miður að spóinn við Sogið hefur ekki átt innnangengt í þau hljóm- miklu og faguryrtu hátiðakvæði sem fyrir- rúm skipa i þessari bók. skilningi við almennan smekk. En þá er líka hætt við fið örðugt verði í hátiðakvæði að tjá ýkja nýstárleg eða persónuleg sjónarmið á hin gefnu yrkisefni. Væntan- lega hefur verið óhugsandi að yrkja á 17da júní 1949: velkomin í Nato, fjallkona mín góð, eða annað í slíkum dúr. Aftur á móti er lýtalaust að segja eins og hér er gert: En vit, að öll þín arfleifð, von og þrá, er áskorun frá minning, sögu og ljóðum, að ganga af heilum hug til liðs við þá, sem heiminn vilja byggja frjálsum þjóðum BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiða, til dæmis: Cortina '68 Oldsmobil V-8 Hillman Hunter ’68 Rambler Classic V-8 Vauxhall Viva '70 Dodge Dart Skoda S-100 '72 Taunus 17m station Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfiatúni 10- Sími 11397 Breyttur afgreiðslutímh FRÁ 17.NÓV. VERÐUR BANKINN OPINN FRÁ 9.30-15.30 OG INNLÁNSDEILDIR EINNIG FRÁ 17.00 17.45 ALLA VIRKA DAGA NEMA LAUGARDAGA Samvinnbankinn BAN K ASTRÆTI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.