Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 26
26 3 STJÖRNUBÍÓ Sími 18936 Pabbi, mamma, börn og bíll Bráðskemmtileg ný norsk litkvik- mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 6 og 8. The Streetfighter Charles Bronson James Coburn Islenzkur texti. Hörkuspennandi ný amerisk kvikmynd í litum. Sýnd kl. 10. Bönnuð börnum innan 14 ára. AUSTURBÆJARBÍÓ 8 Sími 11384 íslenz'kur texti. 4 Osearsverðlaun. Ein mesta og frægasta stórmynd aldarinnar. Barry Lyndon Mjög fburðarmikil og vel leikin, ný, ensk-amerísk stórmynd í lit- um. Aðalhlutverk: Ryan O’Neal og Marisa Berenson. Sýnd kl. 5 og 9. HÆKKAÐ VERÐ. 3 BÆJARBÍÓ 8 Sími 50184 „Sweeney" Hörkuspennandi mynd sem greinir frá baráttu lögreglunnar við glæpasamtök Lundúna- borgar. Islenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Síðasta sinn. 3 HAFNARBÍÓ I* Tataralestin Hörkuspennandi Panavision- litmynd eftir sögu Alistair MacLean, með Charlotte Rampl- ing og David Birney. Islenzkur texti. Bönnuð innan 12 ára. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. GAMLA BÍÓ 8 Sfmi 11475 Ástríkur hertekur Róm Bráðskemmtileg teiknimynd gerð eftir hinum víðfrægu mynda- sögum René Goscinnys. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mynd fyrir alla fjölskylduna. 3 HÁSKÓLABÍÓ 8 sýnir stórmyndina Maðurirm með járngrímuna (The man in the iron mask) sem gerð er eftir samnefndri sögu eftir Alexander Dumas. Leikstjóri: Mike Newell. Aðalhlutverk: Richard Chamber- lain, Patrick McGoohan, Louis Jourdan. Islenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 51111 sendibILasiöð IHAFNARFJARÐARl LAUGARÁSBÍÓ 8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1977. Cannonball Det illegale Trans Am GRANDPRIX bilmassakre Vinderen far en halv million Taberen ma beholde bilvraget Cannohball »111.0.16 árw. Ný hörkuspennandi bandarisk mynd um ólöglegan kappakstur þvert yfir Bandaríkin. Aðalhlut- verk: David Carradine, Bill McKinney og Veronica Hammel. Leikstjóri: Paul Bartel. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. íslenzkur texti. Bönnuð börnum innan 12 ára. 3 TÓNABÍÓ 8 Ást og dauði (Love and death) „Kæruleysislega fyndin. Tignar- lega fyndin. Dásamlega hlægi- leg.“ — Penelope Gilliatt, The New Yorker. „Allen upp á sitt bezta.“ — Paul D. Zimmerman, Newsweek. „Yndislega fyndin mynd.“ — Rex Reed. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Diane Keaton. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Allen, NYJA BIO 8 Simi 11544 Alex og sígaunastúlkan JACK GENEVIEVE tEMMON BUJOLD ALEXfr THE GYPSY Gamansöm, bandarísk litmynd með úrvalsleikurum, frá 20th Century Fox. Tónlist Henry Mancini. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur texti. J'ÞJÓÐLEIKHÚSIfl Týnda teskeiðin í kvöld kl. 20, laugardag kl. 20. Uppselt. Stalín er ekki hér T rumsýning föstudag kh 20. önnur sýning sunnudag kl. 20. Dýrin í Hálsaskógi sunnudag kl. 15. Fáar sýningar eftir. Miðasala 13.15 — 20. Sími 11200. 3 Utvarp Sjónvarp V Útvarp í kvöld kl. 22,45: Rætt til hlftar NÝR UMRÆÐUÞÁTTUR IUTVARPI — Einar Karl Haraidsson sér um þann fyrsta „Utvarpsráð samþykkti núna á dögunum að á fimmtudags- kvöldum eftir seinni fréttir kæmi nýr umræðuþáttur. Það er um klukkan 22.45 sem sá þáttur mundi hefjast og á honum að vera lokið einhvern tímann þannig að dagskráin geti verið búin klukkan 24,“ sagði Hjörtur Pálsson dag- skrárstjóri útvarps. Þátturinn sem rætt var um heitir Rætt til hlítar og er á dag- skrá í fyrsta sinn nú í kvöld, kl. 22.45. Þá er það Einar Karl Haraldsson sem um hann sér. „Hugmyndin er sú að þessir þættir verði tvenns konar og þá hálfsmánaðarlega hvor gerð. Fyrri gerðin er hið klassíska umræðuþáttasnið þar sem stjórn- andi velur þátttakendur til þess að ræða eitthvert ákveðið efni. Hann er þá látinn sjálfráður um það hvaða efni það er sem rætt er en þó getur dagskrárdeildin stungið að honum hugmyndum ef hún kærir sig um. Efnið má vera hvort sem er eitthvað sem efst er á baugi eðá eitthvað sem á sér lengri aðdraganda. Hitt sniðið sem á móti verður er þannig að einn maður situr fyrir svörum. Þá má til dæmis hugsa sér einhvern yfirmann á stofnun eða fulltrúa félagasamtaka. Stjórnandinn yrði látinn um að velja það. Svo yrðu fengnir 2-3 menn til þess að spyrja þennan mann spjörunum úr. Þá mætti stjórnandi einnig velja. Að þessum þáttum verða svo valdir stjórnendur jafnóðum, lfkt og tíðkast til dæmis hjá sjón- varpinu í þeim umræðuþáttum sem þar eru. Þá er nýr stjórnandi valinn í hvert sinn. Það er út- varpsráð sem þessa menn velur, jafnvel eftir ábendingu okkar sem hér vinnum. A fyrsta fundinum voru til- nefndir þrír menn. Það voru þau Kári Jónasson fréttamaður út- varps, Sigurveig Jónsdóttir blaða- maður á Vísi og Einar Karl Haraldsson fréttastjóri Þjóð- viljans. Nú, Kári var erlendis og Sigurveig gat ekki tekið þetta að sér strax svo Einar Karl varð fyrir valinu. Hann féllst á að slá til og sjá um fyísta þáttinn. Ætli það verði svo ekki annaðhvort Kári eða Sigurveig sem sjá um þáttinn næst. Nú þetta held ég að sé í stórum dráttum það sem um þennan þátt er að segja,“ sagði Hjörtur Páls- son. Einar Karl Haraldsson sagðist’ ekki ennþá vera búinn að ákveða hvað hann ætlaði að ræða um í kvöld né við hverja enda teldi hann þáttinn eiga að vera um það sem efst væri á baugi þann daginn. Þó taldi hann líklegt að miklir eða litlir vextir gætu vel komið til umræðu. — Heldurðu, Einar Karl, að nokkur hlusti á þáttinn fyrst hann er svona seint á dagskrá? „Maður veit aldrei. Það héldu nú margir að enginn nennti að vakna á sunnudagsmorgnum þegar við Árni byrjuðum með þátt þá. En það reyndist alrangt. Fólk nennir að hlusta ef þættirnir eru skemmtilegir og eitthvað í þá varið, sama á hvaða tíma þeir eru,“ sagði Einar Karl Haralds- ~son. DS NYK0MIÐ Drengjaskyrtur, flauelsbuxur, nóttföt, peysur. Telpnablússur og köflóttar skyrtur. Skíðagallar í st. 140 — 152 — 164. Herrapeysur, nóttföt, nœrföt og (extrastór í st. 46—48). Dömupeysur með belti, rúllukragapeysur. Rúllukragabolir barna, handklœði, sœngurgjafir, sokkar ó alla fjölskylduna. Póstsendum. S.0. BUÐIN sími 32388. (Við hliðina ó Verðlistanum) ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/Tfl >4kallteltthvaö gott í matinn STIGAHLIÐ 45^47 SÍMI 35645 ÁKLÆÐI - AKLÆÐI - ÁKLÆÐI RYMINGARSALA JÓLIN NÁLGAST Því ekki að hressa upp á gömlu húsgögnin oggera þau sem ný? Margirklœða húsgögnin sjálflr. Finnskáklœðiáaðeinskr. 1.680pr. m. Opiðkl. 1-6e.h. Póstsendum B.G.ÁKUEÐI Mávahlíð 39 — Sími 10644 aðeins á kvöldin ÁKLÆÐI - ÁKLÆÐI - ÁKLÆÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.