Dagblaðið - 28.11.1977, Page 13

Dagblaðið - 28.11.1977, Page 13
DAC.BI.AÐIf). MANUDAC.UR 28. NOVEMBKR 1977. húmanískur andi, þar sem vits- munir en ekki óljós tilfinning ráða ferðinni, og þau hafa að geyma heimspekilegar athuga- semdir um mannlífið fremur en að þau stefni að miklum geðhrifum. Hugsunin á að vísu til að verða nokkuð langsótt og jafnvel torskilin í kvæðum eins og Tossagerpla og Bölverkur, þótt menn þykist átta sig á þeim vísunum til fornra bóka, sem þar er að finna, auk þess sem þunglamalegt form stuðlar að þvi að kæfa hana þar, en í öðrum ljóðum, þar sem meiri einfaldleika er gætt, kemur skörp hugsun fram á markviss- an og hnyttinn hátt og vissu- lega má einnig skynja tilfinningu fyrir fallvelti og jafnvel fáránleika lífsins í mörgum ljóðum, þótt henni sé hvarvetna haldið í skefjum og skákað með skemmtilegri kímni og hálfkæringi. „Naturam expellas furca..“ En það er einmitt kímni og fyndni sem gefa bókinni líf og þessi kímni getur beinzt út á við að hætti skopljóðs eða satíru eins og í ljóðinu Viðtals- tími, eða hún getur verið frem- ur af háspekilegum toga og hæfir þá allt mannlíf og ekki sízt þann sem yrkir sjálfan. Einna bezt nýtur slík kimni sín í ljóðinu Eplatréð, sem er í lausu formi, en víðar í bókinni svífur sami andi yfir og Ijóðið Með lurk gæti verið fallið til að gefa nokkra hugmynd um þetta, en í því ljóði hugleiðir Jóhann það sem hann kallar „raunveruleik hins illa“: Bók menntir Kristján Ámason inni. Þessa daga hrekkur fólk upp við það að verið er að tengja raflínu við Norðurland og lítil þörf fyrir Kröfluvirkj- un. Skyldi renna nokkurt ljós upp fyrir því fólki núna sem trúði þeirri linnulausu blaða- lygi að hundur Magnúsar Kjart- anssonar væri ekki annað en kommasamsæri. Hitt dæmið er Víðishúsið. Það stendur í byggð. Flestir Reykvíkingar geta meira að segja á nokkrum mínútum labbað að þessum brunarústum og skoðað þær. Enda fór al- menningsálitið á fulla ferð. Það hjálpaði einnig að kaupin á Víðishúsi voru ekki samtryggð af flokkunum og blöðum þeirra. Dagblöðin eru langmögnuð- ustu fjölmiðlar I landinu. Ríkisfjölmiðlarnir eru ann- ars eðlis. Þeir eru bundnir af reglum um hlutleysi, þó að út af því hafi verið brugðið, sér- staklega á kaldastríðsárunum. Meðhöndlun þeirra á málefn- um er allt önnur en í blöðunum. Á ríkisfjölmiðlana horfa og hlusta líka allir án tillits til stjórnmálaskoðana. Raunar hafa ríkisfjölmiðlar vaxið mjög að gæðum á síðustu árum hvað það snertir að leyfa eðlileg skoðanaskipti. Flokksblöðin Hér að framan hafa verið til- greind af handahófi dæmi um uppsetningu og notkun lyga í flokksblöðum. Dagblaðið hefur sett nokkurt strik í þennan reikning. Til- koma þess hefur breytt blaða- mennsku og hugsunarhætti fólks að marki. Blöð og blaða- mennska hafa tekið verulegum breytingum á síðustu árum af þessum sökum. Þó eru dagblöð sem alls ekki eða sáralítið hafa lært af þessari reynslu. Þau blöð munu eiga erfitt uppdrátt- ar ef það verður almenn neyslu- venja að vilja sjá-fleiri en einn flöt á sama hlut. Ekki er átt við það að flokks- blöð fari yfirleitt að birta skoðanir andstæðinga. Auð- vitað eiga þau að boða þá stefnu sem flokkurinn hefur í þjóð- málum. Hins vegar eru margar skoðanir jafnan í gangi innan hvers flokks um leiðir að samá marki. Það er raunverulegt lýð- ræði að rökræða innan skyn- samlegra marka á þennan hátt. Flokksblöð sem hefðu hug- rekki til að leyfa skoðanaskipti mundu auka virðingu sína meðal lesanda. Tími messunar í blaðamennsku er liðinn. Ef flokkur og blöð þeirra þyrðu að viðurkenna mistök, sem gerð Kjallarinn Hrafn Sæmundsson eru, mundi á sama hátt aukasi virðing á þeim. Ef þau auk þess skæru niður daglega lygi, þó ekki væri nema að hluta, yrði það öllum til góðs. Ef þau stigju skrefið til fulls og hættu alveg við lygina og heimskuáróður- inn og tækju upp beina mál- Hér er þetta rifjað upp til þess að sýna fram á að frá því þessi sömu vandamál urðu hér á landi fyrst í tíð vinstri stjórn- ar og síðan hjá núverandi stjórnvöldum, höfum við aldrei haft gæfu eða þroska að mæta Kjallarinn Sigurður Helgason þessum vandamálum með sam- stilltu átaki. Nú virðist óðaverðbólga á ný vera skollin á og ennþá sjást sáralítil úrræði til björgunar. Nýleg vaxtahækkun er fálm- kennd tilraun til úrbóta en hún ein út af fyrir sig gerir lítið gagn og aðeins staðfestir jafn- framt að gengi islensku krónunnar er fallandi. I nýlegum fréttum frá Bret- landi um stórminnkaða verðbólgu og hækkun á gengi pundsins var jafnframt skýrt frá lækkun forvaxta í bönkum þar í landi. Eðlilega þarf að stefna að frjálsum gjaldeyrisviðskiptum í framtíðinni og verulegur vaxta- mismunur hér og annars staðar er einn þrándur i götu til þess að ná því markmiði. Af hverju að jagast Það heyrist oft sagt af reynd- um stjórnmálamönnum að sterk öfl í landinu séu að hræða fólkið með öllu þessu bölsýnis- tali um óðaverðbólgu og yfir- vofandi stórröskun efnahags- mála. Bent er gjarnan á í þessu sambandi að allir hafi það gott í dag, stöðugt séu batnandi lífskjör, mikil vinna og allt komi þetta heim og> saman á endanum. t raun hallmæla menn ástandinu en enginn vill samt raunverulega gert neitt til úrbóta og sé því réttast að láta þetta allt malla sí svona áfram. Þetta og þvílíkt er það sem við kannski undir niðri hugsum en segjum síðan hið gagnstæða. Á allri þessari rökfærslu eru þó verulegir gallar. Veikleikum núverandi skipulags, sem verðbólgan elur af sér, erum við aðeins síðustu árin farin að kynnast og fer ástandið ört versnandi. Tökum mjög einfalt dæmi: Seld er ákveðin vörutegund á. föstu verði og liggja ströng. viðurlög við ef út af er brugðið. Nú liggur fyrir að þessi sama vörutegund hækki um helming í innkaupi. Hvar er t.d. fjár- magnið til þess að kaupa vöruna og er ekki freistandi að biða mcð sölu uns verðið hækkar? Rétt er að vekja athygli á því að svipuð tilvik, en þó í marg- víslegum öðrum myndum, mæta nær öllum einstaklingum eða §téttum í viðskiptum þeirra, þar sem óðaverðbólga. kemst á. Við slíkar aðstæður verða það einmill þcir er lítt eða ekkert hirða um boð og bönn er best komast af og hinn löghlýðni borgari verður undir í lífsbaráttunni. Kapphlaup um hverskonar verðmæti, gæði eða réttindi fer harðnandi og jafn- framt eykst tortryggni manna og stétta á milli. Hatur, stðleyst og hvers konar öfgar eiga greiða leið til fólksins, sem getur leitt til algjörs stjórnleysis. Nær öll ríki Suður-Ameríku hafa glatað lýðræði sínu undan- farin nokkur ár og er aðalorsök ótvírætt að kenna óðaverðbólgu í viðkomandi löndum. Hvað um þjóðstjórn? Það á saga landsins að sýna okkur og sanna að er mikla hættu ber að höndum, sem ógnað getur tilveru og framtíð þjóðarinnar, þá er eina úr- ræðið að allir taki höndum saman til björgunar. Rétt er að benda á að nýlega hafa stjórn- málaflokkar á Ítalíu samið frið til þess að leysa geigvænleg efnahagsvandamál þar í landi og virðist árangur strax vera að segja til sín. Einn pingmanna, Ellert Schram, hefur í mjög snjallri ræðu á Alþingi, sem birtist í Morgunblaðinu 16. nóv. sl., rætt þessi mál og segir: „Eg fullyrðt að verðbólgan er hættulegasti óvinur lýðræðisins og hún er að grafa undan trausti stjórnmála- flokkanna." Og síðar segir hann: „Eg er þeirrar skoðunar, að stjórnmálaflokkarnir eigi að sameinast í því að leysa þennan vanda og þeir eigi ekki aðeins að gera það á Alþingi“. Fagna ber slíkum umræðum. I þessari sömu grein kemur Ellert Schram inn á störf Alþingis, laun alþingismanna, pólitíska spillingu og minnkandi flokks- ræði og er ég í aðalatriðum ósammála skoðunum hans í þeim efnum. Mun ég í næstu grein taka einmitt fyrir þessi tnál. Sigurður Helgason viðskiptafræðingur. Byrjunin var víst Boli og Grýla. Svo bættu þeir ofan á kristnum fræðum barnasögum og sunnudagsræðum, og settu það fyrir sem efni í stíla: með endurtekningu tókst að fylla mig trúnni á raunveruleik hins illa. En svona er öll þessi aðfengna vissa. Það er aldrei að vita hvað djúpt hún nær. Það beit mig hundur í hælinn í gær Ég varð hissa. Þarna er Jóhann lifandi kominn og við skynjum í þess- um línum að kímni hans á sér rætur í sérstöku hugarfari, sem einkennist af hlýiu og víðsÝni. Að vísu eru til margir hælbítar í heiminum og hundarnir sjálf- sagt ekki þeir verstu. Ýmsir mundu vilja telja ritdómara þar fremsta í flokki en þó held ég að þessi bók ætti ekki að gefa neinum slíkum ástæðu til að glefsa, öllu fremur er ástæða ' til að hvetja Jóhann til að halda áfram á þessari braut, hvort sem hann hyggst verða „margra bóka skáld“ eða ekki, hver veit nema hann geti á end- anum bætt vænum dálki aftan við „Rannsóknir og fræði- mennska" í sinum curriculo vitae og þá með yfirskriftinni „Önnur ritstörf“. Kristján Arnason. efnalega umræðu og rökræður myndu hin stöðugu Kröflu- og Víðishúsaslys hverfa og rekstur þjóðfélagsins yrði eðlilegur þannig að þjóðin fengi þá til- finningu að fullvita menn væru í brúnni. Verkalýðsbaróttu ó svið stjór'imóla Ekki eru liKur á því að þeir tímar séu á næstu grösum. En hreyfing er engu að síður á málum. Reynslan er kennari fólksins. Hún er hins vegar afar dýr kennari. Þjóðin rambar á barmi gjaldþrots. I hverju húsi sverfur að og lífskjörin versna dag frá degi. Allar þessar þrengingar eru vegna lyga í einhverri mynd. Sú lygi nær allt frá sjálfblekk- ingu einstaklingsins til heimskulegrar einhliða kröfu- gerðar verkalýðshreyfingar og gríðarlegrar spillingar í stjórn- kerfinu. Sú lygi sem verkalýðshreyf- ingin sefjar sig með birtist nú í upphafi næstu umferðar í kjaramálum. „Árásum á kjörin verður mætt með fyllstu hörku“! Vegna einhliða krónutölu- pólitíkur hefur verkalýðshreyf- ingin nú glatað megninu af ávinningi samninganna frá því í sumar. Af þessum sökum herðist nú snaran að hálsi þeirra lægst launuðu. A þeim skella beint allar hækkanir neysluvöru og þjónustu. Reynslan hefur ekki kennt verkalýðshreyfingunni neitt. Hún sest ekki niður til að hugsa. Hún spyr ekki: Hvers vegna? Hún setur aðeins gömlu plötuna umsvifalaust á fóninn enn einu sinni. Aftur verður farið í talnaleik. Tölustafir breytast á launaseðlum. Lygin heldur áfram og þjóðin færist stöðugt nær hengifluginu. Jafnvel atvinnurekendur og bissnissmenn virðast vera að skilja þá staðreynd að svo langt getur vitleysan gengið að ekki sé hægt að græða lengur. Bank- arnir eru að tæmast. Utanríkis- verslun er að verða ófram- kvæmanleg vegna verðbólgu- hraða. Hvarvetna brakar í stoð- um samfélagsins. En verkalýðshreyfingin skilur ekkert. Þrátt fyrir reynslu undanfarinna ára skilur hún ekki þá einföldu staðreynd að barátta hennar verður að fara inn á svið stjórn- mála ef einhver árangur á að nást. Sjálfsblekking verkalýðs- hreyfingarinnar hvað þetta varðar er sú lygi sem dýrust er fyrir albvðu landsins. Hrafn Sæmundsson prentari. Eldhús- og baöinnréttingar \un!//////&%> S. VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI {/ =4* Á Jr s Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 — Reykjavlk rj- Slmi 22804 ^835y/////llll\\WSS^

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.