Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 1
PAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.IUDAGUR ÍV.DESEMBER 1977. r 15 Reykjavík verður alltaf eins. það er sama þó byggðin dreifist um holt og hæðir, landslagið er þannig að kvosin verður alltaf kjarni bæjarins. Þetta sögðu menn um aldamótin síðustu. Þá voru Bankastræti, Austurstræti, Lækjargata, Hafnarstræti og Aðalstræti aðalgötur bæjarins. Þangað þurfti að leita eftir þeirri þjónustu sem hægt rar að fá í höfuðstaðnum. um þegar spurt er um Banka- strætið. Sú gata var einu sinni nefnd Bakarabrekka vegna þess að þar var reist fyrsta bakarí -í höfuðborginni. Það var nefnt Gamla Bakariið eða Bernhöfts- bakarí. Þetta hús stendur enn en það var reist um 1840. Seinna var svo byggt við norðurenda þess. Seinna breyttist svo bakara- brekkunafnið i Bankastræti því mönnum þótti miklu virðulegra að nefna götur eftir bönkum en bakaríum. Þar sem nú er Banka- stræti 3 hóf Landsbankinn starf- semi sína. Hann var stofnaður 1886, fyrstur banka. Það var oft erfitt að fóta sig í brekkunni á veturna þegar hálkan var piest. Þess vegna var Bakarabrekkan oft nefnd Bana- stræti af gárungunum, enda hefur margur hlotið bar slæma byltu og breytir þá ekki miklu þó gatan heiti Bankastræti eða Bakarabrekka. Lækurinn setti mikinn svip á Reykjávík þar til hann var settur í spennitrevju árið 1911. Síðan rennur hann neðanjarðar úr Tjörninni og út í sjó. Þessi bæjar- lækur Reykvíkinga gerði þeim oft gramt í geði. Hann tók upp á því að flæða um allar götur svo mjög að Austurvöllur leit stundum út eins og hafsjór. Þetta fór auðvitað mjög í taugarnar á íbúunum, sem gátu ekki farið út fyrir dyr, nema að vaða aur og vatn upp að hnjám. Ofan á þcssa dynti í læknum var stundum ægileg fýla úr honum. Eitt er víst að á bakka hans sátu ekki ungir elskendur á síðsumar- kvöldum. Þari og þang úldnaði í farveginum. -KP. Fyrir rúmri oinni öld voru það þrjár byggingar scm scttu mikinn svip á bæinn. Annars vegar voru það vindmyllurnar og hins vegar Skólavarðan. Það voru tvær vind- myllur í bænum. önnur var við Hólavclli en sá bær stóð nokkurn veginn þar sem Hólavallagata er nú fvrir ofan Garðastræti. Hin var í Þingholtunum, efst í Banka-, stræti. Rebslagcrbanen og Lange Fortoug voru eitt sinn aðalgötur bæjarins, ásamt Hovedgaden. Nú hafa þessar götur fcngið önnur nöfn Hovedgaden heitir nú Lækjargata, eftir læknum, sem rann þvert í gegnum bæinn úr Tjörninni og út í sjó. Rebslager- banen fékk siðar nafnið Strandgade en við þekkjum ekki þessi niifn (>n könnumst svo sannarlega við Hafnarstræti. Lange Fortoug heitir nú Austur- stræti. Fkki eru tnargir sem vita hvar Bakarabrekkan er, heldur heyrist þó annað hljóð úr strokkn- Myndirjiar sýna bezt hversu breytingin hefur orðið niiki! i Banka- straúi og Austurstradi. Gamla myndin hefur veiúrt tekin um 1880. Þart er búið art setja upp lyrsta tjóskerirt i Reykjavik virt steinhrúna \irt lækinn. Þar var kveikt á því 2. september 1876 og eldsneytirt var steinolía. Efst í Bankastræti eða Bakarabrekku eins og gatan hét þá gnæfir myllan en hún setti mikinn svip á bæinn. Ilúsin sem eru bærti á nýju og gömlu myndinni eru tukthúsirt erta Stjórnarrártirt eins og þart heilir nú og húsirt i Bankastneti 3. en þar var fyrsti hankinn til húsa. en þart var I.andsbankinn. IIús Sigfúsar Eymundssonar sést lengst til ha'gri á myndinni. Gamlar mvndir eru fengnar að láni frá Þjóð- minjasafni og Arbæjarsafni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.