Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 2
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 13. DESEMBER 1977. Lækurinn stíflaðist í flóðinu og f laut um allanbæ___________ Horft úr Bankastræti i Austurstræti árið 1885. Arið 1866 var hafizt handa við að gera nýja brú yfir lækinn á móts við Bankastræti. Brúarsmiður var Sverrir Kunólfsson steinhögKvari. b-ssi brú þótti hið mesta mannvirki og hin stórkostlegasta smið. Upp úr því að brúin kom á lækinn varð aðalumferðin úr bænum upp BankastraMiö. I.ækurinn hét upphaflega Arnarhóisla'kur, en var í daglegu taii aldrei nefndur annað en Lækurinn. Hann kom úr norðausturhorni Tjarnarinnar. Viðast var hann ekki nema tveggja faðma breiður. Breiðastur var hann fyrir neðan Bernhöftstorfuna og þar var litill hólmi í honum grasi gróinn. A austurbakka lækjarins voru mýrar og höfðu bændur þar slægjur. Til hægri á myndinni er Eymundsenshús. sem stendur enn. FULL BUÐ AF NYJUM VORUM Þar sem bílarnir aka nú um Lækjargötuna rann eitt sinn lækur. Hann rann úr Tjörninni og út i sjó. Flóðs og fjöru gætti í læknum og í hann barst þang og þari, sem svo rotnaði en af varð ægileg fýla. Lækurinn var mjög dyntóttur og átti það til að flæða yfir bakka sina og inn í hús manna. Því var það að hann var settur í spennitrevju og hefur nú runnið neðanjarðar frá því árið 1911. Unga kynslóðin á eflaust erfitt að gera sér grein fyrir hvernig var umhorfs í miðbænum eða Kvosinni í þá daga þegar Arnar- hólslækur liðaðist um Lækjar- götuna. GRUGGUGUR OG SEINLÁTUR Ekki virðist lækurinn hafa átt sér marga aðdáendur. Alla vega varð hann ekki til þess að auðga andagift manna, eins og svo marg- ar sprænur og stórfljót um allt land. Þessi var leiðinda lækur. sem var gruggugur og seinlátur. Það var ekki hægt að nýta hann til neins. Hann gat ekki knúið ncitt. ekki cinu sinni myllu. Það var heldur ekki hægt að drekka vatnið úr honum vegna þess að það var salt og gruggugt. Það var sjaldgæft að sjá nokkra vinnu- konu dýfa flik i lækinn. enda hefði hún varla hreinsazt nokkuð. Þvi rann þessi lækur þarna næstum öllum til ama. úr Tjörn- inni og út i sjó. Hræðileg fýla gaus upp úr læknum í þurr- viðrum vegna þcss að þá rotnaði alls konar rusl í honum. Vatns- rennsli i honum var það litið að það nægði ekki til að bera rttslið út í sjó. Það kom oft fvrir að hekurinn tók upp á þvi að hlaupa yfir allan Austurviill og flæða inn i hús manna Hann ól'.i þvi oft á tíðum miklum skemmdttm fvrir þvi fólki sem bjó *t.d. við Austur- völlinn. Hvað sem ölluivujþægind-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.