Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 17 'áiM'i :: ^ mmmjk Úlpur—jakkar—kápur—pils — kjólar—blússur — fíauelsbuxur — Lækjartorg og Hankastræti árið 1963. Þá var Lækjartorg endastöð fyrir strætisvagnana. A myndinni má einnig sjá simaklefann, sem var i áraraðir á Torgimi og iengi hinn eini i bænum. Breyting var gerð fyrir nokkrum árum á garði Stjórnarráðsins en á myndinni sést hVernig hann var fyrir þessar breytingar. peysur—betti—húfusett Keykjavík Hafnarstra-li 15. Siini 18533 Akurevri IiafnarstraMi 85. sími 19889. — lækurinn sem eitt sinn rann um Lækjargötu flóði oft út um allan Austurvöll svo ekki var hægt að komast á milli nema í bátum um líður þá setti lækurinn óneitanlega mikinn svip á bæinn, meðan hann gaufaðist þarna eftir einni aðalgötu bæjarins. Menn sögðust líka skreppa upp fyrir læk ef þeir fóru t.d. upp í Banka- stræti og lækurinn skipti bænum í austurbæ og vesturbæ. Það skipti miklu máli hvoru rriegin fólk var staðsett við lækinn í þá daga. BARDAGI MILLI AUSTUR- OG VESTURBÆINGA Löngu eftir að lækurinn var horfinn var hann samt sem áður landamerki milli austur- og vesturbæjarins. Þetta vissu strákarnir sem bjuggu í hvorum bæjarhluta um sig. Þeir voru ekki aldeilis á því að láta það spyrjast að þeir væru ekki hugrökkustu piltarnir í bænum, hvorir fyrir "Sig. Það var nokkur rígur á milli austur- og vesturbæjapilta og oft fór það svo að upp hófst hin mesta stórstyrjöld milii þeirra. Þá vopn- uðust þeir að víkingasið og fylk- ingunum laust saman. Undirbúningur undir slíka bar- daga var mikill og margir fundir haldnir til að skipuleggja bar- dagann. Þegar svo á hólminn kom fór mesti móðurinn af mönnum og ekki fara sögur af því að neinn hafi særzt hættulega, þó um góðan vopnabúnað liðsmanna væri að ræða. Þrátt fyrir mikla bardaga og mikil stríð rann ( lækurinn sína leið út í sjóinn og hafði ekki hugmynd um að hann væri að skipta strákunum í bæn- um í tvær fylkingar. „VER FORGONGUM“ Hann var mesti vandræða- lækur, þessi sem var í Kvosinni. I Stundum varð hann að miklum hafsjó og flaut um allt. Fyrsta mikla flóðið sem sögur eru til um varð árið 1799. Flóðið varð svo mikið að sjórinn gekk fimm áln- um hærra en í öðrum stór- straumsflóðum. Sjórinn gekk þvert yfir Seltjarnarnes í þessu veðri, milli Skerjafjarðar og Eiðisvíkur. Stórskemmdir urðu á býlum sem voru í Örfirisey og mörg þeirra lögðust í eyði eftir þessar hamfarir. Mikið flóð varð einnig árið 1863. Því olli mikii hláka en mikið hafði snjóað þennan vetur. LAPPONIA Töfrandi náttúruskartgripir fráLapplandi Kjartan Ásmundsson Gullsmfðaverkstæði—Aðalstræti 8 Nýjar vörur í þessari viku

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.