Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 4
18 Lækurinn stiflaðist í flöðinu og flaut um allan miðbæinn. Fréttir í. einu blaði bæjarins eru á þessa ■ leið af þessu mikla flóði: „Og, sjá, himinraufarnar opnuðust, og þar kom hláka mikil. Og snjórinn varð á svipstundu að vatni. Og vötnin leituðu til sjávar. En vötn- in höfðu ekki framrás. Og það skeði svo, að þau söfnuðust öll saman í borginni og þurrlendið hvarf og þar varð sjór mikill. Og vindurinn blés á vatnið; og þar risu stórar öldur og æstust mót bústöðum manna. Og öll borgin skalf af ótta. Og borgarlýðurinn kallaði hátt og sagði: ,,Vér for- göngum“.“ Eftir þessari lýsingu hefur Kvosin ekki verið frýhileg á að líta í þessum miklu hamförum. Það hefði mátt halda að hér hefði verið um hálfgildings syndaflóð að ræða. RÓIÐ MILLI HÚSA í LÆKJARGÖTU OG VIÐ AUSTURVÖLL En Reykvíkingar voru ekki búnir að fá sinn skammt af flóðum. Enn einu sinni varð stór- DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBÉR 1977. flóð i Kvosinni. Þá létu veður- guðirnir aldeilis til sín taka. Það var árið 1881 að vetur hafði verið mjög harður. Frost voru svo mikil að sjóinn lagði út fyrir eyjar. Hægt var að fara ríðandi út í Viðey á ísnum. I janúar þetta ár var mikil fannkoma og stórviðri. Hélzt frostið og illviðrið fram í febrúarmánuð en þá gerði asa- hláku. Rigningin var svo mikil að mönnum þótti sem hellt væri úr fötu. Ltekurinn í Lækjargötunni tók ekki við þessum óskapa vatns- fíaumi og fór svo að hann flæddi yfir bakka sína svo um munaði. Vatnsflaumurinn varð svo mikill í Lækjargötu og vio Austurvöll að ekki varð fært milli húsa bar nema á bátum. Vatnið hefur náð mönnum langt upp undir hendur Það munaði mjóu að maðui drukknaði í þessu mikla flóði i miðju Austurstræti milli Útvegs- banka og þar sem Hressingar- skálinn er nú. Eftir stórflóðin f læknum þurfti að hreinsa göturnar. Þetta kostaði auðvitað mikla fjármuni og mik- inn mannsöfnuð. Vinna við hreinsunina þótti bæði erfið og vond og því var erfitt að fá fólk til þessa starfa. ÞEIR KÖLDUSTU STUKKU YFIR Margar brýr voru settar á lækinn, í fyrstu voru þær allar úr tré. Þetta voru göngubrýr með háum handriðum og sumar voru með miklum stórum hurðum. En það þurftu ekki allir á þessum göngubrúm að halda. Köldustu strákarnir gerðu sér lítið fyrir og' stukku bara yfir lækinn. Oft höfðu þeir með sér- keppni 1 þvf hver kæmist lengst. Þegar Stefán Gunnlaugsson landfógeti byggði sitt hús nokkuð fyrir sunnan Bernhöft var enginn vegur þang- að. Landfógeti varð því sjálfur að láta gera veg að húsi sfnu og setja brú á lækinn niður af húsi sfnu. Brú var einnig yfir lækinn niður af Latfnuskólanum og var hún alltaf kölluð Skólabrú. Brúin niður af Bankastrætinu var langveglegust. Hún var gerð árið 1866. Þetta var mikil og veg- ieg steinbrú. Það var maður að nafni Sverrir Runólfsson sem sá um brúarsmíðina. Hann var steinhöggvari. Þetta þótti hið mesta mannvirki og bæjarbúum þótti brúin alveg stórkostleg. Þeg- ar steinbrúin var komin á lækinn varð umferðin um Bakara- brekkuna miklu meiri og smátt og smátt var þessi leið aðalleiðin út úr bænum. Þeir sem bjuggu ’f miðbænum og vesturbænum fóru alltaf yfir brúna, ef þeir þurftu áð ná sér f brauð vegna þess að það þurfti að ná í þau til Bernhöfts bakara. «-0 Myndin er tekin efst i Bankastræti árið 1903. MATARDEILDIN HAFNARSTRÆTI5 - SÍMI11211 i Einungis úrvals kjötvörur Kalkúnar Úrval af nýju og Aligæsir reyktu svínakjöti Villigæsir Hamborgarahryggir Móa-kjúklingar Kótelettur Móa-unghanar Læri Rjúpur Bógar 1! n 1ÍÖRUVAL ÞJÓNUSTA VÖRUGÆÐI 1 /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.