Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 6
20 DAC.BLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAKUR 13. DESEMBER 1977. ------T Gatnamót Bankastra*tis og La'kjarsötu um 19:10. LöKregluþjónn fvlgist með að alit fari fram þarna á þessum fjölförnu götum. Höfnin átti að með sóma vera í Tjörninni Tjörnin var upphaflega miklu stærri en hún er nú. Það hefur kreppt að henni á allar hliðar með sífellt fleiri byggingum í miðbæn- um. Hún náði eitt sinn alla lcið að alþingishúsinu, Vonarstræti, vest- an frá Tjarnargötu og austur undir Lækjargötu. Þar sem Frí- kirkjuvegurinn er nú var eitt sinn hluti Tjarnarinnar en siðar var fyllt þar upp. Vík úr Tjörninni náði langt inn á lóðina þar sem nú stendur Frikirkjuvegur 11. Hljómskálagarðurinn er að mestu leyti uppfylling. BAUÐST TIL AD FYLLA UPP TJÖRNINA Fyrr á árum var mikið hugsað um að fylla upp Tjörnina og loka læknum enda menn orðnir lang- þreyttir á sifelldum flóðum sem gerðu það að vcrkum að menn þurftu oft að vaða vatnið á Austurvelli upp í hné og stundum lengra. Arið 1884 gerði maður að nafni Ltiders bæjaryfirvöldum tilboð um að þurrka upp Tjörnina. Lækurinn átti þáeinnig að hverfa. Þá væru menn lausir við vatnselginn fyrir fullt og allt. Lúders var múrarameistari og vildi fá rúmar sjö þúsund krónur fyrir snúð sinn. Bæjarstjórnin tók þetta mál til alvarlegrar athugunar og skipaði nefnd sem átti að fjalla um tilboðið. t þessari nefnd voru: Magnús Stephensen, Eiríkur Briem og E. Svein- björnsson. Þeir höfnuðu þessu tilboði og fundu marga annmarka á þvi. En menn voru ekki alveg hættir við að hugsa um Tjörnina þrátt fyrir að bæjaryfirvöld vildu ekki þurrka hana upp. Aðrir menn komu með tillögur sem einnig voru íhugaðar. TJORNIN SKYLDI VERÐA HÖFN 0G SKIPASKURÐUR Í LÆKJARGÖTU Um 1860 voru hafnarmálin mikið til umræðu og fannst mönnum að stórbæta þyrfti hafnaraðstöðu í Reykjavik. Marg- ar tillögur komu fram um það Hús Eymundsen Ijósmvndara stendur enn. Næsta hús við hlið þess á myndinni er og nú er á því stór kvistur. Húsið þar við hliðina stendur enn en þar er Bönaparte og Klausturhólar en í gamla prestaskólahúsinu er verzlunin Garbo til HÖFUM ÖPNAÐ NÝJA VERZLUN MEÐ MOKKA FATNAÐ OG PELSA MIKK) URVAL SKINNHUSIÐ STEINAR JÚLÍUSSON FELDSKERI AUSTURSTRÆTI8 SÍMI20301 hvar bezt væri að gera þetta mikla mannvirki. Kaupmenn höfðu mikinn áhuga á því að þetta mál mvndi fram ganga. Vildu menn að Danir stvrktu þessa framkvæmd, enda nokkuð dýr. t blaðinu íslendingi birtist löng grein um hafnarmálin árið 1862. Þar voru taldar upp allar þær uppástungur sem komið höfðu fram viðvíkjandi hafnargerðinni. Taldi blaðið þær ekki þess virði að þær væru skoðaðar meira en kom sjálft með tillögur sem það taldi þess virði að skoðaðar væru vel. Þessar tillögur voru tvær. Önnur var á þá leið að gera ætti skipaiægi í Tjörninni og hin var sú að gera Austurvöll að skipakví. Blaðið taldi að tilvalið væri að nýta það pláss sem Tjörnin tæki yfir. Ef höfn yrði gerð þar fengist Konur á pevsufötum sjást ekki oft á götum nú. Allt fram til 1940 var það algengt að sjá peysufatakonur á götum úti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.