Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977. 21 prestaskólahúsið sem enn er vid Austurstræti. Því hefur verið breytt nokkuð nú Hressingarskálinn. I Eymundsenhúsi eru nú tízkuverziunin I húsa. bæði góð nýting á þessu svæði og urt skipalægi og örugga höfn. Reykvíkingar fengju einnig fag- Til þess að komast með skip inn Jóiin 1954. Þá er þessi mynd'tekin og sést upp Bankastræti vegiéga skreytt með uppiýstum jólabjöllum. í fyrirhugaða höfn í Tjörninni átti að grafa mikinn skipaskurð eftir miðri Lækjargötunni, svo djúpan að hann yrði skipgengur á smástraumsflóði. Seinni tillaga blaðíins var um að skipalægið yrði þar sem Austurvöllur er nú. En til þess átti að grafa skurðinn eftir Lækjargötunni, eins og í fyrri til- lögunni. Skipakviin átti að ná yfir mestallan Austurvöll og dýpi átti að vera um 20 fet. Samkvæmt þessari tillögu átti ekki að vera langt í næstu hús. Menn höfðu alltaf sótt það fast að fá að reisa hús á Austurvelli en atvikin höguðu því þannig að það fékkst ekki. Þarna hefur ávallt verið auður blettur. Þess vegna var upplagt að nota hann fyrir skipalægi, þar sem ekki var hægt að fá að reisa þar hús. Skipaskurðurinn eftir Lækjar- götunni átti að vera hið mesta mannvirki. Hann átti að vera þaó djúpur að stærstu kaupskip áttu að geta siglt alla leið inn á Austur- völl eða inn í Tjörn með vörur sínar. Þar átti svo að skipa þeim upp. Pakkhús átti svo að reisa við Tjörnina eða Austurvöll eftir því hvor tillagan næði fram aö ganga. Mikil stífla átti að vera fremst í skurðinum. Skyldi hún gerð svo vatn rynni ekki burt þegar fjaraði. Ef hún yrði ekki gerð myndu skipin hafa legið á þurru, þegar fjaraði út. Flóðgáttina eða stífluna átti að gera úr grjóti og var það tekið fram í blaðinu að það þyrfti alls ekki að létthöggva annað grjót en það sem átti að nota í flóðgáttina. Skurðurinn skyldi allur vera hlaðinn úr ótil- höggnu grjóti. En hvernig átti að koma í veg fyrir að flóðgáttin fylltist af sandi? Það var auðleyst. Gera skyldi mikinn grjótgarð út frá landi vestan við gáttina. Þetta mannvirki átti að létta þessum áhvggjum af fólki. Kostnaðurinn við þetta mikla hafnarmannvirki átti að vera um 70 þúsund ríkisdalir. Okkur finnst þessi hugmynd hlægileg í dag en það verður að taka tillit til þess að skipakomur voru ekki tíðar um þetta leyti. A þessum árum komu hingað til lands um 50 skip á ári og þau báru yfirleitt ekki meiri farm en tuttugu til þrjátíu lestir. Þessar tillögur voru bornar fram í fullri alvöru og þetta fyrir- komulag átti að verða mikil lyfti- stöng fyrir Reykjavíkurbæ. Þetta var nýtízkuhöfn í þá daga þó hún mundi duga skammt nú. Timarnir breytast og mennirnir með og nú er flestum hlýtt til Tjarnarinnar og vilja fyrir alla muni hafa hana á sínum stað. -KP. Við erum í hjarta borgarinnar TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Lj'ki.ir^otu 2 Sinn fr.i •,kiptihon)i 281 55

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.