Dagblaðið - 15.12.1977, Side 1

Dagblaðið - 15.12.1977, Side 1
fríálst, úháð dagmað 3. ARG. — FIMMTUDAGUR 15. DES 1977 — 280. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSÍMI 27022. P t i i i i i i i i i i i i i i i i t - Sjá bls. / 13 ára skóla- piltur þýddi eina jóla- bókina á 2vikum Hvaðá égað velja í jólagjafir? — neytendaleið- beiningarDBá 16síðum blaðsinsídag Með blaðinu í dag fylgir 16 síðna handbók fólki til örlítillar leiðbeiningar með val á jólagjöf- um. Þessa handbók má taka út úr- blaðinu í heilu lagi og hafa hana með sér þegar farið er að verzla. En ekki má gleyma þvi að ekki er síður gaman að fá jólagjafir sem unnar hafa verið af gefand- anum sjálfum. Þessi litli peyi sem Hörður festi á filmu skemmti sér konunglega við að mála jólamynd handa mömmu eða pabba. Og sagt er að það sé hugurinn sem skiptir máli en ekki stærð gjafarinnar. Það skal skýrt tekið fram að jólagjafahandbók blaðsins að þ.essu sinni, eins og áður, er EKKI AUGLÝSING, heldur þjónusta við kaupandann. Blaðamenn okkar hafa sjálfir kannað vöru- valið og gefa ráðleggingar sínar þeim sem eiga í erfiðleikum með að velja gjöfina. - DS Rannsókniná HkjH ■■■■-■■ __ “ Milligongumaður Eir í 50 daga gæzlu Vegna meintra tollsvika í sambandi við innflutning á notuðum bifreiðum var rúmlega fertugur maður úrskurðaður í allt að 50 daga gæzluvarðhald í Reykjavik sl. fimmtudag. Maður þessi-hefur um árabil flutt inn og haft milligöngu um innflutning á notuðum bifreiðum frá Þýzkalandi og fleiri löndum. Rökstuddur grunur er á því að upp hafi verið gefið lægra kaupverð en hið raunverulega og eins hitt, að ranglega hafi verið til- greindar árgerðir innfluttra bifreiða. Með þessum hætti voru inn- flutningsgjöld af þessum bifreiðum reiknuð lægri en ella hefði verið. Þannig hefur inn- flytjandinn komizt hjá að greiða mjög verulegar fjár- 'hæðir. 1 DB hinn 9. sept. sl. var skýrt frá því, að Bifreiðaeftirlit ríkisins hefði rannsakað all- margar bifreiðir vegna gruns um ranglega tilgreindar ár- gerðir þeirra. Með þeirri rann- sókn var þessi grunur stað- festur. Vitað er að maður sá sem í gæzluvarðhaldi situr hefur haft milligöngu um kaup og inn- flutning fyrir ýmsa aðila. Er meðal annars rannsakað hvort hinir raunverulegu kaupendur hafi verið í vitorði um fölsun á árgerðum og ranglega uppgefið kaupverð innfluttra bifreiða sinna. Það skal tekið fram að í þessu máli er aðeins um að ræða notaðar bifreiðir, sem fluttar voru erlendis frá. Flestar þeirra eru af hinum dýrari gerðum bifreiða og tekur rannsóknin til inn- flutnings í meira en 6 ár. ÓV DAGBLAÐIÐ ER 44 síður ÍDAG Frjálsari verð- lagning— aukin neytenda- vemd — samkvæmt drögum aðvæntanlegu frumvarpi — Sjá frétt á bls. 6 Hækkunar kraf izt a veggjaldi varnarliðsms: Greiða tvær milljónir fyrir afnot af vegunum „Við erum að formúlerat kröfu um hækkun á þessu,“ sagði Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, í viðtali við DB. Gjaldið, sem íslenzk stjörnvöld vilja láta hækka, er það sem varnarliðið hefur greitt fyrirafnot af vegum. Þetta gjald eru nú rúmar tvær milljónir króna. Páll taldi að hækkun í milli 10 og 20 milljónir kæmi til greina. Páll Ásgeir sagðist halda að gjald þetta hefði verið greitt ;síðan 1954 og haldizt óbreytt i dollurum allan tímann, um 10 þúsund dollarar á ári. Sé svo, hefur gjaldið numið 163.200 íslenzkum krónum árið 1954. Síðan hefur verðlag 23 faldazt. Samkvæmt því ætti gjaldið nú að vera unt 3,8 millj- ónir. Gjaldið hefur því rýrnað um nærri helming, þótt það sé reiknað i dollurum. - HII

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.