Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMjvíTUDAGUR 15. DESEMBER 1977. 7 13áraskólastrákur þýðir bæði úr ensku og dönsku —og vex það ekki í augum Sænski söngflokkurinn ABBA hefur risið á stjörnuhimninum með undrahraða og má helzt líkja vinsældum flokksins við vinsældir Bítlanna á sínum tíma og reyndar hefur ABBA oft slegið sölumet Bítlanna. Nú fyrir jólin kom út bók um þetta merkisfyrirbæri ABBA og þýðendur bókarinnar eru mæðginin Guðný Ella Sigurðar- dóttir og Lárus Thorlacíus en hann er aððins 13 ára ‘gamall. Þau höfðu stuttan tíma til þýð- ingarinnar, aðeins rúma 10 daga og skiptu því með sér verkum. Guðný þýddi fyrri hluta bókarinnarinnar og Lárus þann seinni. Bókin um ABBA er þýdd úr dönsku og Guðný sagðist hafa meiri orðaforða í dönskunni en Lárus hefði aftur á móti frekar orðin sem notuð eru í popp- heiminum. Þar sem starfið var- mikill sprdettur skipulögðu þau starfið áður en þau byrjuðu og þýddu 5-6 blaðsíður á dag og meira ef vel gekk eða mikið var af .myndum. Reyndar er fjölskyldan öll meira og minna í þýðingarstarfi. Heimilisfaðirinn, Örnólfur Thorlacíus, hefur þýtt fjölmargar bækur, Guðný Ella einnig og bræðurnir Sigurður og Arngrímur hafa og snert á þýðingum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Lárus þýðir því hann aðstoðaði föður sínn við þýðingu á heimsmetabók Guinnes, sem kom út fyrir skömmu. Sú bók var þýdd úr ensku. þannig að Lárus hefur vald á ba'ði dönsku og ensku þótt hann sé aðcins 1.3 ára.Hanndvaldi. Haukur krefst með foreldrum sinum eitt ár í Skotlandi, en dönskukunnáttuna verður aðþakkagóðri kennslu í Áiftamýrarskóla. Lárus er í 9. bekk grunnskólans og er því tveimur árum á undan jafnöldr- um sínum í námi. Honum vax þýðingarstarfið ekki í augum og sagði að margir krakkar gætu ábyggilega gert hið sama og hann. Lárús vantaði vinnu fyrir jólin svo hann ætti fyrir jólagjöfum og ýmsu smálegu sem hann hefur gaman af, svo sem körfubolta og badmintonspaða og þvi var tilvalið að taka að sér vinnu þar sem fullorðinskaup fékkst fyrir. Foreldrar Lárusar voru þó sammála um það að þýðingar- starfið gæfi heldur lélegt tíma- kaup en sá kostur fvlgdi því að grípa mætti í það þegar tími gæfist og þannig notaðist tími sem annars færi til spillis. Lárus hefur hug á því að halda þessu starfi áfram ef tækifæri gefst en hann vinnur þetta með skólanum. Hann hefur hug á því að fara í ménntaskóla nú að loknu grunnskólanáminu og gæti hann orðið stúdent ungur að árum ef hann heldur áfram eins og verið h('fur. JH Mæðginin Lárus Thorlacíus og Guðný Ella Sigurðardóttir. — DB-mvnd Hörður. 1977 OKKAR starfsinsog hins helmings launanna — ávísanamáliö „afsakanlegt kæru- leysisbrot,” segir lögmaður hans .Jón E. Ragnarsson. hrl . lögfræðingur Hauks Gumunds- sonar lögreglumanns í Keflavik. hefur krafizt þess af dómsmála- ráðunevtinu að Haukur verði settur í sitt fvrra starf i lögreglunni í Keflavík og að hann fái greidd vangoldin laun úr ríkisjóði. ..Forsendurnar fyrir frávikningu hans eru brostnar. með þeirri niðurstöðu sak- sóknara. að hann sé ekki sannur að neinum þeim sökum. sem notaðar voru til að setja hann úr starfi." sagði Jón E. Ragnarsson í samtali við fréttamann DB í gærkvöld. * ,,Þá er það réttlætis- og sanp- girnismál að hann fái’strax greidd þau laun sem hann á ógrcidd úr ríkissjóði en hann hefur verið á hálfum launum, sem kunnugt er, vegna þess að handtökumálið var til meðferðar." Um ávísanamálið. scm sak- sóknari hefur krafizt máls- höfðunar í, sagði .Jón að hann teldi brotið „minniháttar, nánast afsakanlegt kærule.vsisbrot." Hann kvað hundruð manna seka um hliðstæð brot á hverju ári en þó væri einsdæmi að höfða opinbert mál á hendur manni fyrir svona brot — niönnum væri undantekningalaust boðin dóms- sátt við fyrsta brot. ,,Ég skal ekki segja hvort niðurstaða hinna mál- anna hefur haft áhrif á útgáfu ákærunnar í tékkamálinu," sagði Jón E. Ragnarsson. ,.Það kann að vera heimilt en ekki þvkir mér þetta réttlát eða stór- mannleg niðurstaða. Það má þvi segja að þetta er allt og sumt sem Haukur hafði upp úr því aðtaka starf sitt alvarlega." OV Cisu JÓNSSON GlSLI JÓNSSON: KONUR OG KOSNINGAR Sagan um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti. SMALAVÍSUR Síðustu Ijóð ÞORSTEINS VALDI- MARSSONAR sem lést í sumar. Bókin eykur enn orðstír þessa sérstæða og listræna skálds er samræmdi ógleymanlega frum- leik og hagleik í kvæðum sínum. POULVAD: HIN LÍTILÞÆGU Úlfur Hjörvar þýddi. Skáldsaga eftir einn af snjöllustu nútímahöfundum Dana. Hún lýsir ungu en rótslitnu fólki í Kaup- mannahöfn, sálarlífi þess, ein- semd og örlögum. LJÓÐ DAVÍÐS STEFÁNSSONAR FRÁ FAGRASKÓGI, úrval Ólafur Briem menntaskólakennari hefur búið til þrentunar. ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR: UNGVERJALAND OG RÚMENÍA Nýtt bindi í bókaflokknum Lönd og lýði, en í honum eru nú komin út 21 rit. Dr. VALDIMAR J. EYLANDS: ÍSLENSK KRISTNI IVESTURHEIMI Bók um trúarlíf og trúardeilur Vestur-fslendinga með formála eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS Dr. HALLGRÍMUR HELGASON: TÓNMENNTIR A—K Fyrra bindi Tónmennta. EINAR LAXNESS: ÍSLANDSSAGA L-Ö Síðara bindi íslandssögunnar. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.