Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 BIAÐIÐ VzSjáháð dagblað Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón [ Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofánsdóttir, Gissui Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11- Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Áikrift 1500 kr. á mánuði innanlands/ í lausasölu 80 kr eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19 Réttiendinnertil Óskhyggja ótal embættismanna ræður niðurstöðum fjárlaga hér á landi eins og raunar í sumum öðr- um löndum. Embættismönnum er í upphafi falið að setja fram tillög- ur um f járþörf embættanna. Af ótta við niðurskurð fjármálaráðuneytisins áætla þeir fjárþörfina ríflega. Síðan sker ráðu- neytið þessar áætlanir niður í það, sem emb- ættismennirnir töldu sig raunverulega þurfa. Fjármálaráðherra leggur síðan fram fjár- lagafrumvarp, sem fylgir verðbólgunni, þegar bezt tekst til. Ef fjármálaráðherrann er Matt- hías Mathiesen, hækkar frumvarpið meira en verðbólgan. Síðan taka við strengbrúður þrýstihópanna, alþingismennirnir. Þeir bæta við brú hér, skóla þar, útflutningsuppbótum hér, niðurgreiðslum þar, þingflokkastyrkjum hér og flokksblaða- styrkjum þar. Niðurstaðan verður oft sú, að hækka verður skatta eða finna upp nýja til að hindra halla- rekstur ríkissjóðs. Útgöngudyr skattahækkana eru hinar einu, sem íslenzkir stjórnmálamenn koma auga á. í sumum löndum hafa stjórnmálamenn hins vegar lært af stjórnendum einkafyrirtækja, sem verða að haga útgjöldum eftir tekjum, svo að fyrirtækin verði ekki gjaldþrota. Stjórnendur einkafyrirtækja geta ekki skatt- lagt viðskiptavini sína, þótt tekjur fyrirtækj- anna nægi ekki fyrir kostnaði af öllum þeim framkvæmdum og rekstri, sem þeir gætu óskað sér að hafa með höndum. Við slíkar aðstæður hefst gerð fjárlaga með því, að áætlaðar eru tekjur ríkisins á næsta ári að óbreyttri skattheimtu. Síðan er gert ráð fyrir minnkun skattheimtu, t.d. um 5%. Niðurstöðutalan sýnir, hve há útgjöld ríkis- ins á næsta ári megi vera. Henni er síðan skipt niður á einstaka málaflokka og í framhaldi af, því á einstök embætti. Hver embættismaður stendur þá andspænis þeirri staðreynd, að hann hefur ákveðna fjár- upphæð til ráðstöfunar, nokkru lægri en honum líkar. En á móti fær hann svigrúm til að ákveða sjálfur, hvernig þessi upphæð nýtist sem bezt. Auðvitað kemur svo í ljós, að peningarnir endast. Embættismaðurinn þarf aðeins að sýna meiri útsjónarsemi en ella. Hann fær svo þar á ofan á tilfinninguna, að hann sé með verðmæti milli handa en ekki skít. Gerum svo í raunsæi okkar ráð fyrir, að þrýstihóparnir heimti meira af strengbrúðum sínum á alþingi. Þá er unnt að grípa til 5%, sem lögð voru til hliðar í upphafi og nota þau í gæluverkefni og gælustyrki. Fyrir þetta geta þingmenn reist sínar Borgarfjarðarbrýr og keypt sín Víðishús, án þess að nýjar byrðar séu lagðar á skattgreið- endur. Aðeins þarf að gæta þess, að heimskan og siðleysið fari ekki fram úr 5%. Kjarni þessa máls er, að fjárlög á að byggja á gildandi tekjustofnun ríkisins en ekki á ósk- hyggju embættismanna. Á þetta eru þingmenn minntir núna, þegar þeir eru að samþykkja allt of há fjárlög með margvíslegum útgjöldum, sem kjósendur kæra sig ekki um. Pakistan: Hershöfðinginn lét í minni pokann fyrir blaðamönnum — málgagn Bhuttos „Mussawat” kemur áf ram útf þrátt fyrir tilraun valdamanna til að loka ritstjórnarskrifstof unni Stuðningsmenn Ali Bhuttos fyrrverandi forsætisráðhera Pakisan eiga erfitt uppdráttar. Zia Ul-Haq hershöfðingi, og æðsti ráðamaður landsins hefur reynt að hefta starfsemi flokks Bhuttos undanfarna mánuði. Zia hefur nú enn einu sinni frestað kosningum og nú hefur hann ákveðið að þær fari fram í marz á næsta ári. Bhutto sem var steypt af stóli í júlí síðast- liðnum hefur verið ákræður fyrir að vera viðriðinn morð á manni sem var á öndverðum meiði við hann í stjórnmálum. Mál hans er nú í rannsókn og ef til vill felur dómur í máli hans rétt áður en boðaðar kosningar fara fram í marz. Bhutto fái samúð manna í Pakistan. Ef svo færi myndi hann fá fleiri atkvæði en ella í kosningunum, sem Zia hefur sagt að fram færu í marz. EIGINKONAN STJÓRNAR KOSNINGABARÁTTUNNI Stuðningsmenn Bhuttos hafa haldið uppi skeleggri kosninga- baráttu þann tíma sem Bhutto hefur setið í fangelsi. Kona hans hefur haldið ræður víðs vegar um landið og tekizt að krækja í fjöldamörg atkvæði. Talið er að fylgi Þjóðarflokks Ali Bhuttos hafi aukizt mikið BLAÐAMENN FÓRU í HUNGURVERKFALL Zia ætlaði að koma fyrir katt- arnef málgagni Bhuttos, Mussa- wat, sem er gefið út í 75 þúsund eintökum. Hann tók það ráð að reka allan þann mannskap sem hafði starfað hjá blaðinu. Blaðamenn tóku þá á það ráð að fara í hungurverkfall. Ellefu blaðamenn fóru í hungurverk- fallið, en smátt og smátt bætt- ust fleiri við og var svo loks komið að 31 blaðamaður tók þátt í mótmælum kollega sinna á Mussawat. Lögreglan í Karachi brauzt inn á skrifstofur blaðsins að skipun Zias hershöfðingja og handtók blaðamennina. Mennirnir voru hafðir í haldi í nokkra daga en síðar ákvað Zia að láta þá alla lausa og leyfa nú útkomu blaðsins á ný. Ástæðan fyrir því er talin sú að hershöfðinginn er hræddur um að fyrrverandi forsætisráðherrann, Bhutto, fái mikla samúð manna. Hann situr nú í fangelsi meðan rannsókn máls hans fer fram. Það var aldrei meiningin að svo mikið fjaðrafok yrði í kring- um málgagn Bhuttos, Mussawat- En með hungurverkfallinu tókst blaðamönnum að gera þetta mál mjög áberandi. Það var því ekki annað að gera fyrir Zia en að ganga að kröfum blaðamannanna vegna þess að hann vill ekki stuðla að því að síðustu mánuði. Talið er að um tvær og hálf milljónir manna hafi bætzt í flokk stuðnings- manna Bhuttos. Með því að fresta kosningum er talið að Zia vinni óbeint fyrir Bhutto. Hann er gerður að nokkurs konar píslarvotti og fær samúð margra, sem annars hefðu ekki kosið hann. Einnig mun fölkið vera orðið lang- eygt eftir kosningum, sem Zia lofaði fyrir Iöngu, en hefur ekki staðið og frestar þeim á síðustu stundu. Þegar Zia hershöfðingi tók völdin í Pakistan setti hann nýja refsilöggjöf. Hún er byggð á kóraninum. Húðstrýkingar hafa aftur' verið teknar upp og eins er það heimilt að höggva Zia hershöfðingi þurfti að gefast upp fyrir blaðamönnum á Mussawat, sem er málgagn Bhuttos fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins. hendi af þjófum sem hafa oft gerzt brotlegir. Því ákvæði hefur að vísu ekki verið beitt, en húðstrýkingum er beitt ósparlega. Það er ekki tekið neinum vettlingatökum á svipunni því að nokkrir hafa látizt eftir húðstrýkingu. Þessi refsiákvæði sem Zia tók upp hafa mælzt mjög illa fyrir og er það m.a. talið valda því að flokkur Bhuttos dregur til sín stuðningsmenn. BREYTT STEFNA ZIA? Sú stefna sem Zia hers- höfðingi tók upp í máli blaðá- mannanna kom öllum á óvart. Það gæti verið að hann ætli að taka upp nýja stefnu sem á að stuðla að því að minnka samúð manna með Bhutto. Hers- höfðinginn lét undan kröfum blaðamannanna sem tóku fram fyrir hendurnar á honum og fengu sítt fram. Málgagn Bhuttos kemur enn sterkara út úr þessu stríði við yfirvöld landsins en þau telja æskilegt. -KP. Ali Bhutto (t.v.j situr i fangelsi meðan á rannsókn máis hans stendur en hann er sakaður um að eiga aðild að morði pólitísks andstæðings síns. ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.