Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 28
Höfum alltaf fengið veru- legt gjald af hemum —segír Magnús Kjartansson sem vill fá svör ráðherra um viðskipti íslendinga við varnarliðið í gær var lögð fram fyrir- spurn á Alþingi um nánast alla þjónustu íslenzkra fyrirtækja við varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. „Ástæðan fyrir þvi að ég legg fram þessa fyrirspurm er að undan farið hefur farið.fram mikil umræða um hina svoköll- uðu aronsku eða gjaldtöku Is- lendinga af hernum,'1 sagði Magnús Kjartansson alþingis- maður. Fyrirspurnin, sem er í 14 liðum og hver þeirra marg- þættur, fjallar um Islenzka aðalverktaka sf., Sameinaða verktaka hf., Regin hf. og fleiri aðila. Spurt er um fram- kvæmdir, fjármál, starfs- mannahald og fleira. „Ég tel að með því að fá spurningum um þetta mál svarað, verði ljóst, að gjaldtaka tslendinga hafi verið æðimikil alveg frá byrjun hernámsins," sagði Magnús Kjartansson. ,,Sá hagnaður hefur síðan runnið til ýmissa forréttindaað- ila í þjóðfélaginu. I því sam- bandi má minna á, að upp hefur komizt um stórfelld gjaídeyris- svik tengd Keflavíkurflugvelli. Er þar að minnast Olíu- málsins svokallaða, sem að mínu mati er einhver skugga- legasti þáttur í sögu samvinnu- hreyfingarinnar á Islandi," sagði þingmaðurinn. Magnús Kjartansson sagðist óttast að þessari fyrirspurn yrði ekki svarað. - ÓG i. 1977 (99. löggjafarþing) — 123. mál. Sþ. 151. Fyrirspurn til utanríkisráðherra um framkvæmdir og þjónusju íslendinga í þágu bandaríska hersins á íslandi. Frá Magnúsi Kjártanssyni. Hverjir eru hluthafar í Si.meinuÖum verktökum hf. og hversu há er hlutá- l'járeign hvers hiulhafa um sig? Hvcrjir eru í stjórn hlutafélagsins og hverjir eru starfsmcnn þess? Hverjar voru tekjur sljórnarmanna og starfsmanna hvers um sig fyrir þessi störl' árin 1975 og 1976? Hverjir eru hluthafar i Kegin hf. og hversu há er hlutafjáreign hvers hluthafa um sig? Hverjir eru i stjórn hiutafélagsins og hverjir eru starfsmenn þess? Hverjar voru tekjur stjórnarmanna og starfsmanna hvers um sig fyrir þessi störf árin 1975 og 1976? Hvcrjir eru í stjórn íslenskra aðalverktaka sf. og hverjir eru starfsmenn fyrir- tækisins. Hvaða reglur gilda um val i stjórn fyrirtækisins. Hverjar voru tekjur einstakra stjórnarmanna og yfirmanna árin 1975 og 1976? Eru fleiri aðilar að íslenskum aðalverktökum en Sameinaðir verktakar hf., Reginn hf. og islenska ríkið; ef.svo er, þá hverjir? Hversu stórt er hús íslenskra aðalverktaka á Ártúnshöfða og hvert er fast- cignamat þess? í hvaða tilgangi héfur þetta hús verið byggt? Hverjir fara með hlut ríkisins i íslenskum uðalverktökum sf.? Hverjar voru tekjur þeirra hvers um sig fyrir þessi störf árin 1975 og 1976? Hverjar voru hluthafatekjur islenska rikisins 1975 og 1976? í hverju er hlutverk rikisins fólgið? Eru Sameinaðir verktakar hf. og Reginn hf. lokuð hlutafélög? Ef svo er, hversu lengi hefur það ástand huldist og hvers vegna? Hvaða hlutafélög og einstakiingar hafa gegnt störfum fyrir bandaríska herinn árin 1975 og 1976? Hverjar hafa verið tekjur hvers aðila af þeim störfum? Hvernig er háttað vali þeirra einstaklinga og hlutafélaga sem fá að vinna verkefni i þágu bandaríska hersins? Hversu miklar tekjur hafði Olíufélagið hl'. af viðskiptum sínum við bandaríska herinn árin 1975 og 1976? Flutti bandariski herinn inn olíuvörur á þessum árum og ef svo er, þá hvernig? Hvernig er háttað stjórn birgðastöðvarinnar i Hvalfirði? Hversu mikil voru verslunarviðskipti bandariska hersins við íslenska aðila árin 1975 og 1976? Hvaða islenskir aðilar önnuðust þaú viðskipti og hverjar voru tekjur þeirra hvers um sig þessi ár? Hvernig er háttað starfsemi skrifstofu þeirrar scm Islenskir aðalverktakar starfrækja i Ncw York? Hverjir starfa á þeirri skrifstofu og hverjar voru tekjur þeirra hvcrs um sig árin 1975 og 1976 að meðtöldum fríðindum? Hver hefur. verið arður af skrifstofunni árin 1975 og 1976 og hvernig hefur honum verið ráðstafað? Greiðir bandaríski herinn fyrir framkvæmdir, þjónustu og viðskipti í dollurum? Ef svo er, hvernig er háltað eftirliti með þvi að gjaldeyri sé skilað samkvæmt íslenskum lögum, en ekki stolið undan eins og áður hefur sannast fyrir dóm- stólum? Hvaða íslendingar önnuðust framkvæindir, þjónustu og viðskipti við stöð banda- ríska hersins í Homafirði og hverjar voru tekjur þeirra hvers um sig árin 1975 og 1976? Hvernig er háttað samningum islenska rikisins og bandaríska hersins um starf- seini lóranstöðvarinnar á Snæfellsnesi? Hverjir eiga sæti i Sölunefnd varnarliðseigna og hverjir eru stjórnendur fyrir- tækisins? Hvernig er viðskiptum fyrirtækisins háttað að því er varðar kaup og sölu á varningi? Hverjar voru tekjur stjórnenda fyrirtækisins 1975 og 1976? Hvernig er háltað skiluin fvrirtækisins á tekjum sinum? óskað er eftir skrifíegu svari. 12. „Bamm, þú ert dauður!" Strák- arnir á myndinni eru í einhvers konar Indíánaleik á barnaheimil inu sínu í Steinahlíð. Ánnars gengur lífið í barnaheimilunum út á allt annað þessa dagana. Þar er rætt um jólin af miklu kappi svo ekki sé minnzt á allt jólaföndrið og jólasöngvana sem þar eru kyrjaðir. Það er ekki örgrannt um að nokkur spenn- ingur sé farinn að gera vart við sig hjá ungu borgurunum, enda rétt rúm vika þar til hátíðin gengur í garð. — DB-mynd Hörður. irjúlst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 15. DES 1977. Óvenjuleg ráð- stöfun embættis: Vatnsveitu- st jóri verður orkumála- stjóri Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra hefur sett Þórodd Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóra Reykjavíkur, í embætti orkumála- stjóra meðan Jakob Björnsson orkumálastjóri verður erlendis í rúmlega tveggja mánaða leyfi. Þessi ráðstöfun er mjög óvenju- leg, ef ekki einsdæmi, að maður sé sóttur utan stofnunar til að taka við slíku embætti I fjarveru embættismanns. Venjulega tekur sá við sem næst gengur innan stofnunarinnar. I þessu tilviki mundi það hafa verið Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðingur, yfirmaður stærstu deildar orku- stofnunar.____________- HH Mikið plat- stefnumót á Hverf isgötu I gærmorgun tilkynnti starfs fólk Landsbankans að Laugavegi 7 að eldglampar sæjust í rishæð hússins að Hverfisgötu 18 sem er gamalt hús gegnt Þjóðleikhúsinu. Búizt var til átaka við mikinn eld og á staðinn sendir tiltækir lög- reglubílar, þrír sjúkrabílar og mörgum lögreglubílum stefnt að húsinu. Þegar af stefnumóti þessa liðs varð á Hverfisgötunni kom i ljós að glamparnir sem bankafólkið hafði séð voru af allt öðrum or- sökum en eldi, og enn óskýrðum. Þetta útkall setti nokkurn svip á annars tíðindalítið bæjarlif.ASt. Bensínlítrinn í 105 krónur um áramót Hækkun á bensíni er í tekju- öflunartillögum rikisstjórnarinn- ar. Er gert ráð fyrir þvl, að bensínlítrinn hækki um 17 krónur hinn 1. janúar næstkom- andi. Er þá verð bensínlitrans komið upp í 105 krónur. I fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram hinn 10. október var raunar þegar gert ráð fyrir þess- ari tekjuöflunarleið. Samkvæmt lögum er nú heimild til að hækka bensínverð til samræmis við hækkun á byggingarvísitölu. Nú er látið að því liggja að hækkunin 1. janúar verði látin gilda i 6 mánuði, þrátt fyrir það að bygg- ingarvísitalan er reiknuð út hinn 1. apríl. -BS Akureyri: Þnrmenn tepptir íSandbúðum Þrir menn frá Akureyri, bræð- urnir Vilhelm og Skúli Agústs- synir hjá Bílaleigu Akureyrar og Kristján Grant bifreiðarstjóri hafa verið veðurtepptir í Sand- búðum frá því á þriðjudagskvöld. Mennirnir fóru til Sandbúða á vélsleðum og ætluðu að koma aftur að kvöldi sama dags. Er þeir komu ekki fram á tilsettum tíma var haft samband við Sandbúðir og kom þá í ljós að þeir höfðu látið fyrirberast þar, enda veður ekki álitlegt til vélsleðaferða. Samkvæmt upplýsingum Gufu- nessradíós áætluðu þeir félagar að reyna að komast til byggða í dag, en veður hefur nú skánað til muna á þessum slóðum. HP Reikningar lagðirá borðið: Próf kjörið kostaði Benedikt 423 þúsund Benedikt Gröhdal alþingis- maður hefur lagt fram reikninga vegna prófkjörs Alþýðuflokksins f Reykjavík og voru tekjur og gjöld stuðningsmanna hans eins og hér segir: Gjöld: Húsnæði .............kr. 38.000 Prentun..............kr. 283.400 Símakostnaður ......kr. 76.577 Ritföng.............kr. 5.740 Kaffi og gosdr......kr. 20.100 kr. 423.817 Tekjur: Framlög á kjörd.....kr. 86.500 Auglýsingai ...... kr. 260.000 Eigiðfé.............kr. 77.317 kr. 423.817 Gefið var út 8 síðna blað í all- stóru upplagi og skýrir það háan prentkostnað og auglýsingatekj- ur. Ekki er hægt að reikna ýmsan kostnað og ótalmörg framlög áhugamanna, símanotkun, bif- reiðakostnað o.fl. - JH Benedikt Gröndal fagnar sigrin- um, sem kostaði hann 423 þúsund krónur. — DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.