Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. Það er hreint ekkert sárt að gefa blóð! Gefið ykkur f ram því nú vantar blóð í bankann „Svei mér þá, ég trúi þessu ekki,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir hjúkrunarkona þegar hún rannsakaði blóðið í blm. DB sem kominn var í Blóð- bankann til þess að gefa blóð. Blm. brá svolítið, hélt að hann væri e.t.v. dauðans matur eða eitthvað í þá áttina. Svo var kreist meira úr litla fingri — rannsakað aftur en þá kom í ljós að blm. hafði svo háa blóð- prósentu að með ólíkindum var. Sigurbjörg ætlaði ekki að trúa nýju tölvumaskínunni, sem tekin var í gagnið rétt fyrir jólin og mælir blóðið mjög ná- kvæmlega. Eftir að hafa drukkið smá- vegis ávaxtasafa lagðist blm því á bekkinn og úr honum voru teknir 4 dl. af blóði. Hafi blm. einhverntíma haldið að þetta væri sárt eða óþægilegt á ein- hvern hátt, — þá er það úr sögunni. Það finnst hreinlega ekki fyrir því þegar nálinni er stungið inn. Það er ekki einu sinni torkennileg lykt á staðn- um! Svo var boðið upp á meiri ávaxtasafa og siðan kaffi og með því. Það var heilmikil ös á meðan Dagblaðsmenn stóðu við, mættir voru starfsmenn úr prentsmiðjunni Hólum og ísa- fold ásamt fleirum. „Það hafa bæði verið slys, — Það verður að skoða allt blóð í krók og kring áður en það er látið í blóðþegann. Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. Karlmenn eru i mikljm meirihluta blóðgjafa því þeir eru yfirleitt blóðríkari en konur. Þessi kveinkaði sér ekki hið niiftnsta. sjúkrahúsin hafa líka þurft á miklu blóði að halda, og svo færri blóðgjafar komið vegna hátíðanna," sagði Sigurbjörg. Hún sagði einnig að starfs- hópar brygðust mjög vel við þegar hringt er og kallað eftir blóði. Má geta þess að allir á ritstjórn DB höfðu það nýlega gefið blóð að þeir gátu ekki l arið í gær, — nema undirrit- aður og ljósmyndarinn. — En karlmennirnir eru í miklum meirihluta blóðgjafanna vegna þess að konur eru oft það blóð- litlar aó þær eru ekki hæfar sem blóðgjafar. Kannski konur séu bara hreint ekkert blóð- litlar og geti vel gefið blóð eins og hvaða karlmaður sem er! Árlega koma um 8 þúsund einingar (úr hverjum einstakl- ing kemur ein eining) af blóði í bankann, traffíkin er misjöfn. Það koma allt frá tíu upp í hundrað blóðgjafar á dag. Það eru um tuttugu og fimm manns sem vinna í Blóðbankanum og skiptist í skrifstofu og skrán- ingu, blóðtökudeild og rann- sóknardeild. Blóðið er geymt við +4° í kæliskáp og er geymsluþol þess tuttugu og einn dagur. Þá er einnig hægt að geyma blóð sem hefur verið skilið í frysti í ein tvö ár. - A.Bj. Líf, nýtt tízkublað: „EKKIEINGONGU ÆTLAÐ KONUM, LANGT í FRÁ” SEGIR RITSTJÓRINN Frjálst f ramtak hf. sendir f rá sér enn eitt sérritið „Blaðið er ekki eingöngu ætlað konum, langt í frá,“ sagði Hildur Einarsdóttir, ritstjóri tizku- blaðsins LÍF, sem nú hefur hafið göngu sfna og kynnt var á blaða- mannafundi í gær. „Blaðið hlaut undirtitilinn „tízkublað" í stað „kvennablað", enda fellur svo margt undir orðið ,,tízka“, sem bæði kynin hafa áhuga á. Það er ætlun okkar, að blaðið verði samkeppnisfært við erlend blöð af svipuðu tagi og standi þeim ekki að baki hvað efni, útlit og verð snertir. Fyrsta tölublaðið er gefið út í tíu þúsund eintökum, en verðið, kr. 495, er miðað við að upplag blaðsins verði jafnan stórt.“ Það kom einnig fram á blaða- mannafundinum, að ástæðan fyrir því, að ráðizt er í útgáfu blaðs, sem ætlað er konum að meirihluta, er einkum sú, að ennþá eru kjör og áhugasvið kynj- anna á ýmsan hátt frábrugðin. Blaðinu er ætlað að ýta undir þá jafnréttisþróun, sem nú á sér stað, því að öðru visi getur það ekki orðið heilsteypt og gott, eins og forráðamenn útgáfunnar komust að orði. Greinilegt er, að vandað hefur verið til útlits Lífs eins og frekast er unnt með góðum ljósmyndum, hönnun og vandaðri prentun. Hefur hún tekizt prýðilega, og á það sérstaklega við litljósmynd- Afengi og tóbak hækkar um 20% Algengustu tegundir af síga- rettum hækkuðu úr kr. 325 í kr. 390 í gær. íslenzkt brennivín hækkaði úr kr. 3.500 í kr. 4.200. Þetta er í samræmi við 20% hækkun á öllu tóbaki og áfengi, sem ákveðin var af fjármála- ráðuneytinu í fyrradag. Til- gangurinn með hækkuninni er sá að afla ríkissjóði tekna. Rósavín hækkar úr kr. 1.000 i kr. 1.200, Dry Sack sherry úr kr. 1.800 í kr. 2.150, 1.5 I af Ruffino rauðvíni hækkar úr kr. 1.800 í kr. 2.200. Algengustu tegundir af skozku viskíi hækka um kr. 1.000 flaskan. Pólskt vodka hækkar úr kr. 4.600 í kr. 5.500. Smirnoff- vodka hækkar úr kr. 4.800 í kr. 5.500. Tinda-vodka hækkar úr 4.100 í kr. 4.900. Rússneskt vodka hækkar um kr. 1.000 flaskan. - BS Hildur Einarsdóttir, ritstjóri nýja tízkublaðsins ásamt Halldóru Björk Jónsdóttur, auglýsingastjóra blaðsins. — DB-mynd Bjarnleifur. irnar í blaðinu, en þær hafa jafn- an verið höfuðverkur í íslenzkri blaða- og bókaútgáfu. - HP Ármann Snævarr kjörinn forseti Hæstaréttar Dr. Armann Snævarr hæstaréttardómari hefur verið kjörinn forseti Hæsta- réttar frá 1. janúar 1978 að telja til ársloka 1979. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttar- dómari var kjörinn varafor- seti til sama tíma. Gleðilegjól og mikil kirkjusókn á Eskifirði Eskfirðingar áttu gleðileg jól. Mikil veðurblíða var og auð jörð. Kl. 10 á aðfangadagskvöld gerði smá föl yfir allt og jók það mikið á jólagleðina. Hinn ungi prestur, séra Davíð Baldursson, messaði hér á að- fangadagskvöld. Var kirkjan yfir- full út úr dyrum og urðu þar af leiðandi margir að standa. Skírðir voru tveir drengir, tvlburar. Einnig var messað á Eskifirði aftur á annan í jólum. Þá var kirkjan einnig yfirfull. Þá söng Eskjukórinn tvö lög og stóð söng- kórinn fyrir framan kórinn í kirkjunni. Stjórnandi er Violetta Pavel. Má geta þess að oftast nær er mikil kirkjusókn er séra Davíð messar. Regina Thor./abj. Vaskleg framganga slökkviliðs- manna Þau mistök urðu i einum myndatexta í frásögn DB af björgun mannsins úr strompinum, að þess var ógetið að þar væru menn úr Slökkviliði Reykjavikur að störfum með lögreglu. Eins og fram kemur í greininni unnu slökkviliðsmenn ásamt lögreglumönnum og starfs- mönnum frá borginni að björgun mannsins. Voru þrír slökkviliðsmenn við björgunarstörfin lengst af og tveir bílar voru til taks frá Slökkviliðinu ef á þyrfti að halda. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.