Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.12.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1977. 9 N Allt þetta tal um Ijós Vinur minn einn er kvæntur konu sem er svo hreinlát að í hvert skipti sem hann fer fram á bað til að þvo sér biður hún hann að gera nú ekki sápuna skítuga. Við þurfum að þvo smánarblettinn af þjóðfélaginu. Skrepptu út í búð, góði, og kauptu alla sápu sem tii er í heiminum. Nú stendur yfir aðal hreinlætistíminn. Dagfarsprúðar eiginkonur umhverfast algjörlega og skipa eiginmönnum sfnum að príla upp á borð og stóla, vopnaða fötum og tuskum, til að gera loftin f fbúðinni hrein. Og jafnvel þótt þeir séu svo loft- hræddir, að þeir óttast meira að segja Þingeyinga, eru engin grið gefin. Upp skulu þeir, hvað sem tautar og raular. Sfðan er manninum f háloftunum stjórnað af konunni á jörðu niðri og skortir þar venjulega ekkert á skipan- irnar. — Aðeins lengra til vinstri. — Ætlarðu að skilja eftir þennan stóra blett þarna beint fyrir framan nefið á þér. — Slfkar eða álíka athugasemdir hljóma nú á öðru hverju heimili um allt land. En það er ekki nóg með þetta. Það þarf líka að þurrka ryk af húsgögnunum. Það gerir konan venjulega sjálf, þvf að það er ekki á allra færi að meðhöndla kristalinn og postulfnið sem safnast hefur, ef til vill í fjörutfu ára búskap. Einn kunningi minn sagði mér um daginn að hann hefði verið hamingju- samlega kvæntur f tólf ár. Finnst þér það ekki bara gott, af fimmtán að vera, bætti hann síðan við. En það er fleira sem fylgir jólunum. Það sem mér finnst hvað leiðinlegast er búðarápið. Eg hef svo sem ekkert við það að athuga að rápa sjálfur. Hins vegar finnst mér algjör óþarfi af öllum hinum að vera að þessu. T.d. var ég orðinn talsvert svekktur á Þorláksmessu um síðustu jól, en þá taldist mér svo til að á mig hefðu gengið f bókstaflegum skiln- ingi þrjátíuþúsund manns. Og ég þekkti ekki nema tvo þeirra. Meiri hluti þessa fólks virtist ekkert hafa þarna að gera og datt mér á tímabili f hug að það hefði farið í bæinn í þeim tilgangi einum, að ganga á mig. Það er elskað og unnað um áramótin. Vín á svo vel við vinahótin. Það er drukkið og dansað daðrað og etið. Vín á svo vel við vaiið ketið. Það er hlustað á hljóðvarp, hlýtt á presta.' Vín á svo vel við viðburðinn mesta. En enginn vill enda í aiisherjar slarki. Vín á svo vel við að vissu marki. Og við munum það heilræði er maður skálar. Mungát skal höfð í nærveru sáiar. I nútíma þjóðfélagi er það eitt af mestu vandamálum fólks, hvað það á að gefa vinum og vandamönnum f jólagjöf. Það er ekki hægt að gefa undanrennu. Hún er of dýr. Menn geta auðvitað gefið tengdamæðrum sfnum flugfar til Rúss- lands, aðra leiðina, og svo er líka tilvalið að gefa fólki afsláttarkort hjá KRON. Ég þekki mann sem hefur fengið skyrtu og bindi á jólum undanfarin þrjátfu ár, nema í fyrra. Þá fékk hann tvær skyrtur. Gefðu mér allt sem þú átt, elskan mín, þegar í nótt. Hérlendis birtir nú brátt. I birtunni flest verður ljótt. Flýttu þér, fölnar nú tungl, fjallinu nær það í öxl. Ef þið haldið að ég ætii að botna þetta eruð þið eitthvað skrítin. Það sem mér líkar einna verst við jól og áramót eru allar ljósaperurnar sem fólk hengir á líklega sem ólfklega staði á húsum sfnum. Jólin eru hátfð ljóssins, segir fólk. Og svo fer það 1 bæinn og kaupir fjórtán ljósaperur á snúru og hengir á svalirnar hjá sér. I sumum fjölbýlishúsum er fólk meira að segja samtaka hvað þetta snertir, þótt það geti rifist tímunum saman um það hver eigi að nota þvottahúsið tiltekinn dag. Af þessum sökum eru flestar blokkir fagur- lega skreyttar og samræmi i litavalinu. En það versta við þessar perur er það, að þær lýsa ekki neitt. Nú vil ég ieggja til við alla blokkar- og húseigendur Islands, að þeir kaupi fjórtán ljósaperur per. mann fyrir næstu jól og hafi þær glærar. Þá koma þær til með að lýsa upp umhverfið. Og hver vill ekki eiga þátt f þvf að nágranninn sé sæmilega upplýst- Eg fór einn dag að ieita að ijósi heimsins. Oss löngum finnst þar vera rafmagnslaust. Eg fann það ekki, fór i i næstu verslun, flæktist búð úr búð, og svo kom haust. Er laufin bæði fuku og féllu af trjánum f jálglega um það taiað var, að eflaust gætu okkar bestu synir á Alþingi oss gefið svar. Uppi við kröflu, uppi við kröflu. Fyrir kröfluvirkjun eigum við skilið hrós. Við ýtum á takka, ýtum á takka og samstundis tendrast þar áiheimsljós (eða var það kannski járnbiendiljós). Láttu ganga Ijóðaskrá Allt þetta tal um ljós minnir mig á það, að ég ferðaðist með strætisvagni um daginn. Heyrði ég þar á tal tveggja manna Gunnars og Geirs. Kannastu við söguna af Bakkabræðrum, spurði Gunnar. Já, já, svaraði Geir. Þú manst þá eftir þvf, þegar þeir byggðu húsið gluggalausa og fóru að reyna að bera sólskinið inn I það f húfunum sfnum. Já, já, svaraði Geir. Hvernig stendur á þvi að þeim tókst þetta ekki? spurði Gunnar. Það er nú alveg augljóst, sagði Geir. Það hefur verið gat á húfunum. Eg vil vona að það verði ekkert gat á höfuðfötum Islendinga um þessi jól og að þeim takist öllum að bera birtu og yl inn á hvert heimili f landinu, ef ekki f höfuðfötum sínum, þá á einhvern annan hátt. Jólin nálgast. Jóiin gleðja. Jólin gera fólk ánægt f skapi. Kaupmenn selja. Kaupmenn gleðjast. Kaupmenn græða þótt aðrir tapi. Fólkið kaupir. Fólkið eyðir. Fólkið þarf því mikið að vinna. Börnin hlæja. Börnin gieðjast. Börnin hlakka til gjafanna sinna. Löggan stjórnar. Löggan sektar. Löggan hugsar um velferð þfna. Prestar messa. Prestar gleðjast. Prestar fylla kirkjuna sína. Að lokum óska ég öllum lands- mönnum árs og friðar. Ben.Ax. Brúkaðu sparlega brjóstvitið þitt Vfsur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson Eiríkur Hallsson var prestur að Höfða við Eyjafjörð á sautjándu öld, dáinn 1688. Hann var talinn gott skáld á sinni tíð. Eftir hann er sálmurinn Til himins upp ég augum lít, sem lengi hefur verið f sálmabók þjóðkirkjunnar. Eftirfarandi frásögn, hér endursögð, er f Nýju kirkju- blaði 1909. Páll Melsteð er heimildar- maður. Lögfræðingarnir Magnús Stephensen, þá orðinn gamall, Isleifur Einarsson á Brekku, Álftanesi og Bjarni skáld Thorarensen voru gestir hjá Geir Vídalín biskupi og bar margt á góma. Magnús sagði að hann gæti vel hugsað sér að lifa upp alla sfna ævi. Ekki leist þeim Isleifi og Bjarna á það. Geir sagði: Ekki hefði séra Eiríkur Hallsson verið á yðar máli, Magnús, og þótti hann maður með mönnum á sinni tíð. Honum varð fótaskortur, er hann var að fara á bak hesti sfnum og kastaði þá fram þessari stöku: Finn eg að tekur förlast kraftur, fjör og orku lina. Þó vil ég ekki yngjast aftur fyrir aila veröldina. Páll Vatnsdal hét vfsnasmiður, sem lengi var búsettur á Akureyri. Fyrir 30—40 árum stjórnaði ég riti og þá barst mér i hendur bréf frá kunningja hans með nokkrum vfsum eftir Pál. Páll gaf út vísnakver og mun það nýlega hafa verið endurprentað. Það hét Glettur. Vill nú ekki einhver fróður maður senda mér helstu æviatriði Páls, fæðingar- og dánarár o.fl.? Hér koma nokkrar vísur: Páll var nýbúinn að lesa ljóðabók, sem farandsali hafði prangað inn á hann, og vegna þess að hann þóttist ekki hafa gert góð kaup, var dómurinn kannski harðari en ella myndi verið hafa. Snilli rúin, göilum gróin, guðdómsneistinn hvergi sést. Eldurinn og öskustóin efiaust geyma hana best. Kunningi höfundar átti afmæli og fékk þessa kveðju af þvf tilefni. Heiil sé þér, Benjamín Benjamínsson, bregðist þér aldrei þfn framtíðarvon. Friður minn sé og andi með yður, ástvinaleiðajárngrindasmiður. Páll var f vinnu með mörgum mönnum á Akureyri. Einn daginn bættist nýr maður í hópinn. Hann var öðruvísi en hinir og líka í frændsemi við konu at- vinnurekandans. Um hann orti Páll þessa vísu. Mikið er þessi manngarmur munahress og ánægður. Það sannast hér, sem sagt var fyr, að sæiir eru einfaldir. Á Akureyri hefur lengi verið fjörlegt og fjölbreytilegt kirkju- og trúflokkalíf. Páll orti: Syngjandi um sálarfrið, safnandi tímans auö, bendandi á himins hliö, hugsandi um daglegt brauð. Sjálfan mig seð ég fyrst og síðan náungann. Eg trúi á Jesúm Krist — ég breyti eins og hann. Og svo gefur Páll öllum sem þiggja vilja þetta ágæta heilræði: Brúkaðu sparlega brjóstvitið þitt. Það gerir hvern góðan að geyma vel sitt. Reykjaheiði er á milli Reykjahverfis og Kelduhverfis. Á henni miðri hafði til forna verið byggt sæluhús, og sáust rústir þess fram á okkar daga. Einhverju sinni að vetrarlagi fyrir langalöngu gisti þar maður, sem Bjarni hét. Hann dreymdi að til hans kom stórvaxinn maður, kvað sá með rámri rödd þessa vfsu: Enginn bjó mér aumum skjói út á dauðans hjarni. Bjóst ég þá í kiakakjól. Komdu með mér, Bjarni. Tekið úr Huld, en þar er frásögnin fyllri. Richard Beck doktor og prófessor í Vesturheimi er fæddur 1897 og meðal annars kunnur sem rithöfundur, fræði- maður og forystumaður þjóðræknismála. Þegar hann átti 75 ára afmæli hélt hann upp á það á Islandi. Þá orti hann: Bjart við sólu blikar haf, bláa ættlands tinda gullnum ritar geislastaf glitskrúð himinlinda. Minninganna myndin sú, morgundýrðar bjarta, yfir hafið byggir brú, býr mér djúpt i hjarta. Hann segir lika. Mér f æðum óigar sær. öiduhljóð við klettaströnd næma í brjósti strengi slær, strýkur vanga mjúkri hönd. Eftir hann er lfka þessi fallega vorvfsa á hausti ævinnar. Þó að húmi himin minn, hausti um bláa voga, innst í hjarta enn ég finn elda vorsins loga. J.G.J. — S.41046

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.