Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. FEBRDAR 1978. STONDUMMD HANDKNATT- LEMSMÖNNUNUM G. G. skrifar: Ég undirritaöur er ekki sáttur við þann áróður sem nú herjar á íslenzka handknatt- leiksmenn. Islenzka landsliðið fór utan með það eitt í huga að gera sitt bezta, en öllum getur mistekizt, jafnvel stjörnuliðum eins og sannazt hefur í Laugar- dalnum, en þá voru tslendingar ánægðir með okkar menn. Það skiptast á skin og skúrir í fþróttum eins og öðru. Það er gott að hrósa mönnum og láta ánægju sína í ljós þegar vél gengur, en mikilvægara er þó að standa með sínum, þegar illa gengur. Handknattleiksunnendur, við stöndum í þakkarskuld við íslenzka handknattleiksmenn, sem aukið hafa áhuga lands- manna á þessari íþrótt. Við megum heldur ekki gleyma þvi að allir gerðu pilt- arnir í landsliðinu sitt bezta og lögðu ómældan tíma og fjár- muni i að betur færi um úrslit í Kaupmannahöfn en raun varð á. Ég tel að þarna hafi eitthvað annað brugðizt en leikmenn. Þjálfun eða skipulag hefur að einhverju leyti farið úr bönd- unum. Nú leggjumst við öll á eitt og reynum að bæta úr fyrir næstu orustu. Þá mun betur fara. Stöndum saman. G. G. 3066-5902 Mörgum landanum munu hafa þótt peningakassar danskra banka öruggari varðveizlustaður peningaeignar sinnar heldur en hinna íslenzku og þótti víst engum mikið. Bankamaður vill fá nöfn þeirra uppgefin. HVERJIR ERU EIG- ENDUR ÍSLENZKRA AÐALVERKTAKA? Jónas Jónsson skrifar: Mig langar til þess að vita svolítið meira um eigendur Islenzkra aðalverktaka sf. á Keflavíkurflugvelli. Á Alþingi fyrir jól kom fram að eigendur væru þrír. Það er að ríkið ætti 25%, Sameinaðir verktakar hf. 50% og Reginn hf . 25%. Nú langar mig til þess að fá upplýsingar um hverjir eru eigendur hlutabréfanna í Sam- einuðum verktökum, sem á 50%, og einnig hvaða fyrirtæki þetta Reginn hf. er, sem á 25%. DB ræddi við Gunnar Gunnars son framkvæmdastjóra ís lenzkra aðalverktaka sf. Sagði hann að stofnendur í Sameinuðum verktökum hefðu verið iðnmeistarar, iðnaðar- menn og aðilar að bygginga- starfsemi um allt land og væri svo enn farið með eigendur hlutabréfa í félaginu. Gunnar Gunnarsson sagði að ekki væri venja að birta nöfn eigenda i almennum hlutafélögum hér á landi. Teldi hann að sama ætti að gilda um Sameinaða verk- taka hf. Varðandi Regin hf„ sem talið' er fyrir fjórðungi eignarhluta í íslenzkum aðalverktökum, er það að segja að hlutafélagið mun alfarið í eigu Sambands islenzkra samvinnufélaga. Stjórnarformaður mun vera Erlendur Einarsson forstjóri SlS. Raddir lesenda Hringiöisim* 27022miUi kl.l3ogl5 Lýsið báðum hálf- GJALDEYRIS- NÖFNIN FRAM í DAGSUÓSK) Sá sem tók kvenveski í Glæsibæ: MÁTTEIGAPEN- INGANA EF ÞÚ SKIL- AR SKILRÍKJUNUM Annar bankamaður hringdi og vildi taka undir orð banka- manns á lesendasíðu DB á þriðjudaginn, að nauðsynlegt væri að birtur yrði listi um þá Islendinga sem uppvísir hefðu orðið að að eiga gjaldeyri I dönskum bönkum. Ekkert það væri í lögum, sem bannaði slíka birtingu nafna þeirra, sem brytu gjaldeyrislög- gjöfina, þó svo þeir hinir sömu hefðu væntanlega orðið sekir um skattalagabrot um leið. „Lög og reglur eru til að fara eftir þeim,“ sagði annar banka- maður. „Auk þess er hárrétt, eins og segir i bréfinu á þriðju- daginn, að við megum ekki láta grun falla á saklausa menn. Því ber opinberum aðilum umsvifalaust að birta nöfn þeirra, sem umræddan' gjald- eyri eiga eða eru ekki allir jafn- ir fyrir lögum?“ spyr annar bankamaður. „Nöfnin fram I dagsljósið. Úr þessu er lítið að fela enda hafa hinir „brotlegu" vinsamlega verið beðnir að flytja gjald- eyriseignir slnar heim.“ „ÚR ÞVÍ AÐ SVO ER KOMIÐ ÞÁ MÁ ÞJÓFUR- INN HIRÐA PENINGANA EN MIKIÐ VÆRI ÉG ÞAKK- LÁT EF HANN MUNDI KOMA INNIHALDI VESKIS- INS AÐ ÖDRU LEYTI TIL $KILA,“ SAGÐI ÓHEPPIN KONA Í SÍMTALI VIÐ DB. Hún varð fyrir því óláni að veski hennar var stolið þegar hún var stödd í Veitingahúsinu í Glæsibæ. Ekki var það þó þarinig, að hún skildi mikið eftir á borði sínu óg færi í burtu heldur sneri hún aðeins bakinu í það andartak og þegar hún leit þangað aftur var veskið horfið. I veskinu voru auk peninga ýmis skilríki, filmur, bréf og lyklar sem hún má illa án vera eins og auðvelt er að skilja. Biður hún því þann sem tók veskið að skila öðru en pening- unum og má sá hinn sami hafa samband við ritstjórn Dag- blaðsins í síma 27022 og láta vita hvar hann skilur hlutina eftir án nokkurra frekari eftir- mála. leikjum íútvarpi Handknattleiksunnandi hafði samband við DB og beinir því til útvarpsins að í framtíðinni verði öllum leikjum okkar Is- lendinga á erlendri grundu lýst en ekki aðeins síðari hálfleik. Sagði hann þetta alls staðar venju nema hjá okkur og taldi kostnaðaraukann ekki svo mik- inn, þegar á annað borð búið væri að senda mann utan til að fylgjast með landsliðinu. „Við skulum muna, að oft (hefur blásið byrlegar fyrir ís- lenzka landsliðinu í handbolta en í Danmörku og þá er gaman að hlusta á góða lýsingu af leikjum. Handboltaunnendur eru margir og þeir kunna sannarlega að meta góða þjón- ustu fjölmiðla, þegar hún er veitt,“ sagði handknattleiks- unnandi. N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.