Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1978. Kaupmannahöfn: Burt með sukkið úr Kristjanu — úrskurður Hæstaréttar í Danmörku—íbúar héta valdbeitingu ef við þeim vetður hreyft Dagar Kristjaniu, athvarfs eiturlyfjaneytenda og utan- garðsmanna í Kaupmannahöfn, eru nú sennilega taldir. Hæsti- réttur hefur kveðið upp þann úrskurð að þetta einangraða 800 manna ,,fríríki“ skuli rýmt nú þegar. Þeir lifnaðarhættir sem Kristjaniubúar hafa tekið upp hafa vakið mikla athygli og raunar hefur þar verið um merka þjóðfélagslega tilraun að ræða. En þrátt fyrir ákvörðun hæstaréttar sagði Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, á þingi í vikunni, aðMbúar Kristjaniu yrðu ekki fluttir á brott fyrr en málið hefði veríð rætt á nýjan leik af pólitískum aðilum. A síðasta þingi ákvað meirihluti þing- manna að þetta hverfi sem hefur hneykslað sómakæra borgara i áraraðir skyldi rýmt, en það er í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá konungshöllinni. Það hefur þó ekki komið til framkvæmda enn vegna stuðnings margra aðila við þessa þjóðfélagslegu tilraun. Nýlega hótuðu íbúar Kristja- níu að lama samgöngukerfi Kaupmannahafnar og landsins alls ef þeir yrðu neyddir til að flytja. Aætlun þeirra um að ^tálma umferð um brýr og flug- velli og að yfirtaka fjölmiðla var álitin af hernaðarsér- fræðingum geta heppnazt. Erlendar fréttir Sadat til Washington í dag: VARAR CARTER VIÐ ÓÞOLINMÆÐI ANNARRA ARABA Sadat Egyptalandsforseti kemur til Washington í dag til viðræðna við Carter Banda- ríkjaforseta. Samkvæmt heim- ildum í Cairo mun Sadat vara Carter við óþolinmæði sumra Arabaleiðtoga, eins og t.d. Hassans konungs, sem telur að Bandaríkjastjórn hafi brugðizt í stuðningi við friðarviðleitanir Egypta. í Washingtonför sinni mun Sadat reyna að fá yfirlýsingu þess efnis að búseta ísraels- manna á hernumdu svæðunum sé ólögleg, og aö fsraelsmenn fari skilyrðislaust burtu þaðan. A fundi þeirra Arabaleið- toga, sem andstæðir eru stefnu Sadats og nú er haldinn í Alsír, réðst Houari Boumedienne, for- seti Alsír, á friðarstefnu Sadats og sagði að hún ræki fleyg í fyrri samstöðu Arabaþjóðanna. Hann sagði ennfremur að Palestínumenn hefðu aldrei veitt Sadat umboð til þess að tala og semja fyrir þeirra hönd. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 — Sími 15105 9555 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9— UM HELGAR FRÁ 13—17 AUSTURBERG, 95 FM 3ja herbergja mjög góð íbúð + bílskúr. (Jtb. 8-8,5 m. HÖFUM KAUPENDUR að ýmsum íbúðastærðum á byggingarstigi. SMÁÍBÚDAHVERFI Fokhelt einbýli á 2 hæðum, 172 fm, sér 2ja herbergja íbúð á jarðhæð. Bílskúr. Fokhelt í maí. SMÁÍBÚÐAHVERFI — EINBÝLI Mjög gott hús á 2 hæðum + kjallari + hílskúr. HÖFUM KAUPANDA að góðri 3ja herbergja íbúð í vesturborginni, þarf bíl- skúr, góð útborgun. HÖFUM KAUPANDA að 3ja herbergja íbúð í neðra Breiðholti. HÖFUM KAUPANDA að 4-5 herbergja íbúð í austurborginni, helzt með bílskúr. HÖFUM KAUPANDA að 4-5 herbergja íbúð í norðurbænum í Hafnarfirði. Útb. um 10 m. HÖFUM FJÁRSTERKA KAUPENDUR AÐ einbýlis- og raðhúsum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Skoðum og verðmetum sam- dægurs. HÖFUM MJÖG FJÁR- STERKAN KAUPANDA að viðlagasjóðshúsi í Garða- bæ eða Breiðholti. Ný söluskrá ávallt fyrirliggjandi. MikiS úrval eigna. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við'Stjörnubíó) Slml 2 95 55 I SÖLUM.: Hjörtur Gunnarsson. Lárus Hclgason, Sigrún Kröyer. LÖGM.: SvanuÝ Þór Vill)jálmsson hdl.‘ V-Þýzkaland: Höfum engu öðni að tapa en lífinu — Banda vfskir hermenn í Þýzkalandi mótmæla nifteindasprengjunni . Bandarískir hermenn í V- Þýzkalandi hafa safnað um 100 undirskriftum, þar sem mótmælt er framleiðslu nifteindasprengj- unnar og hugsanlegri notkun i Vestur-Evrópu. í texta sem fylgir mótmæla- undirskriftunum og sendur verður til Bandaríkjaþings, segir m.a.: Vopn, sem drepur fólk en skemmir ekki eignir kann að vera heppilegt fyrir stóreignamenn, en við sem eftir erum höfum engu að tapa nema lífinu. Einn af þeim sém stóðu fyrir söfnuninni sagði að honum yrði sagt upp störfum þar sem hann stæðist ekki þær kröfur sem NATO herdeild hans gerði til hans. Þessi undirskriftalisti hefur farið víða um herstöðvar í Þýzka- landi, m.a. Mannheim, Heidel- berg, Augsburg og K arlsruhe. Bandaríkin: SKYLAB GEIMSTÖÐIN FELLUR TIL JARÐAR SEINT Á NÆSTA ÁRI Hin stóra geimstöð Banda- ríkjamanna, Skylab, er smám saman að fara út af braut sinni og gæti fallið til jarðar seint á næsta ári, að sögn Geimferða- stofnunar Bandaríkjanna í gær. Geimferðasérfræðingar eru að rannsaka hvort reyna skuli að koma þessu 85 tonna ferlíki á annan sporbaug um jörðu, eða hvort hún skuli látin falla í sjóinn. Þá er möguleiki að geimskutlan nýja verði notuð til þess að fara með varahluti í geimstöðina. I geimstöðinni er ekki notuð kjarnorka eins og var í sovézka gervihnettinum sem hrapaði fyrir skömmu yfir Kanada. Ef geimstöðin heldur áfram að hægja á sér á ferð sinni umhverfis jörðina er Ijóst að hún kemur inn í gufuhvolf jarðar síðla árs 1979. Geimstöð- in, sem er 30 metra löng er nú í 460 km fjarlægð frá jörðu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.