Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1978. Endurheimt orð Þorsteinn frá Hamri: FIÐRIÐ ÚR SÆNG DALADROTTNÍNGAR. Ljóðhus. Reykjavík 1977. 64 bls. Þessi bók vitnar um þau föstu tök á máli og hugmyndum sem lesendur Þorsteins frá Hamri þekkja vel. Hann náði fljótt valdi á persónulegum stíl er felst í samhæfingu gamals bókmáls með keim af alþýðu- máli, og frjálsrar hrynjandi nú- tímaljóða. Þessu hefur svo oft verið lýst að varla þarf að fara um mörgum orðum, enda ljóðin sjálf gleggsta vitnið. Mál Þor- steins er kyrrlátt, ísmeygilegt og ætið auðkennilegt. I Veðrahjálmi, 1972, er auð- sæ ríkari tilhneiging til hnit- miðunar ljóðmálsins en fyrr. Raunar varð þessi sparsemi stundum svo harðleikin að ljóð- in náðu ekki að kvikna til lífs. Agi málsins er strangur einnig hér, en í heilu lagi sýnist mér Fiðrið úr sæng Daladrottníngar auðugra og ferskara verk en Veðrahjálmur, og varla eins þungbúið þegar alls er gætt. ÞJÓD í FARANGRINUM Ljóðasöfn nítjándu aldar skáida hefjast gjarnan á ætt- jarðarljóði. Og ísland heitir fremsta ljóð þessarar bókar, í fyrsta kafla af þrem, Ljóð um land og fólk. Ættjarðarljóð Þor- steins frá Hamri er á þessa leið: Ég vil líkjast þér land en sætti mig samt við mannsgervið og mannshugann — og víst kvísiast blóðrás mín og kenndir í likingu lækja þinna. Hvað um vor þín með vatnagángi og skriðuföllum: hitti þá einhver á æð eða kviku? Þetta ljóð held ég að megi kallast dæmigert fyrir stíl Þor- steins, þá tempruðu spennu milli íhygli og óþols sem í ljóð- unum felst. Kannski er óþol full sterklegt orð, vegna þess Þorsteinn frá Hamri. Teikning Ragnar Lár. hve yfirbragð ljóðanna er ein- att kyrrlátt. En í kveðskap Þor- steins kemur jafnan fram rik hneigð til félagslegrar íhlutun- ar. Reyndar fer stundum svo að hin ,,félagslegu“ yrkisefni koðna niður vegna þess að þau Bók menntir eru fjötruð af venjubundnum frösum opinberrar umræðu (Aldarháttur, upphafsljóð annars hluta). Annars staðar leggst of lítið fyrir skáldið: Ijóðið Pappirar er til að mynda léttvæg tilfyndni. Hitt er oftar að skáldið nái sér niðri með ísmeygilegum hætti, til að mynda í ljóðunum sem reist eru á sögulegum tilvísunum. Það stílbragð þekkja lesendur Þor- steins mætavel. Dæmi um slíkt eru Búkolia og Lítill, Trítill og fuglarnir. Eitt fegursta kvæði bókar- innar þykir mér Nátttröllið í fyrsta hluta. Þar hagnýtir Þor- steinn sér þjóðsagnaminni með glæsilegum hætti: EINUNGIS SMÁORÐ En stundum er sem eldíng leiki um tinda og einhver kraftur sundri herfjötri mínum — þá fara lifandi fíngur að handsama vinda sem þeysa hjá með þjóð í farángri sínum. Áður var vikið að hneigð Þor- steins frá Hamri til félags- legrar brýningar. En hér kemur á móti tortryggni hans og vandfýsi á orð sem hlýtur að stríða á hvert alvarlega hugs- andi skáld á vorri fjölmiðlunar- öld. Afstaða Þorsteins til orð- anna er svipuð og hjá Sigfúsi Daðasyni í kunnu Ijóði. Þor- steinn vísar stóryrðum frá sér: GUNNAR '4 STEFÁNSSO 10* Gefið mér gott orð gagnlegt orð satt orð en gerið eitt fyrir mín orð: hafið það smáorð. í þessa veru er einnig að nefna ljóðin Harðstjórn og Skáld. Skáldið kafar í huga sér eftir glötuðum orðum, en uppi á yfirborðinu fóru þau hjá sér og virtust ókunn: aldrei framar gætirðu sagt þau eins eða raðað eftir sömu reglu aldrei notað mörg í einu og einúngis smáorð; en hljótt ofurhljótt hvíslarðu þó að einhverjum heimsins máttugustu orðum. EINN OG STAKUR „Einginn er einn þó hann virðist stakur“, segir hér að upphafi eins ljóðsins, og við þennan tón kveður viða. Því fremur ástæða að gefa gaum sérkennilegu prósaljóði, sem nefnist Fjall. Fjallið sem maður hefur skoðað og „fengizt við“ verður merkileg eign, en „ólíklegt að þú bindir mesta tryggð við þá staði þar sem upp- gángan er auðveldust og ferða- lángar leita helzt útsýnis". Ljóð eins og þetta gefur skáldskap Þorsteins frá Hamri meiri dýpt, forðar honum frá að hafna í marklitlum hvatningar- orðum eins og „fram fram fylking". Sú reynsla spm mest er um vert gefst aðeins einum, og hún fæst ekki þar sem upp- gangan er auðveldust. Samt verða örlög samferðamanna ekki umflúin, vindarnir bera stöðugt áfram hið stríðandi líf, .„lestina miklu“ sem Þorsteinn kveður um í minningu Guð- mundar Böðvarssonar. „Raun manns og jarðar er hörð / raun orða er hörð / og þúngt að þreyja / undir eiturdropun- um“. Samt missir skáldið ekki móðinn. Hæglætisleg eggjun hans vitundin um skyldu' matinsins við Iífið, „hin jarð- nesku jarteikn“ kemst til skiia. Þorsteinn frá Hamri heldur vel í horfi og ljóð hans lýsa í senn siðferðilegri alvöru og list- rænum aga. Þessi bók sýnir að vísu ekki nýja hlið á skáldinu. En lágmælt röddin sem talar í þessum ijóðum nær betur at- hyglinni. en flest sem hærra lætur. Birgir Svan. Birgir Svan Símonarson er vígreifur ljóðasmiður og laus við alla tæpitungu. Fyrstu bækur hans tvær, Hraðfryst ljóð og Nætursöltuð ljóð (mörgum kunnar fyrir þátt- töku höfundar í samkomum Listaskáldanna), voru hressi- legar og sneisafullar af snoppungum, í bland með persónulegum íhugunum um ástina, dauðann og hlutverk skáldsins í því þjóðfélagi sem það hrærist i. í nýjustu bók sinni Gjalddögum, sem Lyst- ræninginn gefur út, hefur Birgir Svan ekki breytt um tón, heldur tekur hann megin- áherslur úr fyrri bókum sinum og gerir úr þeim einn bálk af samtengdum (og nafnlausum) ljóðum. Slík þróun er oftast merki um þroska og svo virðist einnig vera í þessu tilfelli. Bókin er heilleg og minna er um ungæðingshátt þann sem oft er fylgifiskur stakra ljóða um hughrif og tilfinningar. En við þetta eru ljóðin einnig ópersónulegri (eða úthverfari), en þann prís virðist Birgir Svan greiða með glöðu geði. MANNLÍF í TÆKNIVERÖLD Það er ávallt gaman að geta sér til um það hvers vegn? skáld breyta til í kveðskap sín um og finnst mér sjálfum ekki ólíklegt að teikningar og grafík Richards Valtingojers hafi í þessu tilviki haft einhver áhrif, FRAMTÍB VESTFJARÐA HVERS ER AÐ VÆNTA? Oft er það svo, er menn hug- leiða hver verði framtíð Vest- fjarða, að erfitt reynist að henda reiður á aðalatriðum þess máls. Hver þversögnin virðist taka við af annarri. Á Vestfjörðum hefur fólk yfir- leitt góðar tekjur og mikil fjár- ráð, en takmarkaða möguleika til eyðslu, því verzlun og þjón- usta eru af skornum skammti. Vinnudagur flestra er einnig langur, og því ekki tími til að njóta neinna lystisemda, ann- arra en hversdagsleikans sjálfs. Það kunna Vestfirðingar trú- lega betur en margir aðrir, en það verður heldur ekki um þá sagt, að þeir kunni ekki að skemmta sér, þegar tækifæri gefast til þess. Tveir þýðingarmestu undir- stöðuþættir velferðarþjóð- félaga nútlmans eru næg orka og góðar samgöngur. Þrátt fyrir efnalega velmegun, búa Vest- firðingar hvorki við næga orku né fullnægjandi samgöngur. Þannig mætti lengur telja, en hér verður látið nægja að benda að lokum á andstæðurn- ar, sem hin vestfirzka veðrátta býr yfir, annars vegar sefandi lognið á vorkvöldum, en hins vegar hinn hamslausi vestfirzki vetur, sem vestfirzkir sjómenn þekkja öðrum betur. Það þarf umtalsverð gæði til að standa undir blómlegu mannlífi I svo harðbýlum lands- hluta sem Vestfirðir eru, auk þess að leggja af mörkum mikil verðmæti til þjóðarbúsins. Þessi gæði eru nálægð gjöfulla fiskimiða og tækniþekking og verkmenntun, sem Vestfirðing- ar hafa tileinkað sér við hagnýt- ingu þessarar íslenzku náttúru- auðlindar. Það er ástæðg til að leggja áherzlu á að verkmennt- un sjómanna og landverkafólks er grundvallarforsenda þess að sú velsæld og vorhugur sem nú ríkir á Vestfjörðum haldi velli. Ef Vestfirðingar glata með ein- hverjum hætti því forskoti, sem þeir hafa I dag I öflun og vinnslu aflans, mun fljótlega skapast svipað ástand og eftir 1940, er fólk tók að leita til annarra landshluta eftir bættri lífsafkomu. Það er á hæfni og dugnaði vinnslustéttanna, sjó- manna og landverkafólks, sem velsæld Vestfirðinga byggist í dag, og það er ekki ofsagt, að framtíð Vestfjarða sé að miklu leyti I þeirra höndum. Ekki má þó skilja þessi orð svo að verið sé að gera lítið úr þýðingu ann- arra stétta, þó undirstrikað sé hver þýðing verkmenntunar sjómanna og þeirra, sem stunda framleiðslustörf, sé fyrir fram- tlð Vestfjarða. Skólastarf á Vestfjörðum verður I auknum mæli að taka mið af því að viðhalda og bæta þessa tækni- og verkmenntun Vestfirðinga, sem I reynd er lykillinn að áframhaldandi velsæld þeirra sem byggja þennan landshluta. Það er ómótmælanleg stað- reynd að hagur Vestfirðinga hefur vænkazt mjög á undan- förnum árum, en það stafar þó ekki af sérstökum aðgerðum ríkisvaldsins Vestfirðingum til handa, eins og virðist vera út- breiddur misskilningur á suð- vesturhorni landsins. Vest- firðingar hafa verið fljótir til að aðlaga sig breyttum aðstæð- um I atvinnumálum þjóðarinn- ar, og fullur skilningur verið meðal almennings á því, að auk- in framleiðni fiskvinnslustöðv- anna sé raunhæfasta leiðin til kjarabóta. Sú hefur einnig verið raunin, — jafnt og gott hráefni berst að landi árið um kring og tryggir góða nýtingu dýrra framleiðslutækja og hvetjandi launakerfi frystihús- anna, sem byggir bæði á afköst- um og nýtingu hráefnisins, tryggir fyrirtækjunum góða af- komu, og það sem mest er um vert, veitir verkafólkinu þokka- legar tekjur. Ef íslenzku þjóð- inni hlotnast sú gæfa að finna raunhæfar leiðir til að hagnýta sér með skynsamlegum hætti þá auðlind, sem fiskimiðin um- hverfis landið eru, hljóta Vest- firðingar að líta björtum aug- um til framtíðarinnar. Kjallarinn ÁsgeirErling Gunnarsson EN HVERS VEGNA ERU VESTFIRÐINGAR ÞÁ AÐ KVARTA? Sannleikurinn er sá að það hefur ekki farið mikið fyrir kvörtunum héðan að vestan. En þegar borgarstjórinn I Reykja- vík setti I gang sína harmkvæla- áætlun á síðasta ári með full- tingi Morgunblaðsins, sem óhætt er að fullyrða að öllu landsbyggðarfólki hefur blöskrað hvar I flokki sem það annars hefur staðið, hefur okkur Vestfirðingum orðið Ijóst

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.