Dagblaðið - 07.02.1978, Side 1

Dagblaðið - 07.02.1978, Side 1
4. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1978. — 32. TBU. . RITSTJORN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞÝERHOLTl 11. — AÐALSÍIVU 27022. —jTöríákstafrartátuTvéÍa^ana^b^deenPt- FA enga fyrirgreiðslu í SKOZKIIHÖFNINNI Þorlákshafnarbáturinn ölduberg AR-18 liggur nú í höfn í Aberdeen i Skotlandi og fær ekki viðgerð, að því er DB hefur fregnað. Sex af þrettán skipverjum eru enn um borð í skipinu í Skotlandi en sjö komu heim sl. föstudagskvöld. Hafa skipverjarnir enga fyrir- greiðslu fengið í Aberdeen, ekki einu sinni Ioforð um að kóma skipinu i slipp — þar sem engin önnur verkefni bjða. Það var á sunnudagskvöldið 29. janúar, þegar öldubergið var á leið úr söluferð til Cuxhaven í Þýzkalandi, að bilun varð í skrúfu skipsins og gat það ekki lengur siglt fyrir eigin vélarafli. Eftir nokkra stund bar að brezkan dráttar- bát, sem dró öldubergið 150 mílur til hafnar í Aberdeen, og var komið þangað á þriðjudags- kvöld. Hafa skipverjar verið þar síðan að mestu í reiðileysi, eins og frásagnarmaður DB orðaði það. Hafði einn skipverja við orð, að eini munurinn á að vera í höfn í Skotlandi og því að hafa rekið úti á reginhafi, væri sá að minni sjógangur væri í höfninni. Hefur nú orðið úr að dráttar- báturinn Goði, sem ætlað var að færi til Svíþjóðar f morgun með Sigurð RE í togi, haldi þaðan til Aberdeen og sæki öldubergið, sem er 148 tonna stálbátur. I morgun héldu eiginkonur eigenda skipsins, sem eru með þvi í Aberdeen, utan ásamt fulltrúa tryggingafélags þess hér heima. -ÓV. * Sú bezta erlenda íCannes 76: ÚRSKURÐUÐ KLÁM HÉR Saksóknari 'og rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins hafa kveðið upp úrskurð um að bezta erlenda kvikmyndin í Cannes 1976 sé klám. Myndin nefnist á íslenzku Veldi tilfinninganna og er gerð i Japan. Sýna átti myndina I Háskólabíói í dag á vegum Kvik- i.iyndahátíðar 1978. í tilkynningu, sem fram- kvæmdastjórn Listahátíðar ■ í Reykjavík barst frá Þórði Björns- syni ríkissaksóknara og Hallvarði Einvarðssyni rannsóknar- lögreglustjóra, segir að sýning á kvikmyndinni Veldi tilfinning- anna varði við 210. grein hegningarlaganna, eins og hún sé túlkuð í dag. I henni segir meðal annars: „ — Sömu refsingu (þ.e. allt að 6 mánaða fangelsi innskot DB) varðar það að búa til eða flytja inn I útbreiðsluskyni, selja, út- býta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.“ í tilkynningu, sem Listahátíð I Reykjavfk sendi fjölmiðlum I gær, segir að sýningar á Veldi tilfinninganna hafi af þessum sökum verið stöðvuð. EKKIFEITT—EKKIFEITT—SPRENGIDAGURIDAG Ekki feitt, ekki feitt segja frúrnar gjarnan þegar þær eru að kaupa saltkjötið sitt tii sprengidagsins. Þess vegna er lika sjálfsagt að ieyfa þeim að velja sjálfar eins og gert var í Víði í Starmýrinni í gær. I dag er sprengidagur og þá borða menn yfir sig af saltkjöti og baunum. I dag á kjötið að vera magurt en einu sinni viidi Islendingar helzt af öllu gæða sér á spikfeitu kjöti. DB-mynd Ragnar Th. A'.Bj. Dauðaslys á loðnumiðunum eystra Veldi tilfinninganna þykir mörgum, sem séð hafa, allgróf kvikmynd. Framkvæmdastjóri eíns kvikmyndahússins í Reykja- vík tjáði Dagblaðinu að hefði hann tekið myndina til sýninga hefði hann ekki séð sér fært að láta klippa hana sjaldnar en ellefu til tólf sinnum. Kvikmyndahátíðin sýnir I dag kl. 7 myndina Sæt mynd í stað japönsku verðlaunamyndarinnar. Verður það sfðasta sýning myndarinnar. AT Dauðaslys varð á loðnumiðun- um í morgun. Einn af áhöfn Eldborgar GK 13 hlaut höfuð- högg og þó allt væri gert sem unnt væri manninum til bjargar varð það án árangurs. Hann lézt um borð í rann- sóknarskipinu Arna Friðriks- syni á sjöunda tímanum. Það var um kl. 6 í morgun að slysið varð. Hlaut hinn látni höfuðhögg en með hverjum hætti er ekki vitað. Var sam- stundis beðið um aðstoð frá landi og hinn særði var fluttur um borð I Arna Friðriksson. Slysavarnafélag tslands gerði þegar í stað ráðstafanir til sjúkraflugs út á miðin og var þyrla tilbúin til flugtaks kl. 6.42. Um það leyti var hjálpar- beiðnin afturkölluð frá Árna Friðrikssyni því þá var sjó- maðurinn látinn. Slysið varð á miðunum um 50-60 mflur austur af L.anga- nesi. ASt. í 20 kvalaf ullar mínútur mátti áhorfandinn horfaá ■ ■ sóðaskapinnflista- hátfðarkvikmyndinni — sjá lesendabréf á siðum 2-3 Hinar hroðalegu afleiðingar umferðarslysanna: Man ekki síðustu 10-15 árineftirað hann lentiíslysi — sjá baksíðu Þulirnirhældu Sigurðiá hvert reipi — sjá íþróttir íopnu Hverjir eru þeir gleymdu íþjóð- félaginu? Það eru þeir sem þurfa að dvelja á stofnunum eins og t.d. Skálatúni, Kópavogs- hæli, Sólheimum og fleiri sllkum. Almenningur vill helzt ekki vita af því að þetta fólk sé til. Það er helzt ekki minnzt á það I umræð- um. Nú stendur til að hrinda af stað heilmikilli fjár- söfnun til þess m.a. að gleðja þetta fólk. Sjá bls. 8.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.