Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1978. 5 Guðmundur eygir einn íslendinga vinningf þriðju umferö: .Þetta lítur bara nokkuð vel út” — sagði hann og brosti svo að til augna tók Allar líkur og allra spár benda til þess að Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari verði sá íslenzkra skákmanna sem bezta uppskeru hlýtur úr þriðju umferð Reykjavíkurmótsins. Skák hans og sr. Lombardys varð skáka lengst í umferðinni — sú eina sem fór í bið og að fróðra manna sýn fékkst ekki annað út úr biðstöðunni en vinningur hjá Guðmundi. En þess skal þó gætt að spámenn í hliðarsölum eru alltaf bjart- sýnir og „taka heldur upp leiki en að tapa“ í skákskoðunum sínum, eins og komizt var að orðið í gær. „Mér lízt bara vel á þetta," var næstum það eina sem hægt var að fá upp úr Guðmundi Sigurjónssyni um álit hans á stöðunni er hann og Lombardy stóðu upp síðastir allra. „Jú, þetta lítur bara vel út,“ sagði Guðmundur og brosti, svo að til augna tók einnig. Lombardy lék drottningar- peði í byrjun en snemma fórnaði Guðmundur hrók fyrir tvo létta menn og tvö peð. Svo hófst hið langa þóf um undir- tökin — sem menn fást ekki til að túlka á annan hátt en Guð- mundi í vil. Er Lombardy lék biðleik nokkru eftir klukkan ellefu og 51 leik var lokið hjá báðum, vildi svo slysalega til að með biðleiknum lokuðust skýrslur beggja keppenda um leikjaröð skákarinnar. Hún er því ekki til — nema í lokuðum umslögum keppenda. Þau fengust ekki opnuð samkvæmt reglum fyrr en að biðskákinni verður setzt aftur, kl. 2 í dag-ASt. Browne jók forystu sína Það eru margra augu og mismunandi svipir sem ma-na á sjónvarps- skermana á görrgum og hliðarsölum. Hér eru þrir broslegir. Sigur- jón Jóhannsson hlaðafulltrúi mótsins, Þorgeir Þorgeirsson rit- höfundurog Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Loftleiða. __________ I)B-mvnd Hörður.______ Öll þolrif Jóns L reynd — en ungi heimsmeistarinn stóðst allar tilraunir Lombardy (hvítur) lék biðleik sinn. Það sem fyrst og fremst gerðist í 3. umferð mótsins var að Browne jók forystu sína. Þó Margeir hefði fyrst betri tíma var það sigling án byrs. I 9. leik vann Browne peð og þó til tíma- skorts horfði var staða Browne svo traust að uppgjöf Margeirs var óumflýjanleg í 29. leik. Hort og Friðrik sömdu um jafntefli. Miles beitti „enskum bastarði" gegn Polugajevsky, lék hratt eða 18 leiki á 3 mínútum af sínum tíma á móti 61 mín. af tíma Polugajevskis. En svo fór Miles að hugsa og tíminn jafnaðist. Undir lokin þrálék Miles til jafnteflis í 25. leik. Larsen hafði hvítt móti Helga Ólafssyni. Nú gætti hann allra gáta en Helgi lék af ákveðni hins unga manns. Smám saman blómstraði staða Larsen og í 31. leik var staða Helga glötuð og hann gaf. Hann stóð svo lengi sem stætt var. Ögaard hafði hvítt gegn Kuzmin. Það fór lítið fyrir þeim úti í horni, en Ögaard reyndi hvað hann gat. Er á leið komst hann í vonlausa stöðu og gaf þegar allt var tapað. Skákin varð 47 leikir. Biðskák varð hjá Lombardy og Guðmundi. Jón L. og Smejkal sömdu um jafntefli. STAÐAN ER ÞVI: Browne 3. Friðrik, Hort, Miles og Larsen 2 vinningar. Lombardy 1 'A og biðskák. Polugajevsky og Kuzmin 1 'A. Guðmundur Sigurjónsson 1 og biðskák. Smejkal og Ögaard 'A og eina óteflda. Helgi Ólafsson, Jón L. og Margeir 'A hvor. -ASt. Bent Larsen gægist hér á stöðu Miles í baráttu hans við Jón L. i 1. uinferð. — DB-mynd Bjarn- leifur. „Síðustu árin hefur Smejkal verið einn af 20 sterkustu skák- mönnum heims. Hann hefur tvisvar komist í millisvæðamót- in, árin 1973 og 1976. Á milli- svæðamótinu í Leningrad 1973 munaði hársbreidd að Smejkal næði 3. sætinu og kæmist þar með í útsláttareinvígin. Eftir rólega byrjun tók hann gifur- legan sprett og vann 8 skákir í röð. í síðustu umferð mætti hann Karpov og varð að sigra til að komast áfram. Langt fram eftir tafli stóð Smejkal betur.en um síðir smaug Karpov honum úr greipum og tókst að vinna skákina. Eftir þetta hófst óslitin sigurganga Karpovs, en Smejkal varð að láta sér lynda, 4. sætið“. Þannig segir í mótsskrá um mótherja Jóns L. Árnasonar í 3. umferð Reykjavikurmótsins. Smejkal ætlaði ekki að láta Jón L. ganga sér úr greipum í gær frekar en Karpov forðum. Jón Loftur lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir allar tilraunir, lét hvorki teyma sig út í hrað- skák né á villigötur. Allar hugsanlegar leiðir reyndi Smejkal. beitti re.vnslu sinni með langri umhugsun og síðan hraðskákarleikjum. Allt kom f.vrir ekki. Jón stýrði hvitu mönnunum af öryggi og fimi gegn hinum reynda stór- meistara og jafntefli var samið eftir 51. leik Jóns. Mikil spenna varð um þessa skák við fyrri tímamörkin því þá virtist sem Smejkal væri þrotinn af tíma. En tímabrellan var e.t.v eitt af leikbrögðum hans gegn Jóni til að reyna unglinginn til hins ýtrasta. Hvorki æstist Jón við tíma- hraksmöguleikann né tefldi veikt. Aftur lét Smejkal reyna á þolrif Jóns er hann fórnaði nær öllum umhugsunartíma sínum fyrir næstu 20 leiki í þrjá fyrstu leiki eftir fyrri tíma- pressu. Enn gugnaði ekki Jón —jafnvel þvert á móti. En svo fór að báðum sæmdi jafnteflið vel. Þetta var fyrsti hálfi vinningur Jóns í skákmót- inu og má hann vel við una að hann fékkst gegn jafn reyndum skákmanni og Smejkal er. ASt. Þannig var staðan hjá Jóni L og Smejkal eftir 52. leik hvíts. „Þetta læstist allt af sjálfu sér” — sagði Friðrik semþáði jafntefli eftir 25 leiki „Þetta læstist allt oins og af sjálfu sér og það var i raun lítið hægt að gera, nema annar hvor okkai tæki áhættu sem gæti leitt jafnt hann sem and- stæðinginn til glötunar" sagði Friðrik Ölafsson. „Það gera skákmenn gjarnan ekki, sem bera virðingu fyrir hvor öðrum, einkum ekki í byrjun móts, þar sem allt er á huldu,“ sagði Friðrik Ólafsson við blaðamann DB er hann hélt frá Loftleiða- hótelinu. „Eins og staðan var orðin var það öllu frekar Horts að reyna. Hann átti það helzt tækifæri að brjótast 1 gegn á kóngsvæng. Sú sókn hans hefði getað brugðizt til beggja vona. Eg átti þann kost að leika g-peðinu og reyna að ná fram- rás h-peðsins. Það var mikil áhætta. Móti Vlastimil Hort verða engar kúnstir leiknar. Hann reynir gjarna að loka stöðum og lifa í von um gegnumbrotsmöguleika. Hann kann að finnast í okkar skák, en hann var ekki auðfundinn," sagði Friðrik. Hort hafði hvítt og skák þeirra var frá byrjun í jafn- vægi. Hvor sá við hinum og jafntefli var samið í 25. leik. HUOMPLOTUUTSALA stendur sem hæst að Suðurlandsbraut 8 og Laugavegi 24 ★ Popptónlist ★ Klassísk tónlist ★ Millimúsík ★ íslensk tónlist Mikió úrval af hljómplötum, kassettum og 8 rása spólum á stórlækkuðu veröi. Nú er tækifæri tilað geragóð kaup. FALKINN Suðurlandsbraut 8, Laugavegi 24.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.