Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1978. 7 Erlendar f réttir BJÚKKINN VILDI EKKIMEIR Kona nokkur á sjötugasaldri í Wichita í Bandarík.iunum tók ranga beygju og ók eftir gangstétt í stað akvegar. Hins vegar kárnaði gamanið er hún kom að tröppum. Þá vildi Bjúkkinn ekki meir. TIMBURSKORTUR NÆSTU 20 ÁR Allt bendir til timburskorts í heiminum á næstu 20 árum að sögn skozkra sérfræðinga. I skýrslu, sem gerð var fyrir brezka þingið, er hvatt til þess að aukin' áherzla verði lögð á trjárækt í Skotlandi. Ef miða má við reynslu af framboði og eftirspurn annarra vörutegunda, sem notaðar eru alls staðar i heiminum má gera ráð fyrir því að timburverð fjórfaldist miðað við verðlag á annarri vöru, sagði ennfremur i skýrslu þessari. Þar sem mikið er flutt inn af timbri til Skotlands, ættu Skotar að taka mið af þessari hugsanlegu þróun og stórauka trjáræktina, sagði ennfremur. Bandaríkjaför Egyptalandsf orseta: SADAT REYNIR AÐ VINNA ALMENNINGS- ÁLIT HEIMSINS — Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels efast um raunverulegan samningsvilja Sadats Sadat Egyptalandsforseti hefur sakað Isarelsmenn um harðari afstöðu til áfram- haldandi friðarviðræðna í Mið- austurlöndum og sagt að þeir færu ekki að alþjóðalögum, auk þess sem þeir beittu arabískar nágrannaþjóðir sínar yfirgangi. Þrátt fyrir þessar hindranir og þrjózku ísraelsmanna kvaðst Sadat fús til þess að gera það sem í hans valdi stæði til þess að varanlegur friður mætti komast á. Þessi yfirlýsing kom fram í ræðu er Sadat hélt í Washing- ton í gær, þar sem hann er í heimsókn. Sadat sagðist þó ekki láta af þeirri skoðun sinni að friður væri undir því kominn að Israelsmenn flyttust frá her- teknu svæðunum í Sínai og leyfðu Palestínumönnum að stofna sjálfstætt ríki. Ræða Egyptalandsforseta var liður í þeirri baráttu að fá Bandaríkjast-jórn til þess að þrýsta á ísraelsstjórn til samningaviðræðna og auk þess að fá almenningsálitið í heiminum á sveif með Egyptum. Utanríkisráðherra ísraels, Moshe Dayan, sem nú er staddur í Sviss, sagði í sjón- varpsviðtali í gær að hann tryði því að ísraelsmenn og Egyptar gætu náð samkomulagi í friðar- viðræðum, en hann efaðist þó um að Sadat forseti óskaði eftir sliku samkomulagi. Dayan sagði að e.t.v. vildu Egyptar að Jórdanir tækju einnig þátt í friðarviðræðun-' um, þannig að Egyptar væru ekki sakaðir um að gera einka- samninga við tsraelsmenn. Dayan utanrlkisráðherra kom til Ziirieh í gær til þess að hitta sendiherra Israelsmanna í Evrópu að máli áður en hann heldur til Bandaríkjanna. DÖKKTFRAM- UNDAN HJÁ KJÚKLINGUM Rannsóknarstöð landbúnaðar- ins í Kentville í Nova Skotia hef- ur gert uppgötvanir, sem gætu þýtt dökkleita framtíð fyrir kjúkl- inga en bjartari fyrir bændur. Rannsóknir stöðvarinnar hafa leitt í ljós að kjúklingar vaxa hraðar og á minna fóðri í rökkri. Þá eru kjúklingarnir ekki eins árásargjarnir í myrkrinu þannig að ekki þarf að skera af goggnum á þeim til þess að koma í veg fyrir að þeir skaði hver annan. Þetta leiðir einnig til orku- sparnaðar, því bændur nota raf-p magn mikið að vetri til í þeirri trú að ljós yki vöxt fuglanna, Vogum, Vatnsleysuströnd Miðvangi 41 — Hafnarfirði — Sími 53523 Nafnnúmer 7425 — 6562 Getum ennþá framleitt fyrirsumarið, sportbáta, fiskibáta og grásleppubáta í 18 og22 fetum. Fiskibáta í6,10 og 14 tommum. Sýningarbátará staðnum. FLUGFISKUR au.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.