Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1978. LeikfélagAkureyrar: Verða á litla sviðinu í Þjóðleikhús- inu í næsta mánuði „Við munum sýna leikritið Alfa Beta hér á Akureyri fram til mán- aðamóta febrúar-marz en þá förum við í leikför til Reykjavík- ur og leikritið verður sýnt á litia sviði Þjóðleikhússins," sagði Brynja Benediktsdóttir leikhús- stjóri á Akureyri í samtali við Dagblaðið. Alfa Beta verður frumsýnt á Akureyri föstudaginn 17. febrúar næstkomandi. Leikendur eru aðeins tveir, Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gíslason. Leikstjóri ,er Brynja Beneditksdóttir. Höf- undur leikritsins er brezkur, Whitehead að nafni, en þýðing- una gerði Kristrún Eymunds- dóttir menntaskólakennari. Þrá- inn Karlsson gerði leikmynd. Leikrit þetta hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi en það var frumsýnt í Bretlandi árið 1972. þá fór hinn frægi leikari Albert Finney með aðalhlutverkið og Rachel Roberts lék á móti honum. Var farið með leikritið til New York þar sem það var sýnt við feikilegar vinsældir. Það fjallar um niu ára tímabil í lífi hjóna sem búsett eru í Liver- pool. Sagði Brynja að leikurinn væri ekki staðfærður og komið hefði í Ijós að mörg af þeim vandamálum sem hjónin f leikrit- inu eiga við að striða líkjast þeim sem eru á döfinni hér á íslandi. - A.Bj. Sjálfstæðismenn og Reykjanes- kjördæmi Missagt var i frásögn af próf- kjöri sjálfstæðismanna i Reykja- neskjördæmi að kjördæmakjörnir þingmenn flokksins væru tveir. Þeir eru þrír og er Ölafur G. Einarsson sá þriðji. Axel Jónsson, sem skipaði fjórða sæti lista Sjálf- stæðisflokksins við síðustu al- pingiskosningar, er uppbótarþingmaður. Eskfirðingar taka af sér mannbrodda Stanzlaus rigning hefur verið á Eskifirði frá föstudegi til mánu- dags en þó ekki óskaplega mikil. Svell á götum er að mestu horfið og fólk búið að taka brodda af skóm sínum. Veðráttan í vetur hefur verið Ætlar að safna milljónum á tveimur vikum fyrir þá „gleymdu” í þ jóðf élaginu „BARIZT’ VIB ÍSKÓLAPORTUM í REYKJAVÍK I tilefni af eldvarnaviku Junior Chambers eru slökkviliðsmenn þessa dagana óvenjumikið á ferð í fræðsluskyni. Allt síökkvilið allra staða mun vera reiðubúið til að veita almenningi fræðslu en þegar frjáls félagsskapur eins og JC gerir ákveðna herferð láta slökkviliðsmenn ekki sitt eftir liggja. Slökkviliðsmenn í Reykjavík eru vanir miklum „áhorfenda- skara“ þá er eldur verður laus í borginni. Samt munu þeir ekki í annan tima hafa haft fleiri áhorf- endur en í gærmorgun. Þá fóru þeir — í tilefni herferðar JC — í tvo barnaskóla, Austurbæjar- skólann og Hvassaleitisskólann í Reykjavík, og sýndu börnum hvernig slökkva á eld. Auk þess voru sýndar reykgrímur slökkvi- liðsmanna sem gera þeim kleift að fara inn i reykfull hús. Slökkvitæki voru og sýnd. Ekki var annað að sjá en börnin kynnu vel að meta sýningu þessa og vonandi gera þau sér betri grein fyrir því eftir en áður hvernig bregðast eigi við lausum eldi og að eldur er alvörumál nema á opnum svæðum. mjög umhleypingasöm, rigningar með köflum og hörkufrost í nokkra daga á'milli. Svell hafa myndazt á götum og stéttum og fólk sem ekki var á mannbrodd- um hefur fengið Vondar byltur. Nokkrir hafa brotnað eða snúizt illa. Hinir sem haft hafa hina ágætu brodda frá Björgúlfi Krist- jánssyni í Reykjavík hafa að mestu sloppið við byltur. - Regína „Hugsaðu þér, ef hver einasti Reykvikingur legði 100 krónur af mörkum fengjust átta millj- ónir króna!“ Það var diskótek- arinn í Öðali, John Lewis, sem sagði þessi orð. Hann er að fara af stað með fjársöfnun til þess að gleðja þá sem honum finnst vera hálfgleymdir í fslenzku þjóðfélagi. Það eru þeir sem þurfa að dvelja á stofnunum eins og Kópavogshæli, Skála- túni, Sólheimum i Grímsnesi og fleiri slfkum stofnunum. Einnig nefndi hann f samtali við DB unglingana sem eru að Sogni f ölfusi. John Lewis hefur fengið til liðs við sig Maju Ragnarsdóttur og Þorstein Gunnarsson sem bæði vinna í Óðali og einnig Jón Arason i Faco. Ýmsir fleiri hafa einnig lýst sig fúsa að taka þátt í fjáröfluninni. Ætlunin er að John ásamt frfðu föruneyti gangi til Keflavfkur. Lagt verður af stað frá afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflug- velli kl. 9 að morgni 22. febrúar og ráðgert að koma að af- greióslu Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli kl. 6 um kvöldið. John hyggst fá hin ýmsu fyrir- tæki til þess að greiða fyrir ákveðna kflómetratölu. Einnig hvetja John og aðrir í „nefnd- Þessi mvnd var tekin þegar vistfólk á Kópavogshæli var að skemmta sér í Óðali á dögunum. Þar var lif og fjör. Þeir sem vangefnir eru kunna vel að meta ef eitthvað er gert fyrir þá. Það þarf oft ekki að vera svo voðalega mikið eða stórt í sniðum. DB-mynd Bjarnleifur. blaðið taka á móti fjárfram- lögum. Fyrsta framlagið í söfnunina hefur þegar borizt. Sjö ára gömul dóttir kunningja John Lewis fiskaði hundrað króna seðil úr sparibauknum sfnum þegar hún heyrði um ráðagerð- ina. - A.Bj. Gróska í tónlistarlífi á Bíldudal inni“ almenning til þess að láta fé af hendi rakna. Hefur John Lewis rætt við biskupinn yfir Islandi um þessa fyrirætlun sfna og vfsaði biskupinn honum á Hjálpar stofnun þjóðkirkjunnar. Hefur hún lofað að verða John innan handar. John Lewis segist hins vegar hafa meiri trú á söfnunum sem framkvæmdar eru af áhuga- fólki, án allra milliliða. John og félagar hans hafa sett markið hátt — ætla sér að safna hvorki meira né minna en 8 milljón krónum á þessum tfma þangað til Keflavfkurgangan verður farin 22. febrúar. Sfðan ætlar hann að sjá til þess að almenn- ingur, sem gefur í söfnunina, fái strax að vita hvað verður um peningana. Þeir sem gefa vilja fé geta haft samband við Óðal við Austurvöll og einnig mun Dag- „Eyðimerkurþorsti tónlistar og söng- lífs er úr sögunni hér á Bildudal því hingað er kominn ungur tónlistarkenn- ari, Kjartan Eggertsson úr Reykjavík," sagði Jón Kr. Ólafsson frá Bfldudal þegar hann leit inn á ritstjórn DB í gær þeirra erinda að segja frá komu .Kjart- ans til Bíldudals. ,,Á Bíldudal hefur í fjölda ára ekki verið maður sem hefur haft þetta starf með höndum,” sagði Jón, ,,þvi það fólk sem stóð að tönlistarstarfi er ýmist flutt af staðnum eða komið yfir f eilffðina." Kjartan kennir Bílddælingum á gftar. flautu, pfanó og sitthvað fleira sem við- kemur tónlist. Hann æfir kirkjukórinn og er að setja á stofn karlakór. M'kill áhugi er á staðnum á þessummálum og sagði Jón Kr. Ólafsson að sér væri kunn- ugt um að tónlistarkennarinn hefði yfir- drifið að gera og ynni oft langt fram á kvöld. „Það er alltaf góðs viti þegar hugur og hönd fylgjast að í þeim störfum sem menn vinna,“ sagði Jón. „Ég þakka fyrir mína hönd og ég veit að allir staðar- búar hljóta að vera mér sammáia. Ég vona að við fáum að njóta kunnáttu Kjartans sem allra lengst. - ÓV Kjartan Eggertsson tónlistarkennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.