Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUA-R 1978 ' 15 ‘ííar Iaium ma'lli III Oskarsvi'rillaunaháliilar- innar liifraili hún hlaöamcnn ok I.jósmyndara upp úr skónum. Tatum cr sannarli'na orrtin falU'K slúlka i seinni lírt. Litla sknmsln fallegt ordið Þegar Tatum O’Neal gekk inn á Öskarsverðlaunahátíðina í fyrra tóku flestir eftir miklum bréytingum í fari hennar. Tatum sem lengi hefur í Holly- wood gengið undir nafninu Litla skrímslið var allt í einu orðin aðlaðandi og virkilega falleg stúlka sem með látlausri framkomu sinni vann hug og hjörtu allra viðstaddra. Feg- urðardísirnar sem þarna voru staddar hurfu í skuggann fyrir Tatum. Og ekki hefur fegurð hennar fölnað síðan. Mönnum þykir sem þessi skyndilega breyting til batn- aðar á útliti Tatum sé eins ótrúleg og skyndilegur frami hennar á hvíta tjaldinu. Þegar Jack Benny, sem gamal- Strax harn að aldri fór Tatum að fara á vcilingahús mcð förtur sinum og þcim vinkonum sem HÚN valdi. reyndur er fyrir framan og aft- an kvikmyndavélar, sá eitt sinn Tatum hjá Paramount félaginu sá hann strax í hendi sér að þessi krakki yrði stjarna. En hann sá ekki hversu fljótt slíkt m.vndi verða. Jack Benny vissi ekki þegar hann talaði um þetta mál að Tatum væri dóttir Ryans O’Neal og þaðan af síður að hún væri þegar að leika í sinni fyrstu m.vnd, Pappírstungli, Hann þóttist hins vegar sjá það í hre.vfingum hennar og tals- máta fremur en útliti að þarna væri komin sú stjarna sem einna skærast ætti eftir að skína yfir Hollywood og jafnvel öllum heiminum. Aðeins ári eftir að Bennv hafði sagt þessi orð vann Tatum Öskarsverðlaun fyrir leik sinn í Pappírstungli. Fyrir leik sinn í þessari fyrstu mynd sinni hafði hún fengið laun sem voru í há- marki þess sem greidd voru til nokkurs leikara, konu eða karls. Hún vann sér inn fjórð- ung úr milljón dala og þótti sumum sem níu ára krakki hefði lítið með það að gera. Hún fór þá að sækja kvöld- veizlur með hinum fræga föður sínum og revkti sígarettur og dre.vp'i á líkjör.Húnbölvaði ' ins og sjóari og sást í fylgd með Elton John og öðrum rokk- stjörnum þegar hún var tíu ára. Margir hneyksluðust mjög yfir framferði hennar og blaða- menn skömmuðu Ryan fyrir að le.vfa krakkanum þetta. A þessum árum reyndi Tatum mjög mikið til þes’s að láta líta út f.vrir að hún væri meiri dama en hún raunveru- lega var og gerði sig sem ellileg- asta. Og henni fannst það mesti óþarfi að sækja skóla en faðir hennar neyddi hana til þess eftir mikið þjark. Og hann meinaði henni lika að leika i fleiri kvikmyndum þá. sagðist ekki vilja að hún fengi of mikið of fljótt og væri rænd allri æsku. Þó að Ryan heitstrengdi að hún fengi ekki að leika aftur f.vrr en hún væri orðin 16 ára gat hann ekki staðið við orð sín. Það var ekki nóg með að Tatum liði illa í skólanum heldur virtist það ástand ætla að vara og Ryan var stöð- ugt legið á hálsi fyrir að hefta þroska dóttur sinnar að nauðsynjalausu. Að síðustu fékk hún sig lausa úr skólanum og faðir hennar ferðaðist með hana um heiminn. Og það varð til þess að þau feðginin urðu aftur vinir og Tatum þroskaðist svona ótrúlega mikið. Tatum var aðeins 12 ára þegar hún var farin að segja föður sínum hverri hann mætti fara út með og hverri ekki og oft fór bún með þeim. Hún dáðist mjög að Biöncu Jagge; og reyndi að líkjast henni eins og hún gat. Hún vildi fara að búa með Biöncu og hugsaði lítt um það að þá var hún ennþá gift Mick Jagger og átti ekki heimangengt. Hún skipti sér lítið af jafnöldrum sínum enda voru þeir á allt annarri bylgjulengd. En nú er hún farin að umgangast stórum yngri menn og nýjasti vinur hennar er aðeins 16 ára og er einn úr fjölskylduhljómsveit- inni Jacksons. „Nei, það er allt of þröngt?” Frank Boreman sem árið 1968 hringsólaði umhverfis tunglið i Appolló 8 hefur nú gefið þá yfir- lýsingu að honum lítist ekkert á það áð konur verði settar um borð í geimför í meira mæli en nú er. Konur eru svo sem ágætár segir hann en geimförin eru alltof rúm- lítil til þess að vel fari um mann með þær um borð. Frank lofaði mjög stjórn þessara mála f.vrir að gera konum kleift að komast með geimförunum en hann sagði jafn- framt að ástæðurnar til þess að þetta var ekki gert fyrr væru góðar og gildar. Förin hefðu verið allt of lítil og fölkið var hreinlega samanpakkað og það í mjög lang- an tíma. „Það hefði verið hræðilegt að eyða tveimur vikum í geimnum með konu í klefa sem var á stærð við rýmið í fólksvagni. Það var nógu slæmt að vera þar með Lovell.” segir Frank. James Lovell og William Anders voru með Frank í fluginu sem áður er nefnt. Það verður líklega að hafa aðskilin geimför fyrir konur og karla ef hugm.vnd- um Fránks á að fylgja eftir og gæti þá staðið utan á þeim Dömur ... Herrar líkt og á stöðum sem við öll þúrfum að nota. » Frank Boreman.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.