Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. AFRlL 1978. 2 Ungurfaðir hringdi: „Er ég las hugleiðingar ungrar móður um morð, misþyrmingar og nauðganir i DB 3. marz sl. greip mig ritfrelsisþráin eins og hún gripur marga. Ungar mæður ættu að vita muninn á réttu og röngu og þess vegna inn- ræta börnum sínum þennan mun. Það heyrir undir uppeldi. Þætti þeim ekki súrt í broti ef rit- frelsi væri afnumið? En væri það ekki það bezta fyrir okkur, er virðum sjón- frelsi okkar, t.d. i þessari hugleiðingu var dreng að dreyma að hann væri að eltast við konubrjóst. Ég sem ungur faðir vona að drengurinn hafi náð i brjóstin enda hef ég aldrei séð neitt Ijótt eða klámfengið við falleg konu- brjóst. Á það sennilega við um flesta feður. (Að fela fegurð finnst mér synd). Skyldi hafa verið svo langt síðan drengurinn nærðist einmitt af konubrjóstum? En svona mæðraskrif þyrftum við ekki að lesa ef við værum firrtir frelsi til að velja og hafna. En er ekki einmitt verið að firra almenning þvi frelsi. Víkjum aðeins að kvikmyndinni Veldi tilfinninganna sem svo mikið hefur verið skrifað um. Þá voru fáir útvaldir fengnir til að velja og hafna en almenningi var ekki treyst. Fólk var almennt dæmt imbar. Fyrr i þessari grein rainntist ég á að ungar mæður ættu að vera hæfar til að ala upp börn sín. Þessir útvöldu hafa kannski fengið annað uppeldi en almennt gerist og síðan treyst að vera dómbærir á hlutina. Hugleiðing þess- arar ungu móður var um að ungling- um og fullorðnum gæti stafað andleg hætta af áhrifum frá þessu „sexi og sukki”. Skyldu þessir útyöldu ekki vera i stórkostlegri hættu, jafnvel orðnir stórhættulegir þjóðfélaginu. Væri ekki athugandi að mennta dyraverði kvikmyndahúsanna þannig að þeir gætu sálgreint fólk i anddyrinu þannig að sleppa mætti öllu aldurstak- marki. Þá slyppu dyraverðirnir við að brjóta lög á hverju kvöldi því 15 ára getur verið þroskalegri en fimmtugur. Unga móðirin talaði um ber brjóst, samfarir og ofbeldi í sjónvarpinu og þetta væri ekki fyrir neinn að sjá. Hvernig á fólk að skilja mun á réttu og röngu? Með eyrun til að heyra og augun til að sjá og foreldrum i æsku með dómgreind. En það er misjafn sauður i mörgu fé.” Raddir lesenda Þarf ekki leyfi gjaldeyris- eftirlits til að kaupa vörur fyrir umboðs- launin? Fyrirspurn tíl Gjaldeyriseftírlitsins: Einn þeirra sem flett var ofan af i Finansbankamálinu er einhver heild- sali sem játar i viðtali við Dagblaðið að hafa ekki bara falið dönsk umboðslaun heldur hafi hann safnað saman umboðslaunum úr ýmsum áttum og falið þau öll í danska bankanum. Þegar maðurinn er svo staðinn að þvi að hafa brotið lög og reglur segir hann að allt sé þetta eðlilegt því hann hafi ætlað að kaupa vörur fyrir földu peningana. Nú er spurt og Gjaldeyriseftirlitið beðið að svara: Mega heildsalar og aðrir ráðskast með erlendan gjaldeyri án þess að gefa hann upp? Þurfa þeir ekki leyfi gjald- eyriseftirlitsins til vörukaupa fyrir slíka peninga? Iðnaðarmaður SPARISKOR - BRUÐARSKOR Margar geröir Laugavagi 69 *imil68SO ■■Mi&bajarmarfcaAi — simi 19494. ....• Litir. Hvítt beige, grátt, brúnt, svart verö kr. 13.980. Póst sendum \ V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.