Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRlL 1978. 3 Af „borgarstarfs- manni” í felum — Uppskrif tin er einföld: Allir sem ekki fylgja f lokkslínu Sjálfstæðis- f lokksins eru kommar og framfleyta sérá peningumfrá Rússíá Elías Davíösson skrifar: Þann 18. mars sl. skrifaði maður, sem jxrrði ekki að láta nafns sins getið, lesendabréf í Dagblaðið. Hann titlar sig „borgarstarfsmann" en lætur ekki fylgja með, hvaða starfi hann gegni hjá Reykjavikurborg. Bréfið virðist ætlað sem svar við kjallaragrein minni, sem birtist í Dagblaðinu 14. mars. 1 þeirri grein var lýst vinnu- brögðum og afstöðu þeirra, sem fara með forystu Starfsmannafélags Reykjavikurþorgar. Um svar er þó ekki að ræða, enda afgreiðir huldumaðurinn öll efnisatriði í grein minni sem „marklaust bull og mannskemmandi kjaftæði”. Eitt atriði i grein minni virðist þó hafa truflað manninn sérstaklega, þ.e. umfjöllun mín um launin, sem forysta St.Rv. skammtar sjálfri sér af félags- gjöldum borgarstarfsmanna. Bréfritari hneykslast t.d. á því, að ég skuli kalia forystumenn St.Rv. „velbirga” vegna þess að þeir hafi skammtað sér rúmar 4 milljónir á sl. ári vegna starfa i þágu félagsins. Um 2/3 hlutar þessara greiðslna fóru til þriggja stjórnar- manna af 9 (þar af 1,5 milljón til for- mannsins), sem eru jafnframt á fullum launum hjá Reykjavikurborg og sinna félagsstörfum að meira eða minna leyti á vinnutíma. Er þá nokkuð undarlegt, að forystumenn* St.Rv. skilji ekki þörf virkrar kjarabaráttu, þegar heildartekjur sumra þeirra eru nær þrefalt hærri en tekjur þeirra lægst launuðu i félaginu? Vegna skorts á rökum gerir huldur- maðurinn þvi tilraun til að réttlæta laun forystumanna St.Rv. með því að gefa í skyn að ég sé einnig „velbirg- Varðveitum gömlu þvotta- laugarnar Kristín hringdi: ,,Nú er alltaf verið að ræða um niðurrif á gömlum mannvirkjum og sýnist sitt hverjum í þvi efni. Mér dettur þá 'i hug að mikill skaði væri ef gömlu þvottalaugunum í Laugardaln- um væri ekki haldið til haga . Þarna þvoðu formæður okkar þvott sinn við frumstæð skilyrði i fjölda mörg ár og mér fyndist það hreinlega synd og skömm ef staðnum verður ekki sýnd tilhlýðileg virðing i framtiðinni.” Raddir lesenda Hríngið i síma 27022 milfí kl. 13-15 eða skrífið ur”. Máli sinu til stuðnings dylgjur hann um að undirritaður „fari eða hafi farið reglulega tvisvar i mánuði flugleiðis til Vínarborgar til að leika sér á hljóðfæri”. Ennfremur gefur hann i skyn, að tilgangur þessara ferða sé að afla Nýrri hreyfingu í St.Rv. fjár. og það í rikum mæli („lausleg ágiskun er hálf til heil milljón á nokkrum vik- um”). Loks slær hann þvi föstu, að Ný hreyfing sé „kommúnistasella”, hvorki meira né minna! Ljóst er, að bréfritari er lögfróður maður, þvi að hann passar sig að setja allar upplýsingaí sínar fram í dylgjuformi en ekki sem fullyrðingar, til að sleppa við hugsan- legmálaferli. Ofangreint ævintýri (Vínarferðir, fjáröflun o.þ.h.) er enn ein útgáfa af gamalli uppskrift frá „húsmóður i vesturbænum" (sbr. skrif „hennar” i Velvakanda). Uppskriftin er einföld: Allir sem ekki fylgja flokkslinu Sjálf- stæðisflokksins eru kommar og fram- fleyta sér með peningum frá Rússiá. Höfundi þessa ævintýris hefur þó orðið aðeins á í matreiðslulistinni. Hann hefði átt að velja Moskvu (eða a.m.k. Prag) i stað Vínarborgar og láta fljóta með nokkur vel valin rússnesk nafnorð (t.d. kavíar. vodka. kommiss- ar...) til að fullkomna „sönnunina” um kommúnistaeðli Nýrrarhreyfingar. En staðreyndir i málinu eru nokkuð fábrotnari. Til Vinarborgar hef ég aðeins komið einu sinni — með járn- brautarlest — og 'ar þá 14 ára að aldri. Sem betur fer hef ég ekki heldur þurft að fara til úllanda reglulega, hvorki á tveggja vikna fresti eða sjaldnar, hvorki fyrir mig né aðra, hvorki i fjáröflunarskyni eða lil „að leika mér á hljóðfæri". eins og brand- arakallinn orðar það. Um fjármál Nýrrar hreyfingar var annars fjallað i fréttabréfi, sem hreyf- ingin gaf út eftir stjómarkosningar í félaginu. Þar kom m.a. fram. að heildarkostnaður hreyfingarinnar vegna mótframboðs í þessum kosning- um var 208 þús., sem allir virkir þátt- takendur í Nýrri hreyfingu skiptu með sér á lýðræðislegan hátt. Hinar si- endurteknu dylgjur um fjármál Nýrr- ar hreyfingar benda til þess. að dylgj- endurnir séu ekki vanir að vinna að félagsmálum, nema penirlgar séu í boði! Þess vegna geta þeir einfaldlega ekki skilið, að tugir stuðningsmanna Nýrrar hreyfingar skuli leggja fram bæði frístundir sínar og peninga i þágu félagsstarfa. Og fyrst minnst er á Nýja hreyfingu er við hæfi að geta hér i fáum orðum hver séu helstu stefnumál þessarar „kommúnistasellu": — Lífvænleg laun fyrir 40 stunda vinnuviku (þ.e. að yfirvinna verði ekki lengur nauðsynleg til að fram fleyta fjölskyldufólki). — Launajafnrétti milli kynja verði virt í reynd. — Meiri launajöfnun og einföldun launastigans. — Aukið lýðræði innan starfsmanna- félagsins. — Aukin áhersla á félagsleg hags- munamál borgarstarfsmanna t.d. dagvistun barna. fræðslumál o.fl.l. i Væri nú ekki viðeigandi að hinn lögfróði huldumaður — sem bersýni- lega ætlaði ævintýrasögu sinni annan tilgang en að skemmta skrattanum — sýndi lesendum lágmarkskurteisi með þvi að birta upplognar sögur sinar undir fullu nafni og reyndi að færa fram einhverjar heimildir dylgjum sin- um til stuðnings? Eða ætlar þessi glefsandi hundur nú að laumast burl með lafandi skott og láta vini sina i stjórn Starfsmanna- félags Reykjavikurborgar sitja uppi grunaða um að standa að baki rógbréfi þessu? Hanservalið. Ég fyrir mitt leyti treysti borgar- starfsmönnum fyllilega til að draga sinar ályktanir af slikum skrifum og geta sér til um höfund þeirra. Elias Davíðssnn kerfisfræðingur Spurning dagsins Eru Ijós- myndirfíst? Spurtá Ijósmynda- sýningu Nönnu Biichert íKlausturhólum Sigmundur örn Arngrímsson leikari. Þærgeta verið list. Vilborg Þórarinsdðttir. starfar á Morgunblaðinu. Já. það finnst mér. þær geta talað til fólks og sagt þvi nurgt. Unnur Sveinsdöttir, starfar hjá Rann- sóknarstofnun iðnaðarins. Já. það tcl ég vera. Um það ráða. til dæmis Ijós og skuggar og form Ijósmyndanna. A ég þá sérstaklega viðsvarthvitar myndir. Nanna Búchert Ijósmyndari. Þær gct.i auðvitað verið það. en eru ekk; alltat Við gerð minna mynda stefni ég að list. þáð er. ég reyni ekki aðeins að gera mynd af einhverju heldur einnig sýna hvað býr nteð mcr og hvernig ég horfi á fyrirmyndina. Ég held að hægt sé að segja ntikið nteð myndavéltnni. Magnús Gestsson, bókavörður. Vissulega geta þeir vertð list en auðvitað eru bæði til goðar og vondar Ijósmyndir. Jónas Helgason nemi við verkfræði- og raunvísindadeild Háskólans. Já. alvcg örugglcga og til að fá fram góðar Ijós- myndir þarf að leggja mikið á sig og jafnvel kunna tnetra en lítið fyrir sér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.