Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRlL 1978. Skömmtun á kjarnfóðri Sá vandi steðjar nú að bændum þessa lands, að þeir framleiða meira af afurðum en viðunandi markaður er fyrir. Verður því að flytja úr landi verulegt magn af landbúnaðarvörum fyrir lágt verð og útflutningsuppbætur nægja ekki til þess að bæta upp hallann. Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda telur, að leggja þurfi 12 kr. verðjöfnunargjaid á hvern litra mjólkur og um 100 kr. á hvert kg af kindakjöti til þess að jafna hallann á þessu ári. Það er hins vegar ágreiningur um það meðal bænda, hvernig skuli bregðast við þessum vanda. Það liggur þó beinast við að auka vald Framleiðsluráðs landbúnaðarins til þess að skipuleggja framleiðsluna á einhvern hátt, t.d. með því að setja nokkrar hömlur á notkun fóðurbætis, og verður hér gerð nánari grein fyrir þeirri hugmynd. Framleiðsluráð landbúnaðarins myndi þá taka upp skömmtun á inn- fluttum fóðurbæti svo og fóðurbæti, sem er fullunninn til útflutnings. Yrði þá fyrst ákveðin heildarupphæð fyrir allt landið frá 1. sept. 1978 til jafn- lengdar næsta árs, sem þætti hæfileg, og siðan yrði þessari upphæð skipt niður á sveitarfélögin í hlutfalli við búfjárfjölda, en einnig skal taka tillit til annarra aðstæðna eins og heyfengs ogefnahags bænda. Sveitarstjórn skal síðan skipta þeirri upphæð, sem kemur í hlut sveitar- félagsins, á milli bænda samkvæmt leiðbeiningum framleiðsluráðs og í samráði við stjórn búnaðarfélags og forðagæzlumann. Skal þá aðalreglan vera sú, að sambærileg bú hljóti sömu upphæð. Þeir sem hafa svín eða hænsni sem aðalbúgrein skulu hljóta skammt miðað við eðlilega þörf, en þeir sem hafa búfé í þéttbýli, sér til gamans eða sinna því aðeins í hjáverk- um skulu að jafnaði ekki fá skammt. Guðmundur Jónsson Bóndinn fær að vita um magn þess kjarnfóðurs, sem honum er úthlutað í byrjun sept. og gerir hann þá fram- leiðsluáætlun fyrir næsta ár. Ef þá kemur í ljós, að honum nægir ekki hinn úthlutaði skammtur, getur hann keypt til viðbótar grasköggla meðan birgðir endast eða keypt ávísun á viðbótarskammt og skal þá miða við, að það kjarnfóður verði um 50% hærra í verði. Á sama hátt geta búfjár- eigendur í þéttbýli keypt kjarnfóður. Samkvæmt þessari tillögu myndu bændur fá mikla hvatningu til þess að gæta hófs í fóðurbætisgjöf. Myndi þá framleiðslan dragast nokkuð saman, einkum á stærstu búunum. Vitanlega hefur framkvæmd þessarar tillögu nokkurn kostnaði í för með sér, en það eru srhámunir einir miðað við það mikla tjón, sem bændur mega búast við að verða að taka á sig, ef ekkert verður gert. Einhverjar tekjur koma lika þarna móti frá eig- endum búfjár i þéttbýli og fleirum, sem ekki geta látið úthlutaðan skammtduga. Svo er líka nauðsynlegt að athuga ýmislegt fleira, sem gæti orðið til hag- ræðingar í landbúnaði. Þess vegna er endurskoðun jarðræktarframlaganna nauðsynleg. Það er kannski nauðsyn- legt að draga um sinn úr framlögum, ,sem hvetja til aukinnar framleiðslu, en þau framlög, sem hvetja til bættrar heyverkunar eða aukinnar hag- ræðingar eiga að hafa forgang. Einnig má taka til athugunar að styrkja nýjar atvinnugreinar i dreif- býlinu, t.d. einhvers konar iðnað. Því má ekki gleyma, að lengi var mikil iðnaðarframleiðsla i sveitunum, því að talið er, að um 11 þúsund manns hafi haft nóg að gera í tóvinnu sjö mánuði á ári hverju á dögum Skúla Magnús- sonar. Takmarkið er að sjálfsögðu að efla byggð í dreifbýlinu en ekki að búfjárrækt sé þar eina atvinnugreinin. Guðmundur Jónsson. bóndi Kópsvatni. FORUNAUTAR OKKAR Æðarfugl Þessi friðsami og spaki fugl hefur stundum sézt á Tjörninni í Reykjavík, þessari tjörn er hefur staðið af sér að mestu allar tillögur um skerðingu. Fjöldi fólks kemur með börn sin og lætur þau gefa fuglunum. Eru þetta ef til vill fyrstu gæfuspor þessara ungu borgarbúa, að læra að gefa án þess að þiggja annað en sjá þessa fugla taka á móti gjöfunum? Ég hefi átt heima I Reykjavík og nágrenni í meira en hálfa öld. Alla þá tíð hefur verið rætt um að minnka Tjörnina eða breyta henni á einhvern hátt. Það má aldrei ske að hún verði minnkuð en ég vil stækka hana, það er að segja búa til aðra tjörn nálægt Norræna húsinu og koma þar upp æðarvarpi. Á þessum timum, þegar við höfum byggt sögualdarbæ, Árbæjarsafnið er alltaf að stækka, byggðasöfn rísa víða og jafnvel rjómabúum er haldið við, svo að ungt fólk og einnig við eldri getum betur áttað okkur á hinu liðna, sem ég álít mjög nauðsynlegt, ætti að vera hægt að gefa æðarfugli tækifæri til að verpa í höfuðstaðnum. Væri vel til fallið að þetta yrði gert í maí við Norræna húsið. Þar eiga margir leið um, erlendir og innlendir. Mættu þeir þá sjá þennan forna atvinnuveg okkar sem er svo sérstæður vegna þess að engan þeirra fugla, er aö varpinu standa, þarf að deyða, aðeins verja þá fyrir vargi. Tjörn sem yrði á þessu svæði þyrfti að vera nægilega stór svo fuglarnir gætu náð flugi upp úr henni á alla vegu og afrennsli á að vera frá henni i hina tjörnina. Mætti loka því með sterku vírneti svo minkur kæmist ekki inn þá leiðina. Girðing úr vírneti, nægilega há til þess að menn komist ekki yfir og þannig gengið frá að neðan að minkur kæmist ekki undir, þyrfti að vera í kring, nægilega langt frá til að kollurnar hefðu gott hreiður- pláss. Ef til vill mætti rækta lágvaxinn gróður þar til skjóls fyrir þær. Hugsan- legt er að búa mætti til skýli fyrir þær úti í tjörninni, þannig að ungar gætu synt þar inn undir ef hættu bæri að höndum frá vargfugli. Á tímabilinu frá því að ungar skriðu úr eggjum og þar til þeir yrðu fleygir þarf að verja varpstaðinn. Æðar- fuglinn er skynsamur fugl og áttar sig vist fljótt á að skotmaður er að verja varpið. Ef til vill er hafður varðmaður sem reynir að verja tjörnina og ef til vill er vaktmaður um nætur í Norræna húsinu. Væri þá stutt að fara. Þessi atriði veit ég ekki um en slæ þessu svona fram. Auðvitað þyrfti að fá ráð hjá einhverjum varpbónda um - þessi mál en ef vel tekst til, held ég að þetta væri mikil landkynning og myndi setja svip á bæinn. Þrestir Þrestir eru mjög skemmtilegir fuglar í þéttbýli. Ef til vill er þrast- armamma dálítið aðsópsmikil ef hreiðurhennarerof nærri gangstígeða útidyrum húsa. Er henni þó vorkunn þar sem hún er að verja börnin sin. En falleg eru hljóð þrastanna og fallegir eru ungar þeirra er þeir flögra niður úr hreiðrinu en geta ekki komizt upp aftur. Þá er þeim hætt fyrir köttum. Ég get ekki stillt mig um að segja ykkur sanna sögu af þessu: t einu af trjánum i garði okkar, stóru tré sem var fjærst húsinu, verptu þrestir og komu upp ungum. Svo skeiði það að tveir heimiliskettir úr nágrenninu fylgdust með þegar ungarnir komu niður og átu þá. Þetta sama skeði næsta ár. Þá var tréð fjar- lægt og nú verpa engir þrestir hjá okkur lengur, en tveir gæfir heimilis- kettir nágranna okkar koma hér. Þetta eru mjög vinsamlegir kettir og höfum við gaman af þeim. Svona er lífið, einn lifir á öðrum. Það gerum við menn- irnir líka. Eitt ráð kom mér til hugar eftir að það var um seinan, að girða dálítið svæði i kringum þetta tré sem þrestirnir verptu í, með múr- húðunarneti sem sumir kalla hænsnanet, ég býst við að allir átti sig á hvað ég meina. Staurar mega ekki ná svo hátt að kettir geti fengið fótfestu á þeim er þeir reyna að komast yfir. Ef til vill myndi einhver vilja reyna þetta og láta svo vita í blöðunum hvemig tekst til.Ef til vill þyrfti tvöfalda hæð nets og mætti þá setja annað ofan á hitt og binda saman á jöðrunum. Þetta mætti svo taka niður og geyma til næsta árs. Maríuerlan Sést hér og verpti hjá okkur fyrstu árin, þá var litið byggt í nágrenninú og engir kettir. Kom hún upp ungum nokkur ár. Hún verpti í holum á milli steina. Ef einhver væri svo hamingjusamur að hún verpti í garði hans gæti ef til vill ráðið með netið dugað en það mætti ekki vera of nærri holunni hennar. Starrar Þeir eru að mörgu ieyti skemm- tilegir fuglar, hafa fjölbreytt raddsvið og sækjast eftir að verpa utan á eða í ^úsum. Ég talaði við mann sem þekkir til þess hve fló, er þeir bera með. sér, getur verið til óþæginda ef í hús ÁsgeirGuðmundsson kemst, til dæmis inn um opinn glugga nærri hreiðri þeirra, svo maður tali nú ekki um óvarðar loftræstingar. Þessi fló leggst á fólk og getur verið seinlegt að útrýma henni. Að þessu athuguðu virðist bezt að ráðleggja fólki að setja net fyrir loftræstiop og þess háttar. Starrar voru mikið við opna loft- ræstingu hjá mér, en ég setti virnet fyrir. Þeir koma á hverju vori og athuga hvort eigi sé hægt að komast inn. Því hef ég persónulega ekkert af þessari fló að segja, en leitaði upplýs- inga hjá manni sem sér um útrýmingu slíkra fyrir Reykjavíkurborg. Nú hef ég hér og i fyrri greinum í Dagblaðinu rætt nokkuð um fugla í þéttbýli, þáerég þekki til og frjálsir crtt ferða sinna og læt hér staðar numið hvað þá snertir. Fuglar í búrum Þá hef ég oft séð en aldrei átt. Ef til vill er það mismunandi eftir tegundum hversu þeir þola búrvistina og svo hvort hægt sé að lofa þeim að fara út úr búrinu. Heyrt hefi ég að páfa- gaukar þiggi að sitja á sivölum keflum sem séu sett á veggi ibúðarinnar og sé þá spegill við vegginn, en undir sé haft snoturt ilát, ef þeir þurfa að losna við eitthvað. Ef til vill eru minni fuglar bezt komnir í búrum sínum. Þeir venjast þá ekki öðruvisi frelsi en þar er að hafa. Annars hljóta þeir öðru fremur að vera mikið háðir þeim er eiga þá og annast. Má vera að gömul kona sem býr ein og á fáa vini geti með ástúð sinni á þessum fuglum, bætt þeim að nokkru frelsisskerðinguna og ef til vill að öllu. En svona almennt séð held ég að fólk ætti ekki að hafa fugla i búri. Kettir Margt barnið hefur sofnað með kött í rúmi hjá sér. Fátt er eins róandi og kattamál. Kettir hafa fylgt manninum lengi, til dæmis voru í hinu forna Egyptalandi heilagir kettir. Þrátt fyrir þetta hafa kettir aldrei nálgazt manninn meira en svo að þeir halda sínum sérkennum enn þann dag í dag. Einhvers staðar segir: „Þegar ég glata þinni tryggð þýðir ei neins að leita.” Þetta munu orð að sönnu því kötturinn er ekki allur þar sem hann er séður. Þá eru kettir frábær veiðidýr á mýs og jafnvel rottur. En þvi miður sækjast þeir einnig eftir fuglunum. Þetta gerir þeirra mikla veiðináttúra. Hér I fjölbýlinu hafa þeir um skeiö verið einhver hin þjáðustu dýr er um getur og á ég þá við útilegukettina. Sumt eru ef til vill kettir.sem hlaupið hafa að heiman. Sumir eru bornir út eða fluttir svo langt.frá heimilum sinum að þeir rata ekki heim. Þessir kettir tímgast og er þá kattarlífið orðið æði dapurlegt þeg- ar vetrar og hungrið sverfur að þessum , vesalings dýrum. Þetta er mjög Ijótur blettur á því fólki er þannig hagar sér gagnvart dýrum sem það ber ábyrgð á. Nú hefur verið stofnað Kattavina- félag og vænti ég mikils af góðri starf- semi þess. Þar má telja fremst í flokki frú Svanlaugu Löve og mann hennar, Gunnar Pétursson. Þau hafa á eigin kostnað útbúið geymslu i húsi sínu fyrir ketti sem villst hafa frá heimilum sínum. Þá reyna þau eftir því sem pláss leyfir að gæta kattr. fyrir fólk sem fer i íerðalög. Sími 14594. Ég hygg að þetta sé mjög til úrbóta og er þetta óeigingjarnt starf. Þessa starfsemi ættur allir kattaeigendur að styrkja með því að ganga í félagið. Hundurinn Skáldið og dýravinurinn Grimur Thomsen lýsir þessum förunaut mannsins svo í kvæði er hann nefnir „Hundurinn”: Þegar voru Adam og Eva Edens burt úr garði rekin en frelsið skammtað fagra úr hnefa og frá þeim besta gleðin tekin, dýrin eftir saklaus sátu sælu fyrri notið gátu. Eitt sér þar ei undi lengi, aftur og fram það hljóp um sviðið, sinnti engu sældar gengi, seppi, er klóraði á Edens hliðið. Kerbúl sagði: „Farðu í friði og fylgdu Adams skylduliði.” Frá því, hvar sem flækist maður í funa Serklands, Grænlands ís, honum fylgir hundurglaður, hundsins þar er Paradís hinn eini vinur aumingjans, aldrei bila tryggðir hans. Víst er um það. Hann hefur verið förunautur mannsins frá öróft alda. l4já manninum á hann heima, þar á hann paradis. En ekki hefur maðurinn alltaf kunnað að meta tryggð og vináttu þessa dýrs og er það honum til lítils sóma. Vil ég nefna nokkur dæmi úr máli okkar þessu til sönnunar Mannhundur (slæmur maður), eins og lúbarinn hundur (skýrir sig sjálft). Hundslegur — likist dýrinu þegar búið er að sparka í það og berja það til óbóta. Læt ég hér staðar numið en af nógu er að taka. Með þessu vil ég árétta að þessi góði förunautur okkar hefur af alltof mörgum verið vanmetinn og er nú mál að linni. Þá vil ég skora á allt fólk að það uppræti úr málinu þessar tilvitnanir i hunda sem eru okkur til skammar. Hundar hafa mjög oft bjargað mannslifum. En litið heyrist um hvernig þeim var launað það. Geta má þess að hundsbein hafa fundizt í gröfum fornkvenna. Hefur þeim þótt nokkurs virði að hafa þetta trygga dýr í fylgd með sér. Var þetta eflaust gert samkvæmt þeirri trú. Ásgeir Guðmundsson, iðnskólakennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.