Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUÐAGUR 3. APRlL 1978 13 Óháð framboð er lausnin Fyrir nokkru skrifaöi Jón Gröndal kjallaragrein hér í Dagblaðið, þar sem hann svarar grein Krístjáns Péturssonar um óháð framboð. Jón heldur því fram í svari sínu, að óháð framboð hafi alltaf verið ónýt. Það er þó ekki ólíklegt, að það hafi verið óttinn við fylgistap Alþýðuflokksins við tilkomu óháðs framboðs, sem stýrði penna hins unga Gröndals í þetta skiptið, en ekki betri samvizka. Sannleikurinn er sá, að það er sifellt að renna betur upp fyrir hinum almenna borgara, að það eru gömlu flokkamir sem eru ónýtir — og það liðónýtir. Siðustu tíu árin hefur þjóðin mátt þola stjórnleysi allra flokka og efnahagslegan glundroða. Ofan á allt þetta bætist svo óþolandi siðleysi, sem hefur farið mjög í vöxt á seinni árum. Ráðherrar, þing- menn og heilir þingfl. eru flæktir í hvert hneykslismálið á fætur öðru, og þegar upp kemst, þá gerist hreinlega ekki neitt. Samvizka alþingismanna er ekki betri en svo, að á þeim bæ þorir enginn að benda á annan. Kjallarinn Jóhannes B. Lúðvíksson eru fyrir löngu komnir úr tengslum við hinn almenna borgara, en hafa nálgazt hver annan að sama skapi. Þetta fmnur fólk og þvi ríkir hér meiri óánægja og pólitísk þreyta en dæmi eru um í aðra tíð. Það verður því að vera algjört forgangsmál í næstu kosningum að rjúfa samtryggingakerfi gömlu flokkanna og hleypa fersku lofti inn í sali Alþingis. Við verðum að uppræta kerfið áður en það upprætir okkur. Á meðan spilling- arkerfið heldur áfram í sinni núverandi mynd, heldur árangur Alþingis áfram að vera jafndapurlegur og hann hefur verið nú í langan tíma. Nú er tækifæri fyrir réttsýna menn úr öllum flokkum að taka höndum saman og bjóða fram i óháöu framboði, eins og Kristján Pétursson benti á hér i blaðinu. Slíkt framboð á örugglega eftir að ná eyrum mörg þúsund tslendinga, s'em með árunum eru orðnir þreyttir og hvekktir á gömlu flokkunum. Þetta er bezta tækifæri sem hefur gefizt í mörg ár. Jóhannes B. Lúðviksson Box 988. ^******************************************** ! Listsmidjan hf * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * # * * * * Smidjuveg 5G Simi: 71331 ########## ################ ***FRfM1LEIDIR *** Handriff Skilrúm Leiktœki * Hllt úr smiDajúrni Tilhnff * HlitT * Stigo * Hrna ,\\\\\\\V ,\Vi\\\\\V * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * # * * * *Timauinna * ************************************** Valdið Samfara aukinni spillingu innan flokka og Alþingis hafa raunveruleg völd þingmanna farið mjög þverrandi síðasta áratuginn. Á tímum óða- verðbólgu færist valdið i ríkara mæli yfir til bankastofnana og þeirra aðila sem hafa mikið í veltunni, en þeir stjórna svo á bak við tjöldin með þvi að kippa í réttu spottana. Sem dæmi má nefna, að SÍS ráðskast með um 30% af sparifé lands- manna, en menn geta rétt ímyndað sér hvaða þýðingu það hefur á miklum verðbólgutímum. Þetta er þó aðeins eitt dæmi af fjölmörgum. Annar Ijótur blettur á störfum Alþingis eru stöðugar „reddingar” og sendisveinastörf, sem þingmenn lands- byggðarinnar stunda. fyrir alls konar út- kjálkafólk, sem í krafti úreltra kosninga- laga getur sett á þá þumalskrúfuna. Óháð framboð Stjórnmálamenn og stjórnmála- flokkar eru ekki heilagar kýr. Þetta er fyrirkomulag sem við höfum kosið okkur, til að sem flestir hlutir gangi snurðulaust fyrir sig. En þegar stjórn- málamennirnir bregðast, verður fólkið sjálft að taka i taumana. Þessi staða hefur komið upp hjá flestum menningar- samfélögum í gegnum tíðina og er ávallt prófsteinn á þroskavitund ibúanna. Eins og málin standa i dag í okkar þjóðfélagi er orðið fráleitt að tala um hægri eða vinstri flokka eða yfirleitt nokkurn teljandi mun á flokkum. Þeir ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ Uátfð ekkíöðrn leika sér Plastumbúðir eru ftai/ðsyfi, með plastdúk eða plastpoka. Notið þær á réttaft hátt+-*^ Fteygíð ekki plastumbúðum og stuðlið að óryggU á víðavangi. hreinlæti og umhverfisvernd \ P\asieyðistviösólarljós! Plastprent 1958^1978 argus *****************

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.