Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRlL 1978. 15 [ íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ■ij JÓHANN KJARTANSSON - NÝR KON- UNGUR í ÍSLENZKU BADMINTON — varð þrefaldur íslandsmeistari á íslandsmótinu um helgina Islenzkt badminton eignaðist nVjan konung á meistaramótinu um helgina — Jóhann Kjartansson, TBR, varð þá þre- faldur tslandsmeistari, aðeins 19 ára gamall. Jóhann sigraði i einliðaleik, tví- liðalcík ásamt Sigurði Haraldssyni og i tvenndarieik ásamt Kristinu B. Krist- jánsdóttur. Glæsilegt hjá hinum unga badmintonleikara. Það sem annars vakti mesta athygli í einliðaleik karla var að Sigurður Har- aldsson, TBR, þrefaldur íslandsmeistari i fyrra tapaði þegar í 2. umferð fyrir Víði Bragasyni frá Akranesi, 15-1, 10-15 og 15-12. Jóhann Kjartansson sigraði Sig- urð Kolbeinsson, TBR, i undanúrslitum 15-5,15-17,15-7 og mætti í úrslitum Sig- Skúli Öskarsson ÚÍA hreppti silfur- verðlaun á Evrópumeistaramótinu I kraftlyftingum I Birmingham um helg- ina. Hann settir Norðurlandamet þar I samanlögðu — lyfti samtals 700 kilóum. Raunar reyndi SkúU við heimsmet — sem hefði fært honum gull og var ekki fjarri þvi að ná þvi marki. fúsi Ægi Árnasyni, TBR. Sigfús hafði sigrað Víði 15-11,15-1 — en Jóhann bar öruggan sigur af Sigfúsi í úrslitum, 15- 11,15-3. t tviliðaleik báru þeir Jóhann Kjart- ansson og Sigurður Haraldsson sigurorð af þeim Haraldi Kornelíussyni og Stein- Sigurvegarinn var Breti — og hann lyfti 722,5 kg. Ólafur Sigurgeirsson stórbætti ár- angur sinn en hann keppti i 90 kg flokki — lyfti samanlagt 690 kg er gaf honum fimmta sætið. Friðrik Jósepsson úr Eyj- um keppti i 100 kg flokki og hafnaði í fjórða sæti — setti þrjú íslandsmet. 1 ari Pedersen, TBR, 15-8, 10-15, 15-10. Loks varð Jóhann íslandsmeistari í tvenndarleik — þar sigraði hann ásamt Kristínu B. Kristjánsdóttur þau Sigurð Haraldsson og Hönnu Láru Pálsdóttur 10-15,15-2,15-10. í einliðaleik kvenna var veldi Lovísu Sigurðardóttur, TBR, hnekkt — Kristín Magnúsdóttir, TBR, sigraði Lovisu í úr- slitum, 10-12, 11-7, 11-3. Hins vegar báru þær Lovisa og Hanna Lára sigur af þeim nöfnum Kristinu B Kristjánsdóttur og Magnúsdóttur, 11-15,15-4,15-7. 1 öðlingaflokki sigraði Jón Árnason, TBR, — hafði yfirburði yfir Garðar Al- fonsson, 15-7, 15-1, en þeir eru báðir í hnóbeygju lyfti hann 300 kg sem er ís- landsmet. 1 bekkpressu lyfti hann 200 kg — einnig lslandsmet, og í réttstöðulyft- ingu lyfti hann 299 kg — samtals 790 kg sem er íslandsmet. Bretar urðu sigurvegarar í flokka- keppninni — hlutu 105 stig en Finnar sigldu fast á eftir með 93 og Svíar 87. TBR. Ragnheiður Jónasdóttir, ÍA, varð sigurvegari i A-flokki kvenna. 1 A-flokki karla varð Aðalsteinn Huldarson, ÍA, sigurvegari. Í tvíliðaleik i A-flokki sigr- uðu þeir Árni Sigvaldason, BH, og Þór- hallur Jóhannesson, Val. í tvíliðaleik kvenna sigruðu þær Jóhanna Steindórs- dóttir og Ragnheiður Jónasdóttir, báðar úr ÍA. Þá urðu sigurvegarar í tvenndar- leik 1 A-flokki þau Þórhallur Jóhannes- son og Ása Gunnarsdóttir, bæði úr Val. ÓlafurJúl. f rá keppni Keflvikingar verða án eins sinna sterk- ustu leikmanna, að minnsta kosti i einn mánuð. Ólafur Júliusson, hinn knái framherji þeirra, fékk knöttinn úr fastri spyrnu á milli augnanna. Varð Ólafur að yfirgefa völlinn og var farið með hann á sjúkrahús Keflavikur. Kom i Ijós að mikill sandur hafði farið i augun. Var Ölafur þá sendur til sérfræðings á Landakotsspitala þar sem hann mun dvelja næstu dagana en knattspyrnu má hann ekki iðka í einn mánuð að minnsta kosti. emm. Íslandsmeistarar Akraness og bikar- meistarar Vals gerðu jafntefli i fyrsta leik meistarakeppni KSÍ, sem háður var á Akranesi á laugardag, 1—1. Atli Eðvaldsson skoraði mark Vals en Árni Sveinsson fyrir Skagamenn. Von Standard í meist- aratign dvínar Standard Liege náði aðeins jafn- tefli gegn La Louviere á útivelli — og FC Brugge jók forustu sina i Belgiu í gær. Standard náði for- ustu þegar á 4. minútu leiksins með marki Goret eftir að Ásgeir Sigur- vinsson hafði átt fasta sendingu fyrir mark La Louviere. La Louviere náði að jafna fimm minútum fyrir leikslok — Túnis- búinn Hanni skoraði þá laglegt mark og Standard missti stig. FC Brugge sigraði Winterslag 4-3 i miklum markaleik og jók þvi for- ustu sína um eittstig. En úrslit í Belgíu urðu: La Louviere — Standard 1-1 Anderlecht — CS Brugge 1 -0 Beringen — Molenbeek 1 -0 Lokeren — Lierse 3-4 Courtrai — Beershot 2-2 Antwerpen — Waregem 1-2 Boom — Beveren 0-0 FC Liege — Charleroi 1 -0 FC Brugge — Winterslag 4-3 Union, lið þeirra Marteins Geirssonar og Stefáns Halldórs- sonar vann sigur á Patro Eisden, 1- 0 i Brussel. De Velle skoraði eina mark leiksins. Union hefur nú enga möguleika á sæti í 1. deild — hefur hlotið 25 stig. Skúli hreppti silfrið á EM í Birmingham — og setti nýtt Norðurlandamet í kraf tlyf tingum Skúli Óskarsson keppti í 75 kg flokki og hann þribætti NM-metið í hnébeygju en þar lyfti hann 280 kg. 1 bekkpressu, hans veiku hlið, lyfti Skúli 130 kg og i réttstöðulyftu fóru 290 kg upp, sem er íslandsmet, samtals 700 kg — glæsilegt. Lugi og Drott í úrslitunum íslendingaliðin 1 Sviþjóð — Lugi og Drott — mætast f úrslitum um sænska meistaratitilinn nú síðar I vikunni. Lugi sigraði Ystad í gær I Ystad 16-14 — ein- mitt sömu tölur og I fyrri leik liðanna I Lundi. Jón Hjaltalin skoraði fjögur mörk f fyrri leik liðanna en I Ystad skoraði hann eitt mark. Ribbendahl var markhæstur leikmanna Lugi með 6 mörk. Drott átti ekki I erfiðleikum með Heim I Halmstad, sigraði 29-21 eftir sigur i Stokkhólmi I fyrri leik liðanna, 23-22. Ágúst Svavarsson hefur ekki leikið með Drott I úrslitakeppninni og er þar skarð fyrir skildi samkvæmt sænsku blöðunum. Ágúst fær ekki að leika i úr- slitakeppninni þar sem hann hefur ekki búið nógu lcngi I Svfþjóð til að vera gjaldgengur i úrslitakeppnina. Blikarnir unnu ÍBK Blikarnir unnu mjög sannfærandi sigur yfir Keflvikingum i Litlu bikar- keppninni suður f Keflavfk á laugardag- inn með marki Valdimars Valdimars- sonar, skorað snemma í seinni hálfleik. Hnitmiðað skot, algjörlega óverjandi fyrir Þorstein Bjarnason markvörð ÍBK. Keflvikingar voru aðeins sprækarí en Blikarnir fyrstu minúturnar, en síðan lá allur sóknarþunginn á heimamönnum, allt til loka, án þess að verulega góð færi sköpuðust. Þótt nokkur vorbragur væri yfir leik beggja liöa var leikur Blikanna mun betur skipulagður og þeir virtust vera í betri úthaldsþjálfun en Keflviking- ar. Dómari var Marel Sigurðsson og dæmdi vel sinn fyrsta „stórleik”. -emm

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.