Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1978. 17 íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir I k fyrír lið sitt á réttum augnablikum. DB ert svar kinga gærkvöld rvið tiðinu skoraði gull af mörkum. Þá var Arni þar einnig mjög drjúgur. Vissulega nokkuð há- stemmt lof — en það verður ekki af Víkingum skafið, að þeir léku mjög vel í gærkvöld. Meistaralið. Þrátt fyrir tapið þurfa Haukar ekki að blygðast sin fyrir leikinn. Það þarf oftast tvö lið til að gera leik góðan og leikurinn í gær- kvöld var mjög vel leikinn í heild. Gunnar Einarsson varði vel lengstum en dalaði nokk- uð, þegar á leikinn leið, miðað við það hve snilldarlega hann hefur varið mark Hauka i íslandsmótinu, En skot Víkinga voru líka ákaflega erfið. Þá áttu þeir Andrés og Elías Jónsson góðan leik — en breiddin hjá Hauk- um er ekki svipuð og hjá Víkingi. Mörk Vikinga skoruðu Björgvin 5, Ámi, Þorbergur Aðalsteinsson og Viggó 4 hver, Skarphéðinn 2, Páll 2, eitt víti, Jón Sigurðsson 1 og Sigurður Gunnarsson eitt — og hvílikt mark. Sigurður er óvenjulega efnilegur leik- maður. Fyrir Hauka skoruðu Andrés 7 — sex víti — Elías 4, Ingimar Haraldsson 2, Stefán Jónsson 2, Árni Hermannsson 2, Ólafur Jóhannesson 1 og Þorgeir Haraldsson 1. Dómarar Gunnlaugur Hjálmarsson og Jón Friðsteinsson. hsím. Iþróttir lótíjudo 3. Hlíðar Sæmundsson UMFK Léttarí flokkur 1. Haraldur Snjólfsson JFR 2. Hallur Sigurðsson UMFG 3. Jón Sveinsson UMFG Elías Ivarsson Árm. Drengir 11—12ára Þyngrí flokkur 1. Sigurður Kristmundsson UMFG 2. Vilhjálmur Grétarsson Árm. 3. Bjarni Bjarnason UMFG Léttarí flokkur 1. Garðar Magnússon UMFG 2. Arnar Sigurjónsson UMFK 3. Guðbjartur Hinriksson UMFG FH OG ÞRÓTTDR í UNDAN- ÚRSLIT BIKARKEPPNIHSÍ Bikarmeistarar FH og Þróttur, ' Reykjavík, tryggðu sér rétt f undanúrslit > bikarkeppni HSt norður á Akureyrí á föstudag og laugardag. FH sigraði KA i skemmtilegum leik með 26—23 og Þróttur sigraði Þór með 28 mörkum gegn 21. FH byrjaði vel í leiknum gegn KA á föstudag. Komst í 6—3 eftir 10 min. en siðan fylgdi ákafiega slæmur kafii hjá ■ bikarmeisturunum. Þeir skoruðu ekki ; mark í 15 min. og KA breytti stöðunni i 110—6. Skoraði sjö mörk í röð án svars frá FH. Síðustu fimm mín. hálfleiksins tókst FH aðeins að rétta sinn hlut. Staðan i hálfieik 12—10 fyrir Akur- eyringa. í byrjun síðari hálfleiks tókst FH fljótt að jafna, 13—13, og spenna var mikil lengi vel. FH komst í 19—18 og Hafnfirðingarnir reyndust sterkari á lokasprettinum. Sigruðu með 26—23. Flest mörk FH skoraði Guðmundur Árni Stefánsson átta — þar af fjögur úr vítaköstum. Geir Hallsteinsson skoraði sex mörk — fimm í s.h. Janus Guðlaugs- son skoraði fímm mörk og Guðmundur Magnússon fjögur. Hjá KA var Jón Hauksson markhæstur með 10 mörk — sex víti. Jóhann Einarsson var næstur með fjögur mörk. Konráð Jónsson var aðalmaður Þróttar, þegar liðið vann Þór 28—21. Skoraði hvorki meira né minna en 14 mörk og aðeins eitt þeirra úr vitakasti. Tíu mörk í siðari hálfleik. Leikurinn var mjög jafn framan af. Jafntefli í hálfleik 13—13, og þar sáust í markatöflunni allar jafnteflistölur upp í þá stöðu. Hins vegar voru Þróttarar mun sterk- ari í síðari hálfleik. Komust fljótt í 15— 13 — síðan 20—16 og unnu öruggan sigur. Konráð var markhæstur leikmanna Þróttar með 14 mörk eins og áður segir. Sigurður Sveinsson og Sveinlaugur Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor. Sigurður tvö úr vítum. Hjá Þór var Sigtryggur Guðlaugsson markhæstur þó hann væri tekinn úr umferð allan leik- tímann. Skoraði fimm mörk. Jón Sigurðsson kom næstur með fjögur mörk. StA. Með „almennum sérfargjöldum" getur afsláttur af fargjaldi þínu orðið 40%, og enn hærri sért þú á aldrinum 12 - 22ja ára - og ekki nóg með það, nú bjóðum við enn betur. „Almenn sérfargjöld" okkar eru 8-21 dags fargjöld sem gilda allt árið til nær 60 staða í Evrópu. Láttu starfsfólk okkar á söluskrifstofunum, umboðsmenn okkar, eða starfsfólk ferðaskrif- stofanna finna hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. Nú færö þú fjöfskylduafsfátt tilviðbótar Þessi nýi fjölskylduafsláttur gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxemborgar. Fyrst er reiknað út „almennt sérfargjald" fyrir hvern einstakan í fjölskyldunni - þá kemur fjölskylduafslátturinn til sögunnar á þann hátt að einn í fjölskyldunni borgar fullt „almennt sérfargjald" en allir hinir aðeins hálft. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIII ~ „ _ _ _ _ rnmm0m m BSmBm mmm mm m LSLANDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.