Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1978. d Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Þrjú mörk Forest í lokin tryggðu dýrmæt stig Nottingham forest stefnir nú á öruggan sigur 1 1. deild á Englandi. Þegar hefur Forest sigrað i deilda- bikarnum, sigraði Liverpool 1—0 á Old Trafford eftir jafntefli á Wembley 0—0. Forest sýndi karakter sinn á laugardag á City Ground i Notting- ham. Sigur gegn Chelsea, 3—1. Það er ef til vili ekki I frásögur færandi ncma hvað að Chelsea náði þvert gegn gangi leiksins forustu á 8. minútu. Risinn i liði Chelsea, Droy skallaði þá að marki, Peter Shilton gerði vel að verja frá honum en Tommy Langley fylgdi vel á eftir og skoraði framhjá Shilton. Fyrsta mark er Shilton hefur fengið á sig I mánuði á City Ground. Forest sótti og sótti gegn Chelsea, hver sóknarlotan fylgdi annarri — en Peter Bonetti var hreint frábær í marki Chelsea. Við hann réðu hinir annars markheppnu framherjar Forest ekki. Á 68. minútu skipti Brian Clough fyrirliða Forest, Archie Gemmill útaf — setti Colin Barrett inná. Aðeins tveimur minútum síðar jafnaði Forest. BBC sagði að Larry Lloyd hefði skorað — en i frétta- skeytum Reuter sagði að Kenny Burns hefði jafnað, allt um það — mark var það, jafnt 1—1. Þær 20 minútur er eftir voru var látlaus sókn Forest — og á 85. mínútu skoraði Martin O’Neal annað mark Forest og á siðustu mínútu leiksins gulltryggði John Robertson sigur Forest með góðu marki, 3—1. Dýrmætur sigur í — Nottingham Forest hefur nú tveggja stiga forustu — og þrjá leiki til góða á Everton. Forest sigraði Chelsea 3-1 ef tir að Chelsea haf ði haf t yf ir lengst af — Everton sigraði Derby 2-1 höfn, dýrmæt stig i höfn — Forest hefur nú tveggja stiga forustu í 1. deild og hefur þrjá leiki til góða á hefcta keppinaut sinn, Everton. Glæsilegur árangur Forest — sér í lagi ef haft er í huga að aðeins einu sinni áður i sögu félagsins hefur Forest tekist að vinna til æðstu verðlauna ensku knatt- spyrnunnar, enska bikarinn 1959. Fyrr um daginn hafði Everton unnið Derby 2— 1 á Goodison Park i Liverpool — leikurinn fór fram undir hádegi vegna „The Grand National” veðreiðanna. Everton getur þakkað George Wood bæði stigin — þrívegis í síðari hálfleik bjargaði hann á hreint undraverðan hátt. Martin Dobson kom Everton yfir í fyrri hálfleik — skoraði af stuttu færi eftir að Duncan McKenzie, bezti framherji Everton hafði átt skot i stöng. En Derby jafnaði — Charlie George var þá að verki. t siðari hálfleik tókst Bob Latchford að skora sigurmark Everton, hans 28. mark á keppnis- timabilinu. En áður en við höldum lengra skulum við lita á úrslitin á Englandi: 1. deild: Arsenal-Man. Utd. Aston Villa-Liverpool Bristol City-Newcastle Everton-Derby Leicester-WBA Man. City-Ipswich Norwich-Leeds Nottm. Forest-Chelsea QPR-Middlesbrough West Ham-Coventry Wolves-Birmingham 2. deild: Bolton-Orient Brighton-Notts. County Burnley-Tottenham C. Palace-Oldham Hull-Luton Mansfield-Charlton Millvall-Bristol Rovers Sheff. Utd.-Blackpool Southampton-Blackburn Stoke-Cardiff Sunderland-Fulham 3. deild Bradford-Portsmouth Cambridge-Walsall Carlisel-Bury Chester-Exeter Colchester-Shrewsbury Gillingham-W rexham Hereford-Sheff. Wed. Oxford-Chesterfield Preston-Peterboro Rotherham-Port Vale 4. deild: Aldershot-Northampton Darlinghton-Crewe Doncaster-T orquay Grimsbry-Southend Huddersfield-Brentford Newport-Reading Rochdale-Southport Swansea-Hartlepool Watford-Wimbledon Þá léku á föstudag Tranmere-Swindon. I — — Barnsley-Bournemouth Stockport-Scuntorpe 1 — 1 og Halifax 1 — 1. Arsenal fékk bikarmeistara Manchesier United í heimsókn á Highbury — og vann öruggan og sannfærandi s.gur. 3—1. Skinandi leikur i Lundúnum og hráu fyrir að 3-1 0-3 3-1 2-1 0-1 2-1 3-0 3-1 1-0 2—1 0-1 2-0 2-1 2—1 0-0 1-1 0-3 1- 3 0-0 5-0 2- 0 2-2 1-0 2-1 0-3 2-1 1-2 0-0 0-1 1 — 1 0-1 2-0 2-1 2-0 1-0 2-0 1— 3 0-0 2- 1 8-0 2-0 í 3. deild - 1 og i 4. deild 3-0, York- United náði einum af sinum betri leikj- um í langan tíma þá stóðust leikmenn United Arsenal ekki snúninga þar sem þeir Alan Hudson og Liam Brady áttu skínandi leik. Malcolm McDonald kom Arsenal yfir á 37. minútu í fyrri hálfleik en aðeins minútu siðar jafnaði Joe Jordan fyrir Manchester-liðið. 1 siðari hálfleik komu yfirburðir Arsenal berlega i Ijós. Liam Brady kom Arsenal yfir um miðjan síðari hálfleik og Malcolm McDonald gulltryggði sigur Arsenal — hans 23 mark i vetur. Á Main Road í Manchester fékk City Ipswich í heimsókn — og i mikl- um sóknarleik sigraði City 2—1. Kornungur leikmaður, Roger Palmer skoraði mjög gott mark i fyrri hálfleik eftir góðan undirbúning Peter Barnes. Þessi ungi leikmaður, Palmer lék sinn fyrsta leik með City á miðvikuriag i Newcastle og skoraði þá bæði mörk City þar. Athyglisvert — enn einn ákaflega efnilegur leikmaður er hefur komið fram á sjónarsviðið á Maine Road á skömmum tíma — þar má nefna leikmenn eins og Barnes, Owen, Power, Keegan og Clements. Nú City sótti mjög í síðari hálfleik og á 84. mínútu skoraöi Mike Channon annað mark City — en Paul Mariner minnkaði muninn fyrir Ipswich i 2— 1. Skömmu fyrir leikslok varði Joe Corrigan stórglæsilega frá Mariner — bjargaði sigri City en í tveimur siðustu leikjum City hafa Middles- brough og Newcastle jafnað eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Evrópumeistarar Liverpool unnu sannfærandi sigur gegn Aston Villa á Villa Parkí Birmingham. Þrjú mörk i fyrri hálfleik nánast gerðu út um leikinn — Dalglish skoraði tvívegis fyrir Liverpool — en hann hefur nú skorað 23 mörk fyrir Liverpool. Ray Kennedy skoraði þriðja mark Liverpool — greinilegt að það verður erfitt fyrir Borussia Mönchengladbach að eiga við Liverpool í síðari leik liðanna, á Anfield í Liverpool. Tvö neðstu liðin i 1. deild, Leicester og Newcastle töpuðu bæði. Leicester sótti mjög i fyrri hálfleik gegn WBA — þrívegis varði Tony Godden hreint á undraverðan hátt frá leikmönnum Leicester. WBA skoraði siðan sigur- mark sitt á 74. minútu — mikil rang- stöðulykt af markinu. Allir leikmenn Leicester stoppuðu — því Tony Brown var greinilega langt fyrir innan alla — en dómarinn veifaði áfram og Brown skoraði af öryggi, 1—0. Slíkt er lánleysið oft hjá liðum er standa í fall- baráttu — þá gengur flest i óhag. Newcastle lék á Asthon Gate i Bristol og átti aldrei möguleika gegn Bristol City. Nulty, sjálfsmark Tom Rithcie og Norman Hunter skoruðu mörk City en Barrowclough svaraði fyrir Newcastle. Bæði West Ham og QPR unnu dýrmæta sigra — West Ham sigraði Coventry 2—1 á Upton Park í Lundúnum. Tommy Taylor kom West Ham yfir i fyrri hálfleik og Pat Holland skoraði annað mark West Ham áður en bakvörðurinn Mc- Donald svaraði fyrir Coventry. Martyn Busby skoraði eina mark QPR gegn Middlesbrough í Lundúnum og það nægði — en áhorfendur voru aðeins 13 þúsund. Úlfarnir nálgast nú óðum fallhættu — töpuðu enn, nú gegn Birmingham undir stjóm síns nýja framkvæmda- stjóra, Jim Smith. Birmingham hefur gengið mjög vel undir stjórn Smith — Trevor Francis skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu en Daly misnotaði vítaspyrnu fyrir Úlfana. Norwich vann athyglisverðan sigur gegn Leeds, 3—0. John Ryan kom Norwich yfir og Paul Jones skoraði annað mark Norwich — Paul Hart, hinn nýi miðvörður Leeds, keyptur frá Blackpool fyrir 300 þúsund pund skoraði þriðja mark Norwich, sjálfs- mark. Bolton þokaði sér að hlið Totten- ham í 2. deild — vann góðan sigur, 2—0 gegn Orient sem á laugardag leikur gegn Arsenal i undanúrslitum Bikarsins. Allardyce og Whatmore skoruðu mörk Bolton en Tottenham tapaði i Lancashire — gegn Burnley hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum undanfarið. Peter Taylor kom Tottenham yfir á 20. mínútu en Ingram jafnaði fyrir Burnley aðeins átta minútum síðar. Sigurmark Burnley skoraði Peter Noble — og Tottenham hélt heim lil Lundúina án stigs. Southampton vann stóran sigur — gegn Blackburn og endanlega gerði út um vonir Blackburn um sæti i 1. deild. Tony Funnell, Ted McDougall, Phil Boyer, Steven Neville og Nick Holmes skoruðu mörk Southampton. Brighton heldurenn í von um sæti í 1. deild — með sigri gegn Notts County. Mick Vinter kom Notts County yfir í fyrri hálfleik — en Brian Horton og Peter O’Sullivan tryggðu Brighton tvö dýrmæt stig. H Halls. Chelsea hafði yfir lengst af gegn Forest. Hinir ungu leikmenn liðsins hafa komið talsvert á óvart í vetur með ágætum leik. Hér misnotar einn leikmann Chelsea upplagt tækifæri gegn Arsenal.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.