Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 21
21 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1978. Sandalar við öll tækifæri ®PIB M9A carmnui* /' Hér eru tvö sýnishorn af nýju sandalatizkunni. Sandalar alla daga og kvöld vikunnar Sandalar 1 öllum litum koma til með að verða mest áberandi í skótízkunni i vor. Sandalar á stóra sem smáa, á virk- um dögum sem við hátiðleg tækifæri, virðast nú ætla að taka fyrsta sætið af bandaskónum, sem hafa lengi verið efstir á tizkulistanum. Hin breytta kvenfatatizka, þar sem kjólar eru aftur mikið í notkun og styttri buxur vekja meiri athygli á skófatnaði en hingað til.hefur verið, hefur greini- lega orðið til þess að auka aftur áhugann á skófatnaðinum. Næstum því hver sem er getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Með víðum pilsum eru nú hafðir mjög háir hælar eða alveg flatbotna ballett- skór. „City Boots” er ný tegund skófatn- aðar sem við hér uppi á íslandi höfum að vísu orðið nokkuð vör við. Þetta eru ökklahá leðurstígvél, gjarnan með reim- um um ökklann og nokkuð háum hæli. ,City clogs” eru háhælaðir trésandalar án hælbands og mjög vinsælir um þessar mundir. Ballettskónum er spáð miklum vinsældum, annað hvort með kínahæl eða flatbotna. Til notkunar um hásumarið og við hátíðleg tækifæri eru þessir sandalar með reimum upp fótleggina og frekar háum hælum sérstaklega skemmtilegir. Þessa skó má nota í öllum litum, t.d. svörtu og hvitu eða einhverjum sterkum og fallegum sumarlitum og mega þeir þá annað hvort vera úr fallegu skinni eða lakki. Yfir hásumarið munu strigaskórnir vera mest í tízku, bæði fyrir þá yngstu, sem eru ef til vill að fá sína fyrstu sumar- skó og hina eldri, sem vilja hafa eitthvað þægilegt á fótunum. Þegar um strigaskó er að ræða skipta litir engu máli. Þú getur valið þér strigaskó I sterkum sumarlitum eða mildum litum og með hvaða sniði sem þér líkar. Herraklæðnaður Karlmannfötin koma til með að ein- kennasta mest af peysum og jökkum með v-hálsmáli og breiðum herðum. Buxurnar verða þröngar um mjaðmirn- ar, þægilega víðar um lærin og með þrengri buxnaskálmum en hingað til hefur tiðkazt i karlmannafatatízkunni. K Nýja tízkan I karlmannafatatízkunni er bæði skemmtíleg og þægileg I senn. Hjónin ráðgera skilnað íþriðja sinn Líklega verður það talið til eindæma að i þriðja sinn hefur bandaríski gamanleikarinn Mort Sahl sótt um skilnað. Að leikari hyggi á skilnað í þriðja skipti telst þó ekki til tiðinda í sjálfu sér heldur það að alltaf er aumingja maðurinn að óska eftir skilnaði við sömu konuna. Mort Sahl, sem er fimmtugur að aldri, hefur verið giftur Margaret Lee, sem er fimmtán árum yngri, síðan árið 1970. Fyrsti skilnaðurinn stóð fyrir dyrum 1974 en hjónakornunum snerist hugur. Gekk siðan allt snurðulaust fyrir sig þar til fyrir rúmu ári en aftur féll allt í ljúfa löð. Að þessu sinni stóð dýrðin þó skemur og skilnaöur stendur enn einu sinni fyrir dyrum. SVRPU SKRPflR Ný lausn á gömlum vanda muL Nýir möguleikar, sem gera þér kleift að innrétta skápana eftir þörfum. Uppsetning á SYRPU SKÁP er þér leikur einn. Vinsamlegast sendið mer upplysingar um SYRPU SKAPANA Nafn VOO 7 Heimiii Sknfið greinilega a SYRPU SKAPAR er islensk framleiösla. AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577 \öentanlegir vinnirgshafar 4. flokkur Vinsamlega athugið að Happdrætti Háskólans greiðir ekki vinninga á þá miða, sem ekki hafa verið endurnýjaðir. HllílO Látið ekki dragast að hafa samband við umboðsmanninn og endurnýja í tæka tíð. Dregió veróur þriójudaginn ll.april. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinn i ngsh lutfa 11 í heimi! 18 @ 1.000.000.- 18.000.000,- 18 - 500.000,- 9.000.000,- 207 -- 100.000.- 20.700.000.- 504 - 50.000,- 25.200.000,- 8.316 - 15.000,- 124.740.000,- 9.063 197.640.000,- 36 - 75.000,- 2.700.000.- 9.099 200.340.000,-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.