Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRÍL 1978. Bátur strandará mjög hættulegum stað á Snæfellsnesi: Bezta veður ver- tíðarinnar bjargaði bátnum og ef til vill áhöfninni líka Laust eftir miðnætti í fyrrinótt sigldi netabáturinn Bjargey frá Rifi með átta manna áhöfn beint upp í stórgrýtta fjöruna undir Brúnabjargi vestanverðu á Snæfellsnesi. Þetta er mjög hættulegur staður og nánast engin fjara að bjarginu sjálfu. Báturinn var á heimleið úr róðri og voru menn að vinnu á dekki. Engan sakaði er skipið strandaði. Bjargey er 64 tonna stálbátur. Er óhappið varð, var að byrja að falla að og hafði skipstjórinn samband við skipstjórann á aflaskipinu Skarðs- vik frá Rifi, sem er um 400 tonn að stærð. Var dráttartaug komið á milli skip- anna og tókst Skarðsvíkinni að draga Bjargey út og til Rifs. Mesta mildi var að í fyrrinótt var bezta veður á vertíð- inni til þessa, alveg ládauður sjór, og því fór ekki verr. Kom þ>etta mál aldrei til afskipta Slysavarnafélagsins. Bjargey er talsvert skemmd á botni. Ástæða strandsins er enn óljós. - B.S. NÝTT - NÝTT— NÝTT - NÝTT Mussurí giæsilegu úrvali Pepper f lauelsbuxur og skyrtur Dömu- og herrasportskyrtur Við þ jónum Stór-Reykjavfkursvæðinu Verzlunin c/IIV Strandgötu 31 Hafnarfiröi, sími 53534 K.B. Ander- senkemurá fimmtudag K.B. Andersen, utanríkisráðherra Danmerkur, kemur í opinbera heimsókn til íslands ásamt konu sinni á fimmtu- daginn i næstu viku. Dveljast þau hjón hér fram á sunnudag 16. apríl. Dönsku utanríkisráðherrahjónin munu snæða kvöldverð i boði Einars Ágústssonar utanríkisráðherra og konu hans að kvöldi fimmtudags. Morguninn eftir munu utanríkisráðherrarnir eiga fund saman, en um hádegi á föstudag þiggur danski utanríkisráðherrann hádegis- verðarboð Birgis ísleifs Gunnarssonar borgarstjóra. Siðdegis hittir K.B. Ander- sen forseta íslands og forsætisráðherra. Þann dag mun frú Andersen skoða barnaspítala Hringsins, listaverkasafn Sigurjóns Ólafssonar, Listasafn íslands og fleiri staði. Um kvöldið verður opin- ber kvöldverður ríkisstjórnar Íslands fyrir utanríkisráðherrahjónin og fleiri gesti á Hótel Sögu. Á laugardeginum halda Andersen- hjónin til Vestmannaeyja og Egilsstaða, en um kvöldið bjóða þau til kvöldverðar á Hótel Borg. ÓV Hjálmurinn bjargaði Iffi piltsins Ranghermt var í blaðinu fyrir helgi að pilturinn sem flaug út af Borgarholts- braut í Kópavogi á mótorhjóli sinu á ofsahraða eftir kappakstur hefði verið hjálmlaus. Hið sanna er að hann var með hjálm af fullkomnustu gerð og það var sennilega hjálmurinn sem bjargaði lífi piltsins. Hjálmurinn margbrotnaði í grjóturðinni, en höfuð piltsins var heilt. Hann er hins vegar mikið brotinn, eins og fram kom. Hann er lærbrotinn, sjö rifbein eru brotin og annað herðablaðið mun brotið. En svo er hjálminum fyrir að þakka að hann er ekki í lifshættu. - ASt. Ókátvobíla með fárra mfnútna millibili Tvær „skrautlegar” ákeyrslur urðu með stuttu bili síðdegis á föstudag. Reyndist sami ökumaðurinn valdur að þeim báðum. Var hann grunaður um ölvun við akstur og viðurkenndi það brot. Fyrri ákeyrslan var á mótum Lækjar- götu og Hafnarstrætis. Þar lenti maður- inn aftan á öðrum bil. Ók hann þegar á brott og hvarf upp Hverfisgötuna. Komst hann inn að mótum Vatnsstígs, þar sem hann ók á annan bíl. Skemmdist bíll hans nú svo að hann varð óökufær og þar skarst lögreglan i leikinn. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.