Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRlL 1978. Neyðarástandi lýstf Ísraelígær: Fréttin reyndist gabb — Palesbnskir skæruliðar voru sagðir hafa ráðizt inn í ísrael og tekið gísla — Geysilegar öryggisráðstafanir — fólk flutt í byrgi Neyðarástandi var aflétt i ísrael í nótt eftir að ljóst þótti að fréttir um að palestínskir skæruliðar hefðu komizt til ísrael og náð vörubil á sitt vald, væru gabbeitt. Minnugir árásarinnar i námunda við Tel Aviv í siðasta mánuði, þegar skæruliðar náðu strætisvagni á sitt vald, og 35 manns létu lifið, brást Ísraelsher samstundis við. Kallaðar voru út sérstakar hersveitir til þess að fást við hermdarverkamenn. Orðrómurinn um árásina komst á kreik er lögreglan heyrði i ungri konu í talstöð, sem sagði að tiu skæruliðar hefðu náð vörubil á búgarði nokkrum á sitt vald og hefðu drepið unga stúlku og tekið fjóra gisla. Þegar eftir þessa tilkynningu var komið upp vegatálmunum og sérstak- lega þjálfaðir lögreglumenn voru sendir til hverfanna Ashdod og Ashkelon, þaðan sem kallið kom. Sveitir þjóðvarðliðs og heimavarnar liðs voru kallaðar úl og hólelum í Tel Aviv sendar sérstakar viðvarartir. Þeg- ar skæruliðamir réðust inn j Ísrael 5. marz sl. og náðu vagninum á sitt vald, var tilgangur þeirra að reyna að ná hóteli undir sig og þvi voru hótelin vöruð sérstaklega við í gær. vegna þessa máls en enn er ekki vitað hvort hann stóð að þessu gabbi. En þrátt fyrir það að talið væri að um gabb væri að ræða var neyðar- ástandi haldið enn um stund. Fólki í Ashdod og Ashkelon var skipað að fara i sérstök byrgi er fréttin barst, en þvi var leyft að fara heim aftur um miðnætti i nótt. Yfirvöld létu engar fréttir frá sér fara í rúmar þrjár klukkustundir eftir að fréttin um skæruliðana barst pg fréttaflutningur af atburðinum var bannaður i þann tima. En þrátt fyrir mikla leit kom ekkert óðelilegt í Ijós. Talsmaður yfirvalda sagði: „Við höfum engar sannanir fyrir því að hryðjuverkamenn hafi verið viðriðnir þetta mál. Að sögn lögreglunnar var starfs- maður Agrexco landbúnaðarút- flutningsfyrirtækisins yfirheyrður Minnugir atburðanna í síöasta mánuði, er skæruliðar Palestinumanna náðu strætisvagni á sitt vald nálægt Tel Aviv með þeim afleiöingum að 35 létu lífið, tðku ísraelsmenn enga áhættu nú. Tilkynnl m um nýja árás skæruliða, en þegar til kom reyndist tiikynningin gabb. Erlendar fréttir Hárgreiðsla aftur leyfi- legíKína Fall fjórmenninganna i Kína hefur leitt til þess að hártízka hefur aftur hafið innreið sina i Kinaveldi. Um sextiu hár- greiðslustofur hafa þegar hafið starf- rækslu í Peking, að þvi er Ta Kung Pao dagblaðið greindi í gær. Endurvakning hárgreiðslustofanna fylgir i kjölfar ráðstefnu hárgreiðslu- meistara frá 11 héruðum og borgum i Kína. Ekkja Maós og stuðningsmenn hennar voru andsnúnir sliku pjatti, sem hárgreiðslu og litið var á „permanent- bylgjur” sem hluta af borgaralegu liferni og slikir lifnaðarhættir voru bannaðir þegar fjórmenningamir voru i valda- aðstöðu. Þúsund fórust Talið er að um eitt þúsuód nianns hafi drukknað er stormur sökkti 100 salt prömmum i Bengalflóa. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Bangladesh enga yfir- lýsingu gefið vegna slyssins, sem átti sér stað á þriðjudaginn i síðustu viku. Fréttir greina að fiskimenn hafi enn sem komið er aðeins fundið niu lik. Flotinn vann að saltvinnslu við strendur Bengal- flóans. DEILUR CHIRACS OG D’ESTAINGS HARÐNA — Chirac varar við sjálfkrafa stuðningi Gaullista við hina nýju stjórn Barres Leiðtogi Gaullista, Jacques Chirac, varaði Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseta við því i gær að búast við sjálfkrafa stuðningi Gaullista við hina nýju rikisstjórn. Gaullistar eru fjöl- mennaslir á franska þinginu og stærsti flokkurinn i hinni nýju stjórn hægri- og miðflokka undir stjórn Raymonds Barre. Þegar Chirac ávarpaði þing Gaullista- flokksins sagði hann m.a. Við. samþykkjum mál stjórnarinnar þegar samvizka okkar býður okkur það en við neitum stuðningi við stjórnina þegar mál fara gegn samvizku okkar.” Þessi yfirlýsing er hin nýjasta í stöðugrideilu á milli Chiracs og Frakk- landsforseta, en Chirac varð að segja af sér embætti forsætisráðherra árið 1976 vegna óska forsetans. Raymond Barre tók þá við embætti og hefur verið for- sætisráðherra siðan. Flokkur Chiracs fékk 153 þingsæti i þingkosningunum í síðasta mánuði á meðan aðrir stjórnarflokkar fengu samtals 123 þingsæti. Þá gaf Chirac i skyn að hann yrði keppinautur d’Estaings um forseta- embættið í forsetakosningunum sem fram fara i Frakklandi árið 1981. Leynd yfir bréfi Moros Ítalska stjórnin heldur nýjustu tíðindum af ráni Aldo Moros fv. for- sætisráðherra algerlega leyndum. Á föstudaginn barst fjölskyldu Aldo Moros nýtt bréf frá Rauðu herdeildun- um, þar sem talið er að settar séu fram beinar kröfur fyrir Aldo Moro. Hann hefur verið i haldi mannræningjanna siðan 16. marz sl. Enn hefur þó ekkert verið látið uppi um innihald bréfsins. í fyrri skilaboðum frá mannræningjum Moros hafa þeir krafizt þess að „allir kommúnískir fangar’’ á Italiu verði látnir lausir, en menn hafa gert þvi skóna að með nýjasta bréfi sinu hafi mann- ræningjarnir einnig krafizt þess að öfgamenn i fangelsum í V-Þýzkalandi, Sviss og Austurríki verði látnir lausir. Hugleiðingar þessar fengu byr undir báða vængi er innanrikis- ráðherra ítaliu, Francesco Cossiga, flaug til Sviss á laugardag til viðræðna við innanrikisráðherra V-Þýzkalands, Austurríkis og Sviss. Opinberlega var sagt að ráðherrarnir hefðu rætt baráttu gegn alþjóðlegum hryðjuverkamönnum og „önnur sameiginleg áhugamál". Þegar eftir heimkomu Cossiga til Rómar i gær, ræddi hann við An- dreotti forsætisráðherra, varnar-, fjár- mála og utanríkisráðherra landsins. Enda þótt stjórnin hafi lýst þvi yfir að hún láti mannræningja ekki kúga sig. hefur hún þó ekki sleppt samband- inu við mannræningjana, sem segjasi hafa leitt Aldo Moro fyrir al- þýðudómstól fyrir „afbrot gegn öreig- unum". Óstaðfestar fréttir herma að bréfið sé skrifað af Aldo Moro sjálfum og sé þrjár skrifaðar siður. Tiðar heimsóknir lögreglu og dómsyfirvalda hafa siðan verið til heimilis Moro fjölskyldunnar. Þá hefur Ugo Poletti kardináli heimsótt Elenora Moro eiginkonu Aldos og þrjár dætur þeirra og son. 1 fyrstu skilaboðunum sem bárust frá Moro stakk hann upp á Vatikaninu sem samningsaðila við mannræningjana en Poletti kardináli sagði að heimsókn hans til fjöl- skyldunnar stæði ekki i sambandi við það heldur væri aðeins af liknará- stæðum. H Bréf það er áður barst frá Aldo Moro og rxningjum hans. Það bréf var skiiið eftir i öskutunnu. Þá hótuðu mann- rxningjarnir að ná rikisleyndar- málum upp úr Moro, með pyntingum eða lyfjum. Mikil leynd hvflir yfir hinu nýja bréfi, sem fjölskyldu Moros barst, en þó cr getum að því leitt aö farið sé fram á lausn fanga i mörgum iöndum i stað Moros. — Talið að mannræningjarnir krefjistþessað fá öfga- menn lausa úr haldi í V-Þýzkalandi, Sviss og Austurríki \ •y - -■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.