Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRtL 1978. 14 r Allar tilvitnanir í þjóðleg fræði og frásagnir, þ.á m. islenskar þjóðsögur og ævintýri, málshætti og bók- menntir, hafa til skamms tima verið tabú viðfangsefni öllum nútima mynd- listarmönnum. Góð rök hafa verið færð fyrir því að myndverk stjórn- ist af allt öðrum lögmálum en orð og ritlistin og að þjóðleg minni i myndlist leiöi til heimóttar- háttar og þjóðrembings og torveldi skilning myndlistar þjóða á milli. Nú er hins vegar komin fram ný kynslóð myndlistarmanna sem I æ rikara mæli hefur leitað til íslenskrar fortíðar og gamalla þjóðhátta, en á alveg nýjan hátt. Hér á ég við Amsterdám þrenn- inguna m.a., svo og fylgjendur „concept” listar sem margir hverjir hafa sýnt í Galleríinu við Suðurgötu. Hluti af undirvitund En i stað þess að lýsa því sem í þjóð- sögum og ævintýrum stendur, — sem er út af fyrir sig heldur tilgangslítið þvi orðið stendur þar fyrir sínu, þá lítur hin nýja kynslóð á þessa arfleifð sem hluta af þjóðarvitund okkar í dag, þræði í vef þjóðarsálarinnar sem ef til vill snerti undirvitund okkar allra. Þessir þræðir eru þeim því eins konar hráefni sem þeir vinna með, til þess að láta í ljós afstöðu sína gagnvart þjóðarheildinni eða tengja hana víðara samhengi, siðferðilegu, pólitísku eða sálfræðilegu. Afstaða þeirra er gjarnan gagnrýnin, góðlátlega hæðin eða meinfyndin, en þó er oft að finna dulda virðingu fyrir þessari arfleifð í umfjöllun þeirra og gagnrýnin beinist þá gjarnan að nútímanum sem falsar eða misskilur eðli hennar, — þeim sem syngja ættjarðarljóð á fyllerii eða tönglast á orðskviðum uns þeir missa sína upprunalegu merkingu. En oft er bein og óbein gagnrýni ekki aðal- atriðið í verkum ungra nýlistarmanna, heldur eru hin þjóðlegu minni gnægtarbrunnur sem býður upp á alls konar nýja túlkunarmöguleika. Sitt af hverju tagi ölafur Lárusson lætur t.d. ljós- mynda sig „undir grænni torfu”, þ.e. bókstaflega með höfuð undir gras- sverði og í þvi sambandi hljóta ýmsar spurningar að vakna um líf og dauða og hlutverk listamannsins. Birgir Andrésson vísar til hinna fornu eyktarmarka í mynd af landslagi með því að teikna inn á Ijósmynd og þar með eru þessi annars ólýsanlegu hugtök skrásett. Níels Hafstein leitar i markaskrá að einingum sem hann fylgir eftir á myndrænan hátt. Hreinn Friðfinnsson vinnur úr frásögn af islenskum sérvitringi, úr bók eftir Þórberg Þórðarson, svo úr verður eftirminnilegt verk þar sem hefðbund- inn skilningur okkar og skynjun er dregin i efa og Magnús Pálsson vinnur verk um Njálsbrennu, drauginn Móra og Bakkabræður sem varpa nýju og oft gagnrýnu Ijósi á eiginlega merk- ingu þessara frásagna. Tilefni þessa langhunds er sýning tveggja ungra listamanna i Galleríinu við Suðurgötu, þeirra Steingríms Eyfjörð Kristmundssonar og Friðriks Friðrikssonar, en hinn siðarnefndi leikur sér einmitt að því að taka bók- staflega nokkra íslenska málshætti. Sýnibrandarar Þar á meðal eru „að fara huldu höfði”, „að berja höfðinu við stein”, „að hafa horn í siðu”, „að festa blund” „að mála skrattann á vegginn” og „renna blint”, og tekur Steingrimur þátt i útfærslu nokkurra þeirra. Ég hef grun um að Friðrik taki sjálfan sig ekki allt of hátiðlega og víst er að sumar Ijósmyndir hans eru vart meira en „sýnibrandarar” um orðatiltækin Iframlag hans til deilnanna um „Veldi tilfinninganna” er t.d. bráðsniðugt). En stöku sinnum fær umfjöllun hans á sig alvarlegri mynd, — höfundur ber höfðinu við stein í vegg Alþingishúss- ins ogblundinnfestir hann með aðstoð reipi og hnúta, imynd martraðar. En það vantar ýmislegt upp á að frá- gangur þessara mynda, Ijósmyndun og römmun, sé eins og best verður á Þjóðhættir og hugmyndafræði Um sýningu Steingríms Eyfjörð Kristmundssonar og Friðriks FriðrikssonarfGallerí, Suðurgata 7 kosið. Steingrimur hefur hins vegar verið að fikra sig I átt til annars konar myndlistar og bendir þessi litla sýning til þess aö hann sé kominn á athyglisverða braut, ólíka öllu öðru sem ég hef séð eftir íslenskan mynd- listarmann. 1 stað þess að byggja upp eitt höfuðatriði í myndum sinum, fjallar hann um margs konar tengsl hugmynda i sama verkinu, í stíl sem á i senn eitthvað skylt við vestræna skopmyndahefð og e.t.v. austurlenska myndrenninga. Stefnufesta Myndir hans eru fullar af litlum mannverum, rituðum skýringum og jafnvel línuritum og Steingrímur heldur sig að mestu við frumlitina. Þessi notkun á stíl og uppsetningu teiknimyndraða er, að ég held, eitt af- sprengi popplistar sem einmitt brúk- aði slikar bókmenntir óspart (Paolozzi, Lichtenstein, Warhol o.fl.) en sú til- hneiging að beita henni til mynd- rænnar könnunar á þjóðfélagslegum eða heimspekilegum hugmyndum er svo afleiðing „concept” listar. Þess konar notkun bregður fyrir i nokkrum myndum Errós, en þekktastir fyrir slika myndlist eru menn eins og Öyvind Fahlström, Liebig, Baruchello o.fl. Steingrimur tekur fyrir og rekur hugmyndir um neysluþjóðfélag, ofbeldi, fjölmiðlun og þjóðfélagslegt skipulag. Gerir hann þetta á margvis- legan hátt, — með beinum tilvitnun- um í ljósmyndir, textum og annars konar útleggingum. En tilgangur hans er vart að predíka eða sanna nokkurn skapaðn hlut, heldur að benda á, sýna fram á þverstæður eða hliðstæður, i formi fantasiu sem oft tekur völdin, sýnist listamanninum ástæða til þess. Þetta er ekki auðmelt myndlist, hún irriterar oft fyrir mynd- rænar ambögur og gloppur í rök- semdafærslu, en vart er hægt annað en bera virðingu fyrir alvöru og stefnufestu listamannsins. Fríðrik — „Að festa blund Tjáningarfrclsi^ . er ein rneginforsenda önnumst hvers konar matvælareykingar fyrir versianir, mötuneyti og einstaklinga. REYKIÐJAN HE' SMIÐJUVEGI 36 S- 7 63 40 Hverfi 18 Nýbýlav. ofan Stórahjalla Stórihjalli Grænihjalli Rauðihjalli Litlihjalli Efstihjalli Hverfi 6 Dalbrekka Auðbrekka Langabrekka Álfhólsvegur Húsaröðin nær Löngubrekku Hverfi 4 Vogatunga Bræðratunga Grænatunga Hrauntunga Hverfi 4a Hlíðarhvammur Hverfi 12 Hafnarfjörður Blómvangur Laufvangur Urðarvangur Vikan Sölubörn vantar í eftirtalin hverfi í Kópavogi: Hverfi 1 Ásbrautin öll Hraunbraut frá Ásbraut að Hábraut Hverfi 10 Melgerði Vallargerði Urðarbraut Borgarholtsbraut Húsar. nær Melgerði Hverfi 15 Hlégerði Suðurbraut Hverfi 16 Skjólbraut Meðalbraut Uppl. í síma 36720. sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting. vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni. stóra. ódýra i pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduðog tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Afborgunarskilmólar rAMIY HÁTÚN6A mrilA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.