Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRlL 1978. „DRAUMUR HENNAR UM AÐ VERÐA ATVINNUGOLFLEIKARI RÆTTISr’ „Ég get hreint og beint ekki þolað það þegar einhver segir mér að ég geti ekki fengið eitthvað sem mig langar 1,” segir Jan Stephenson. „Ég verðaðsýna framá að það er alls ekki rétt.” Faðir hennar reyndi fyrstur allra. þsgar hún var 10 ára gömul grátbað faðir hennar hana að gefa tennis ekki upp á bátinn til þess að leika golf. Og eftir að hún hafði unnið titilinn „Ung- lingameistari Ástralíu” í golfi var hún vöruð við og henni sagt að það vaeri engin framtið fyrir kvenmann að gerast golfleikari. En Jan varð að sanna umheiminum að hann hefði rangt fyrir sér, og tuttugu og fjögurra ára gömul er hún einn efni- legasti atvinnugolfleikari heimsins í kvennaflokki. Jan hefur alltaf verið ákveðin í að vinna þaer keppnir sem hún hefur tekið þátt í. „Ég hóf að keppa i sundi aðeins 8 ára gömul,” segir hún. „íþróttir hafa alla tíð verið mér ákaflega mikilvaegar.” Þegar Jan bjó I Sydney I Ástraliu, flutti faðir hennar með fjölskyldu sina út að ströndinni um 96 kilómetra frá borg- inni, til þess að börn hans gætu stundað íþróttir eins og þau langaði til. Bróðir hennar, sem er tuttugu og tveggja ára gamall, er einnig mjög efnilegur golfleik- ari. „Þarna gátum við leikið tennis eins og okkur langaði til og þurftum ekkert að greiða fyrir. Við bjuggum úti við hafið, þar sem við gátum synt að okkar vild og að spila golf á næsta velli kostaði svo litið að það tekur þvi ekki að minnast á það. Ef við hefðum búið áfram I Sidney hefði allur þessi iþróttaáhugi kostað föður minn mikla peninga.” í byrjun lék Jan golf í tvö ár og til- kynnti síðan föður sinum að hún ætlaði að leggja golfíþróttina á hilluna og vildi fá brimbretti. „t stað þess að segja nei, lofaði faðir minn mér brimbretti, þegar mér hefði tekizt að lækka forgjöfina í golfi i 18. Ég var fokill, æfði eins og vit- laus manneskja, og um það bil fimm mánuðum siðar, á 13. afmælisdeginum mínum, hafði mér tekizt að lækka for- gjöfina i 18. En bragð föður mins hafði heppnazt. I stað þess að ganga á eftir lof- orði hans um brimbrettið, vildi ég nú fá nýtt golfsett.” Fáum mánuðum seinna varð hún unglingameistari í New South Wales keppni og hélt þeim titli fjögur næstu ár. Hún varð unglingameistari Ástraliu þrisvar i röð, frá 1967—1971, og þegar hún var 19 ára gömul var hún kosin iþróttakonaársins. „Mig langaði til þess að verða at- vinnugolfleikari,” segir hún, „en ég vissi að til þess þurfti ég að eiga mikla pen- inga. Ég var ákveðin í þvi að komast til Bandaríkjanna. Sú hugsun átti hug minn allan og ekkert annað komst að. Ég var þá með strák sem var sífellt að biðja mig að giftast sér. Hann lofaði mér Mercedes Benz og að hann myndi senda mig til Bandarikjanna, aðeins ef ég vildi giftast honum. Það gerði ég og fannst þá ekkert vera i veginum fyrir för minni. En i stað þess að senda mig til Bandaríkjanna, dró hann mig með sér i viðskiptaerindum til London og virtist alveg vera búinn að gleyma Bandarikj- unum. Þá var mér nóg boðið. Ég sneri aftur heim og skildi við hann.” Næstu tvö árin, á meðan hún var að jafna sig eftir áfallið með eiginmanninn og að ná sér aftur á strik í golfiþróttinni, starfaði Jan sem iþróttafréttaritari fyrir Daily Mirror í Sidney. í ágúst 1973 varð hún loksins atvinnugolfleikari, og áður en árið var liðið hafði hún tekið þátt i 10 golfmótum sem atvinnumaður. Fjögur þeirra vann hún og varð ekki neðar en i Jan byrjar hvern dag með leikfimis- æfingum, hollum og góðum morgunmat og öndunaræfmgum. Þetta getur verið nokkuð erfitt. Jafnvel þótt maður sé góður I golfi. 5. sæti i hinum sex. Árið 1974 fluttist Jan til Bandaríkj- anna og gekk vel strax í upphafi, varð m.a. í öðru sæti í fyrstu golfkeppninni sem hún tók þátt i þar. Síðan hefur ferill hennar verið ævintýri líkastur. „Ég get ekki hugsað mér sjálfa mig við neitt annað en að leika golf næstu 10 árin,” segir Jan. „Ég tek íþróttina mjög alvarlega." Hún gerir reglulega líkamsæfingar, stundar m.a. yoga. Einnig les hún mikið og talar mikið í síma. „Mig langar hræðilega mikið til þess að verða fræg,” viðurkennir hún. „Það c D Verzlun Verzlun Verzlun Hátalarar f sérflokki Ef þú vilt smíða kassana sjálfur, höfum við hátalara- sett, lítil og stór frá SEAS: Mini, 203, 303, 503 og Disco. Einnig höfum við ósamsetta kassa, tilsniðna og spón- lagða. SAMEUMD, L’S,"48 Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjallí. Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu- skilmála. Loftorka sfDalshrauni 8 Hafnarfirði, simi 50877 # Tilvalinn stóll til fermingargjafa. 1 J Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi 1 ,, ' v KRÓM HÚSGÖGN w Smiðjuvegi 5. Kópavogi. Sfmi 43211 $fl Eigu ■|l viða X.-' brau L. Gardínubrautir ílll tangholtsvegi 128 Simi 85805 |lf Eigum fyrirliggjandi allar gerðir af l|f viðarfylltum gardínubrautum, 1-4 I brauta,meðplast-eða viðar- & köppum, einnig ömmustangir, smíðajárnsstangirogallt til gardínuuppsetningar (jímiiuÍH STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON Smiðastofa h/i .Trönuhrauni 5. Simi 51745. mm mm IsleutíHwmHutnrk Ferguson litsjónvarps- tækin. Amerískir inn- línumyndlampar. Amer- ískir transistorar og díóður. ORRI HJALTASON Hagamel 8, sími 16139. DRÁTTARBEIZLI — KERRUR Vorum afl taka upp 10*’ tommu hjólastell fyrír Combi Camp og flairí tjaldvagna. Höfum á lager allar staarflir af hjólastellum og alla hluti i kerrur, sömuleiflis allar gerflir af ksrrum og vögnum. ÞÓRARINN KRISTINSSON Klapparstíg 8. Sími 28616 (Heima 72087) MOTOROLA Alternatorar I bíla og báta, 6/12/24/32 volta. Platinulausar transistorkveikjur I flesta bíla. Haukur & Ólafur hf. Ármúla 32. Slmi 37700. ALTERNATORAR 6/12/24 volt í flesta bila og báta. VERÐ FRÁ 13.500. Amerísk úrvalsvara. i — Póstsendum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Rafmagnsvörur I bila og báta. BÍLARAFHF. S5£i1#;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.