Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 10.04.1978, Blaðsíða 32
32 Erlend myndsjá DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. APRIL 1978. Mótmæli gegn mengun. Dauðir fuglar á stöngum vegna olfumengunar úr risa- olíuskipinu Amoco Cadiz, sem strand- aði við Bretagne. Hápunkturinn á margháttuðum æfing- um lögreglunnar f New Jersey í Bandaríkjunum var björgun úr þyrlu. Hér má sjá fjórar hinna hughraustu hetja taka sér dordingulinn til fyrir- myndar. Keppt á sklðum i þungavigt. Tekið skal fram að skiðin þoldu álagið. Terry Tyler til vinstri á myndinni er 190 kg og John Truden til hægri er 220 kg. Og meira um flugvélar. Tveir æfingaflugmenn frá Kamerún fengu að æfa sig á þessa Boeing 737 þotu. Kamerúnmenn sáu land og lentu. Var það fimlega gert í bakgarði húss i Charleroi i Belgiu. Kamerúnmcnn komust óskaddaðir frá borði, en trauðla verður vélinni flogið á brott. þvo glugga. Sú saga er ekki seld dýrara verði en hún er keypt. Carlo Ponti og Sophia Loren. Ponti hefur verið ákærður á Italiu fyrir að flytja gjaldeyri ólöglega úr landi og handtökuskipan hefur verið gefin út á hendur hon- um. Ungi þessi fæddist i Bronx dýragarðinum i New York og á myndinni er hann innan við sólarhrings gamall. Hann á væntanlega eftir að stækka litla skinnið, þvi þetta er kondór, stærsti fugl, sem getur flogið. Þegar hann vcrður fullvaxinn mun hann verða um 12—13 kg að þyngd og vænghafið 10,5 fet. Tiðindum þótti sæta að takast skyldi að klekja út þessu eggi f dýragarðinum, en sllkt er næsta fátftt. Þeir eruekki hárprúðir norsku h mennirnir, sem sendir voru til Liban með gæzlusveitum Samcinuðu þjt anna. Það er Ifka eins gott þvi hætt við að þeim hitnaöi á kollinum þar faxið væri mikið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.