Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 1
I ú V 4 P 4. ÁRG. — MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978 — 85. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.— AÐALSÍMI27022. % P I I I I I I I í I Geir í „lokaðasta klúbbi veraldar”: „VARSJÁRBANDALAGK) HÆTTULEGA VOLDUGF segja þeir Bilderbergmenn Geir Hallgrimsson forsætisráðherra er einn 7 manna sem fréttaritari Reuters, Thomas Thomson. getur nafns á af um 100 þátttakendum i Bilderbergráðstefnunni 1978. Hinir eru núverandi forseti ráðstefnunnar Home lávarður, fyrrum forsætisráð- herra Breta, Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandarikjanna, Brezezinski, ráðgjafi Carters Banda- ríkjaforseta i öryggis- og varnar- málum, Alexander Haig, yfirhers- höfðingi Atlanshafsbandalagsins, Joseph Luns, framkvæmriastjóri Atlanshafsbandalagsins og Emile yan Lennep, framkvæmdastjóri OECD. Um eitt hundrað valdamestu menn i hinum vestræna heimi funduðu fyrir luktum dyrum á leynilegri ráðstefnu um helgina til þess að ræða stöðu vestrænna rikja i varnar- og viðskipta- málum. Stjórnmálamenn, bankaeigendur og teknókratar hittust að þessu sinni á tuttugustu og sjöttu Bilderberg — ráð- stefnunni, sem haldin er árlega. Ráð- stefnu þessari hefur verið lýst sem „lokaðasta" klúbbi veraldar. Fréttamaður Reuters i Princeton. New Jersey Bandarikjunum, Thomas Thomson. segir að þálttakendur vinni eið að þagmælsku um ráðstefnu- haldið. enda þótt engar opinberar ákvarðanir séu teknar. Forseti ráðstefnunnar Home lá- varður, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. sagði á fundi með blaðamönn- um. að þessi samtök forystumanna hefðu lýst sérstökum áhyggjum vegna hernaðaruppbyggingarSovétrikjanna. Þeirra mat var. að aðildarríki Var- sjárbandalagsins væru nú í hernaðar stöðu. sem væri þrisvar sinnum stcrkari en staða NATO á vissum sviðum. Töldu þeir. að vestræn sarn- vinna þyrfti að auka hernaðarstöðu sina til þess, að koma i veg fyrir freist. ingar Sovétrikjanna til hernaðarævin- týra. lior.ie ávarður kvað ráðstefnuná hala áhyggjur af áhrifum Sovétrikj- aiiiia i Alriku. Þá gat hann þess. að viðræður um heimsviðskipti liefðu beinzt að þörfinni fyrir að koma i veg fyrir stöðnun. enda þótt ekki hefði verið rætt um einstök atriði i þvi sam- bandi. Bilderberg-starfsmaður sagði að næsta ráðstefna yrði haldin i Austur- riki á næsta ári. BS Ferðaskrifstofustríðið: ____________________________ SUNNA GERÐIBETUR, TVEIR Á SUNDSKÝLUM _ — og ný ungfrú Reykjavík kjörin DB- mynd R.Th.Sig. Smokie, ein vinsælasta popphljóm- sveit Evrópu, á Listahátíð — ogírskiþjóðlaga- flokkurínn Dubliners — sjá baksíðu Ferðaskrifstofurnar berjast áfram um viðskiptavinina. Í gærkvöldi var þttð Sunna. sem átti leik. Þa var trompað með tveim mönnum á sundskýlum gegn Ingólli í Útsýn einum. Þeir Halli og Laddi mættu i sundskýlunum og að sjálfsöðu með bongótrommur. Hótel Saga titraöi af hlátri viðstaddra. Þá var kjörin ný ungfrú Reykjavik. hún heitir Halldóra Björk Jónsdóttir. lið lega tvitug stúlka úr höfuðborginni. Myndirnar sýna skemmtamna i Sögu og innfellda myndin er af hinni nýju drottningu höfuðborgarhúa. SAUTJÁN ÁRA KEFL- VÍKINGUR BEIÐ BANA — í umferðarslysi við Svartsengi Sautján ára gamall piltur úr Kefla- vik beið bana í umferðarslysi er varð i gærdag á Grindavikurvegi skammt frá Svartsengi. Pilturinn ók litlum Morris- fólksbil og var stúlka með honum í bilnum. Þau voru á leið til Keflavikur. Víkingur Sveinsson rannsóknarlög- reglumaður skýrði DB svo frá að svo virtist sem sprungið hefði á hægra afturhjóli bilsins og það ráðið mestu um slysið. Fór ökutækið eflir það i stórum sveig á vegarkanti og siðan út af lil vinstri. Fórbíllinn nokkrar veltur og siöðvaðist á hvolfi. Ökumaðurinn kastaðist út úr biln- um i veltum hans og mun hafa látið lifið svo til samstundis. Stúlkan. scm með honum var i bilnum. er frá Grindavik. Hún slapp svo til ómeidd frá óhappinu. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.