Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. 150 manns og urmull krakka á kræklingaf jöru með Utivist sagði ein og stakk upp í sig gómsætum kræklingi slatta neðan í poka. En fólk var ekki nizkt á að gefa öðrum að smakka. Einhver spurði: „Hver á kræklinginn á pönnunni?” „Um leið og hann er kominn á pönnuna eða í pottinn er hann orðinn almennings eign,” sagði Þorleifur og gaf síðan á biðar hendur. Ekki vantaði heldur ráð um hvernig bezt væri að matreiða og bera kræklinginn fram. Ef hann er soðinn I potti er gott að hafa ofurlitið vatn. Blm. og Ijósmyndari DB lögðu leið sína i Hvalfjörð i góða verðrinu I gær og komu i Utivistarhópinn þegar fallið var að og fólkið búið að tína kræklinginn og koma sér fyrir við gömlu réttina hjá Fossá. Veiðin virtist dálitið misjöfn. Sumir voru með næstum fulla plastpoka af kræklingi, aðrir ekki nema með smá- við Fossá I Hvalfirði, og sá um elda- mennskuna á kræklingnum. Hann bæði sauð i potti oj> steikti á pönnu. Sumir höfðu orð á að kræklingurinn væri hálf hrár á pönnunni. Aðrir þorðu ekki að smakka. Ein kona sagði „Maður veröur bara að loka augun- um,” og það gerði hun og stakk upp i sig gómsætum bitanum. „Breiðfirðingarnir segja að það sé langbezt að eta kræklinginn hráan og það gera þeir,” sagði Þorleifur Guðmundsson, annar fararstjórinn I kræklingafjöruferð Utivistar í Hvalfjörðinn i gær. Hinn fararstjórinn var Sólveig Kristjánsdóttir. Þorleifur sat umkringdur af fjörufólki, ungu og gömlu, í hlíðinni Jú, jú, hann er ágætur, sagði ungi maðurinn, þegar hann var búinn að kyngja. Þorleifur fararstjóri var eldklár i eldamennskunni og viðstaddir horfðu á hann með aðdáun. Hann var óspar á að gefa fólki að smakka. Ungi maðurinn var að smakka krækling í fyrsta sinn og fannst hann bara ágætur á bragðið. Um leið og skeljarnar opnast er fiskurinn soðinn og tilbúinn til átu. Bezt er að sjóða allan aflann um leið og heim er komið og frysta síðan það sem ekki er borðað strax. Þegar á að nota fiskinn er gott að grilla hann (í skeljunuml og láta t.d. hvitlaukssmjör á hann áður. Einnig má þiða hann og nota kaldan í alls konar salöt, t.d. með harðsoðnum eggjum út í mayones og sýrðan rjóma. Einnig er Ijúffengt að borða kræklinginn með ristuðu brauði og sitrónusafa. Þá nýtur hið friska sjávarbragð sín langbezt. En auðvitað getur hver og einn gert eins og hann vill og honum þykir bezt. Ef skeljarnar opna sig er allt i lagi með þær," sagði Þorleifur. Þegar hann ætlaði að gæða blm. á einni, sem ekki hafði opnað sig kom i ljós að fiskurinn i þeirri sek-l var svartur og þá var honum umsifalaust hent, því þá er hann ekki góður. í ferðinni hjá Útivist i gær voru hundrað og fimmtíu manns, og urmull af körkkum og unglingum. Fólk var þama með nesti með sér og skemmti sér hið bezta I fínasta sumarveðri. Miðjarðarhafið hefði getað verið stolt af bláa litnum sem var á Hvalfirðin- um. Skarðsheiðin skartaði sínu fegursta — líktist einna helzl tindum Alpafjallanna. Bakhliðin á Esjunni, fyrir ofan Elífsdal, var allkuldaleg og miklu meiri snjór þar en á „framhliðinni" sem daglega snýr að borgarbúum. Þarna eru síðustu kræklingarnir tindir áður cn fellur að I fjörunni. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Víða var verið að brenna sinu og steig reykurinn af sinubrunanum víða næstum þvi beint upp i loftið, þótt sums staðar gustaði ofurlítið. Fjalla- hliðarnar voru sumar hverjar svartar eins langt og gróður nær efiir bruna. Nú fer senn að koma sá tími sem bannað er að brenna sinu — þegar mófuglarnir fara að gera hreiður sín. Eftir umferðinni í bæinn að dæma um hálf sex leytið var engu likara en komið væri fram á mitt sumar — enda mátti sjá bila hér og þar úti í mó- um — og fólk var á göngu uppi í hlíðum og niðri i fjöru og virtist njóta lifsins. -A.Bj. Áður en kræklingurinn var eldaður þurfti að þvo hann. Hann var „vaskaður” I Fossá. Það er eins og gullgratarar séu þarna við iðju sína! ANNA 6JARNAS0N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.