Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 6
Þjóöleikhúsiö: LAUGARDAGUR, SUNNUDAGUR, MÁNUDAGUR Leikrit i þremur þéttum eftir Eduardo de Filippo Þýðandi: Sonja Diego teikmynd og búningan Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Gunnar EyjóHsson Það finnst mér líklegt að Laugar- dagur. sunnudagur, mánudagur, sé leikrit til að leika „upp á ítalskan móð”, að sýning leiksins eigi að réttu lagi að þrifast og lifa af lýsingu skaplyndis, geðbrigða, tilfinninga sem okkur áhorfendum þyki vera „suðrænt" i ákefð sinni. einlægni og ofsa. Einmitt vegna þess hvað það er ólíkt okkur eigum við í einu að geta hlegið að þessu fólki og þekkt og dáðst að öllum þess mannlegleik mitt I skopinu. Hræddur er ég um að einmitt þessi- tilfinningalegi þáttur leiksins hafi eink- um farið forgörðum i sýningu Þjóð- leikhússins á laugardag, öll hin öru sjálfkvæmu geðbrigði, viðbrögð. and- svör sem samanlögð mynda andrúnt leiksins og fólksins i leiknum. Það var að visu Ijóst að leiknum var ætlað að vera léttur i vöfum, hraður og glettinn. En stundum var eins og þessi stilstefna kæmi einkum fram i því að hver og einn leikari reyndi að segja fram hlutverk sitt eins örl og verða mátti — án þess skapaðist þeirra i milli það hljómfall hátternis og skapferlis sem til þurfti. Þessara annmarka gætti að visu langmest á fyrsta þættinum sem þrátt fyrir sitt gamansamlega efni varð kynlega drungaþungur. Og leikurum létu að sönnu hlutverk sin fjarska misvel. Allt annar tónn var i atriðinu með Antonio gamla afa: Val Gisla- syni, og Catiello skraddara: Flosa Ólafssyni, i upphafi annars þáttar. Og þegar nteiri alvörugefni færðist i efnið þegar á leið annan þáttinn urðu lika af Herdís Þorvaldsdóttir sem leikur Rósu matreiðir alvörukjöt á leiksviöinu í ítalska gamanleiknum Laugardagur, sunnudagur, mánudagur, sem frumsýndur var iaug- ardaginn 22. april. 0 l' ftviH hú r | Róbert Arnfinnsson, Herdís og Steinunn Jóhannesdóttir i eldhúsinu á heimili Peppino-hjónanna, en matarilminn leggur um allt hús. sjálfsdáðun fastari á því tökin: leikendum Þjóðleikhússins lét augljós- lega miklu betur raunsæisleg lýsing tilfinningalegra átaka, sálarlífs sem á bak við býr hinn suðræna hversdag, en gáskafullt yfirvarp þess. Efnið í Laugardagur, sunnudagur, mánudagur, er nú ekki margslungið né djúpsett. Leikurinn snýst um snurðu sem hleypur á þráðinn milli miðaldra hjóna i Napóli og hvernig úr henni greiðist á ný. aðhyllist þann prýðilega móral að hjónum sé hollt að vera einiæg. opinská og hreinskiptin sin i milli. en forðast að láta hverr.dagslif draga dul á sinar sönnu tilfinningar. Þctta efni er fram sett i samhengi rúmgóðrar lýsingar fjölskyldu og fjölskyldulifs upp á italskan móð, frásagnar af afbrýðisemi og uppþoti sem af henni leiðir og sáttum að lokum. Eins og vænta má snýst leikurinn einkum um Priore-hjónin i Napólí: Herdísi Þorvaldsdóttur og Róbert Arnfinnsson sem auðvitað fóru létt með hinn sálfræðilega vanda þeirra i milli, misklíð og sættir í öðrum og þriðja þættinum. og vissulega sópaði að Herdisi yfir ragú-pottum sinum í fyrsta þætti. í meðförum þeirra á eiginlegu átakaefni leiksins varð Laugavegur, sunnudagur. mánudagur fyrst og fremst góðglettinn sál- fræðilegur gamanleikur, hlýleg og nærfærin lýsing dagsdagslegs tilfinningalífs. Manninum láðist að dást nógsamlega að matgerðalist konu sinnar og hættir til að taka hana sem sjálfgefinn hlut i eldhúsinu, konan tekur hversdagslegt fályndi mannsins fyrir sönnun þess að hann hafi aldrei I alvöru elskað sig og þar með sé allt hennar erfiði til einskis unnið. Bæði afrækja þau allt það fina tilfinningalíf sem býr á bak við hversdagsskrápinn. Þennan vanda reynist nú ekki mikið mál að leysa í samhengi leiksins. En víst hefði lýsing og lausn þeirra Priore- hjóna, prýðileg það sem hún náði, notið góðs af hinni, „suðrænu” um- gerð tilfinninga- og fjölskyldulífsins í leiknum sem áður var eftir lýst. Af öðrum leikendum langar mig að nefna Guðbjörgu Þorbjarnardóttur: Ameliu, systur Priores, lanniello- hjónin nágranna þeirra: Helga Skúla- son og Bryndís Pétursdóttir, Virginiu vinnukonu: Steinunni Jóhannes- dóttur, og bróður hennar, Michele, bæklaðan á sálinni: Eyvind Erlends- son. Þar stígur farsinn alskapaður inn í hversdagsheim leiksins, sem annars er skipaður raunhæfum manngerðum, atburðarás og tilfinningalif hans virð- ist eiga að velta á ærslafenginni skopfærslu hins hversdagslega og raunhæfa. Hún tókst nú ekki til hlýtar í sýningu Þjóðleikhússins — þó að visu megi vel vera að ýmsir hnökrar og annmarkar á henni eigi eftir að jafna sig þegar frá líður á sýningunum. Það er vonandi að svo takist: Laug- ardagur. sunnudagur, mánudagur virtist mér þrátt fyrir ofangreindar aðfinnslur vel skipuð. vandlega unnin og yfirveguð sýning, það sem hún komst með efnið. Og leikmynd Sigur- jóns Jóhannessonar er verulega svip- mikið verk, stórt og einfalt i stílnum. Eldhúsið hans í fyrsta þætti verð- skuldar sannarlega að fyllast því raun- gilda, fjölskrúðuga mannlífi sem leikurinn að öðru leyti þarf á að halda. Leiklist ÓLAFUR JÓNSSON SNYRTISTOFA - SNYRTIVORU VERZLU N SKÓLAVÖRÐUSTÍG17 ALHLIDA SINIYRTIIMG SNYRTISERFRÆÐINGUR BENTINA BJORGOLFSDOTTIR OPIÐ KL 9-5 DAGLEGA — LAUGARD AGA KL 9-4 HMAPANTANIRISIMA10266 Albert kallaður fasisti: Eik biðst afsökunar Verkalýðsblaðið, málgagn Eik(m-I) birtir nýlega mynd af Albert Guðmundssyni, alþingis- manni og eru krotuð tákn tengd nasima inn á myndina. I mynda- texta segir að Albert sé, „málssvari fasisma á íslandi". í fréttatilkynningu frá Verka- lýðsblaðinu og EIK (m-1) eru ummæli þessi og myndin ómerkt og hlutaðeigandi aðilar beðnir velvirðingar á „mistökum i vinnslu blaðsins". Efni greinar, sem fylgdi myndinni eru þó talin i fullu gildi. BIAÐIÐ er smáaug- lýsingablaðið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.