Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. Sovézku orustuf íugmennirnir skutu á vélina án við vörunar — segir aðstoðarf lugmaður s-kóreönsku farþegaþotunnar sem nauðlentí í Sovétr íkjunum — enn ekki Ijóst hvað olli því að vélin villtist 1600 km af leið og inn í sovézka lofthelgi Aðstoðarflugmaður suður-kóre- önsku Boeing 707 farþegaþotunnar, sem nauðlenti á isilögðu vatni i Sovét- rikjunum, segir að sovézkir orustu- flugmenn hafi ekki gefið neina að- vörun áður en þeir hófu skothrið á far- þegavélina með þeim afleiðingum að tveir létusi. „Ég sá orustuþoturnar við hlið mér," sagði Cha Soon aðstoðarflug- maður á blaðamannafundi i An- chorage i Alaska i gær, en þar lenti vél frá suður-kóreanska flugfélaginu, sem náöi í farþega og áhöfn þotunnar. Og Cha Soon hélt áfram: „Það benti ekk- ert til þess að það yrði skotið á okkur. en eftir svo sem fimm minútur byrjaði skothriðin." Aðstoðarflugmaðurinn sagði að árangurslaust hefði verið reynt að ná sambandi við sovézku flugmennina, en svo virtist sem sovézku vélarnar hefðu talstöðvar með annarri tíðni en flugvélar annarra þjóða. Á blaðamannafundinum varð ekki varpað Ijósi á hina miklu villu s-kóre- önsku vélarinnar, en þegar hún fór inn í sovézka lofthelgi hafði- hún farið 1600 km af áætlaöri flugleið á milli Parísar og Seul. Flugstjóri vélarinnar Kim Chang-Kyu og siglingafræðingur hennar Lee Kun-Shi voru kyrrsettir í Sovétrikjunum til þess að aðstoða sovézk yfirvöld við rannsókn málsins. Farþegar lýstu Kim flugstjóra sem hetju eftir að honum tókst að nauð- lenda laskaðri vélinni á ísilögðu vatni i norðanverðum Sovétríkjunum. Kim sagði farþegum að orsök villunnar væri bilun í siglingartækjum þotunn- ar. Forstjóri Korean Air Lines, Cho Choong-Hoon sagði að Sovétmenn hefðu fjarlægt band það sem skráir allt um ferðir vélarinnar og án upplýsinga af því bandi væri erfitt að segja ná- kvæmlega um hvað gerzt hefði. En hann sagðist vilja vita, hvers vegna siglingafræöingurinn notaði ekki sextant til þess að reikna út stefnu vélarinnar, þegar siglingartæki hennar virkuðu ekki rétt. Cho forstjóri KAL, sem varð samferða flestum farþegum og áhöfn vélarínnar sem sluppu lifandi á leið þeirra til Japans og Kóreu, sagði að Lee siglingafræðingur hefði mikla reynslu og hefði hann flogið 70 sin- num þessa leið yfir norðurpólinn áður. Eina yfirlýsingin, sem borizt hefur frá sovézkum yfirvöldum um málið sagði að flugmenn farþegaþotunnar hefðu ekki farið eftir bendingum sovézku orustuflugmannanna, sem bentu þeim á að lenda á flugvelii, en vélin hafi siðan lent á isnum á vatninu eftir að herflugmennirnir hindruðu það að hún flygi lengra. 1 Seul sendi Park Chung-Hee forseti frá sér tilkynningu, þar sem hann þakkaði sovézkum yfirvöldum það að áhöfn og farþegum vélarinnar skyldi sleppt og jafnframt loforð um að flug- stjóri og siglingafræðingur fengju að fara frjálsir ferða sinna. Talsmaður forsetaembættisins sagði að opinber réttarhöld yrðu haldin til þess að kanna hvernig vélin gat villzt inn í sovézka lofthelgi og jafnframt yrði allt gert sem hugsanlegt væri til þess að fá flugmennina tvo heim aftur. Suður-Kórea hefur ekki stjórnmála- samband við Sovétrikin, en Banda- ríkjastjórn og stjórn Japans hafa verið milligöngumenn í málinu. Komid í veg fyrir verkfallfVolks- wagenverksmidjunum Komið var i veg fyrir verkfall i Volks- wagénverksmiðjunum í V-Þýzkalandi á laugardaginn, er samband málmiðnaðar- manna samþykkti tilboð atvinnurek- enda um 5.9% launahækkun. Hefði komið til verkfalls hefði það orðið hið fyrsta í sögu Volkswagenverksmiðjanna. Volkswagenverksmiðjurnar eru stærstu bifreiðaverksmiðjur i V-Þýzka- landi, en þar vinna 106 þúsund manns. Á föstudag var samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða að fara í verk- fall, ef ekki fengist fram 8% kauphækk- un. En eftir níu stunda fund félags málmiðnaðarmanna á laugardag var ákveðið að ganga að 5.9% kauphækk- unartilboðinu. Áður höfðu atvinnurek- endur boðið 5% kauphækkun. Aðrir málmiðnaðarmenn i V-Þýzkalandi. fengu 5.5% kauphækkun nú fy.rr í mán- uðinum. Schmidt í London Helmut Schmidt kanslarj V-Þýzkalands kom. til London i gær til viðræðna við Jame.s Callaghan forsætisráðherra Breta. Viðræðurnar hófust i gærkvöldi og þeim lýkur i kvóld. Viðræður leiðtoganna munu aðallega snúast um efnahagsmál, en einnig um „detente", eða slökunarstefnu austurs og vesturs. Leiðtogar Bret- lands og V-Þýzkalands eiga reglulegar viðræður á sex mánaða fresti um málefni Efnahagsbandalags Evrópu og alþjóðamál. Lítið hefur birzt af köngamyndum undanfarið og þvi skal bætt úr því, þar sem fyrirbæriit þekkjast enn meðal nágranna vorra á Norðurlöndum. Þar má vart fletta blaði án þess að rekast á mynd af Margréti Danadrottningu, Karli Gústafi Svia- kóngi eða þeim feðgum Ólafi og Haraldi i Noregi. Af hinum konunglegu málum nágranna okkar er annars helzt riðinda að Viktoría Sviaprinsessa hefur öðlazt rétt til þess að taka við krúnunni að föður sínum gengnum, en vonandi verður það þó ekki strax því Karl Gústaf hefur rétt slitið barnsskónum sjálfur. Á þessari mynd sjáum við hans hátign Ólaf Noregskonung ásamt með syni sinum Haraldi og tengdadóttur Sonju taka á nioti Rudolf Kirchsliiger forseta Austurrikis á Fornebuflugvelli i Osló. Forseti Austurrikis dvaldi i þriggja daga opinberri heimsókn i Noregi i siðustu viku með konu sinni. Ekki er vitað hvers vegna Sonja fékk ekki að ganga á rauða dreglinum eins og hinir, en hún virðist samt sem áður hýr á svipinn. ísraelskur söngf lokk- ur sigraði í Eurovision- söngvakeppninni 78 — ífyrsta skipti Í23 ára sögu keppninnar — Belgía í öðru sæti og Frakkland íþriðja Hin árlega söngvakeppni í Evrópu. Eurovision keppnin, var haldin á laugardag. Að þessu sinni sigraði isra- elskur flokkur, Izhar Cohen og alfa beta söngvararnir. Sigurlagið heitir þvi undarlega nafni Ah-bah-nee-bee og er ástarsöngur sunginn á barnamáli. I öðru sæti varð belgiskur söngvari, Jean Vallee, en lag hans nefnist L'amour, ca fait chanter la vie, eða i lauslegri þýðingu lífið er söngur með ást. i þriðja sæti varð franskur söngv- ari, en lag hans heitir II aura toujours des violins, en það útleggst í lauslegri islenzkri þýðingu, fiðlurnar verða alltaf viðlýði. Alfa beta söngvararnir frá Ísrael, sem sigruðu að þessu sinni eru þrjár stúlkur og þrír piltar. Er Ijóst varð að þau hefðu sigrað komust þau í mikið uppnám. en sigur í þessari keppni getur leitt til mikils frama eins og dæmin sanna. Það var árið 1974. sem ABBA flokkurinn sænski sigraði, en hann er nú frægur um allan heim og hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna. Er fráttamenn reyndu að nálgast söng- flokkinn eftir sigurinn kom tylft ísra- elskra öryggisvarða og skildi á milli. ísraelsmennirnir voru greinilega hræddir um öryggi söngflokksins. Þeir lofuðu þó fundi með fréttamönnum siðar. Aður en söngflokkurinn var leiddur á braut sagði Izhar Cohen: „Ég vonaði að við ynnum og það er allt sem maður getur gert. Það er aldrei hægt að vera öruggur." Þetta er í fyrsta skipti sem ísraelskur söngflokkur sigrar í þessari keppni, en hún hefur verið haldin 23 sinnum. Talið er að 350 milljónir áhorfenda hafi horft á söngvakeppnina í beinni sjónvarpsútsendingu. Væntanlega liður ekki á löngu áður én íslenzkum áhorfendum gefst færi á að skoða söngvakeppnina, en hún hefur verið sýnd undanfarin ár skömmu eftir sjálfa keppnina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.