Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. BIABIB fijálst, nháð dagblað Utgefandi Dagbladið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri rítstjómar Jóhannos Reykdal. Íþróttír Hallur Sfmonarson. Aöstodarfróttastjóri: Atii Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. BlaÓamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Goirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkerí: Þróinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson Dreifingarstjórí: Már E. M. Halldórsson. Rítstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverhoiti 11. Aðal- simi blaðsins 27022 (10 linurí. Áskríft 1850 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Munurinn á enginn að vera „Spurningin er bara, hversu mikill munurinn eigi að vera,” er oft sagt, þegar fjallaðer ummisjafnt gildi atkvæðisrétt- ar íslendinga eftir búsetu. Virðast flestir hallast að því, að kosningaréttur Reykvíkinga og íbúa Reykjanes- kjördæmis megi vera nokkru minni en annarra lands- manna. Flestir ráðamenn og þingmenn þjóðarinnar segjast hafa mikinn áhuga á að draga úr misréttinu. í rauninni er áhuginn lítill, svo sem aðgerðaleysið í vetur hefur sýnt. t haust lýstu forustumenn flokkanna því yfir, að laga yrði ákvæðisréttinn fyrir næstu kosningar. For- sætisráðherra lofaði forustu ríkisstjórnarinnar. Þar með var málið svæft. Þeir, sem fjallað hafa um málið, hafa mesta trú á einföldum breytingum á kosningalögum, sem ekki krefjast neinnar stjórnarskrárbreytinga. Með því að af- nema prósenturegluna viö úthlutun uppbótarþingsæta og heimila fleiri en einn uppbótarmann flokks í einu og sama kjördæminu má draga úr misréttinu um tæpan helming. Dagblaðið studdi þessa hugmynd, af því að vönduð rök höfðu verið leidd að því, að hún varðaði ekki stjórnarskrána. Unnt hefði verið að gera hugmyndina að lögum í vetur og beita henni í kosningum sumarsins. Mætti þá líta á hana sem bráðabirgðalausn, sem dygði, unz lokið væri endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nú þegar ráðamenn þjóðarinnar eru orðnir uppvísir að svikum í málinu, er rétt að minna á, að rýrnun mis- réttisins um tæpan helming er alls ekki endanleg lausn. Margir hafa einblínt svo á bráðabirgðalausnina, að þeir eru farnir að trúa áróðrinum fyrir því, að atkvæðisréttur megi vera misjafn, þótt hann megi ekki vera eins misjafn og hann er nú. Magnús Kjartansson alþingismaður tók þessar hug- myndir rækilega til bæna í kjallaragrein í Dagblaðinu fyrir réttri viku. Sagði hann enn eima eftir af þeirri skoðun, að „fólkið á mölinni” eða „Grimsbýlýðurinn” væri óæðra fólk en sveitafólkið. Magnús lagði áherzlu á, að einungis eitt heilbrigt sjónarmið væri til á þessu sviði: „Kosningarétturinn er mannréttindi, sem allir eiga að fá að njóta á jafn gildan hátt án tillits til efnahags, kynferðis, búsetu eða annarra óskyldra þátta.” Magnús sagði það gervirök, að íbúar suðvesturhorns- ins njóti forréttinda í því að hafa allar miðstöðvar þjóð- félagsins í nágrenni sínu, ríkisstjórn, banka, innflutning og útflutning, tryggingar og heilsugæzlu. „Þeir, sem þannig tala, virðast líta á martnréttindi sem einhverja verzlunarvöru,” segir Magnús. Síðan neitar hann því algerlega, að almenningur á svæðinu njóti hinnar margumtöluðu nálægðar og telur hann fremur hafa af henni skaða. Nefnir hann m.a. að þar hefur fólk að meðaltali lægri laun en annars staðar í landinu. Það situr því ekki við kjötkatlana. Svo skorar Magnús á íbúa suðvesturhornsins að hrista af sér slenið: „Hvernig væri, að kjósendur á þessu svæði sameinuðust um að spyrja stjórnmála- flokkana spjörunum út úr um stefnu þeirra í þessu máli og létu þá vita, að stuðningur færi eftir svörum þeirra og fyrirheitum?” Grein Magnúsar er þörf áminning um fánýti spurningarinnar í upphafi þessa leiðara um, „hversu mikill munurinn eigi að vera”. Hann á enginn að vera. f ' - Hvers vegna verkföll íV-Þýzkalandi? — grein um atvinnuástand og breytt viðhorf í V—Þýzkalandi eftir Ólaf H. Jónsson viðskiptafræðing sem dvalið hefur þarlendis undanfarin ár - -..................-----.. Árið 1978 geiur orðið afdrifaríkt fyrir V-Þýzkaland hvað snertir samn- inga launafólks og atvinnurekanda sem nú hafa staðið yfir og standa enn. Virðist svo sem í þessum samningum verði farið inn á nýjar brautir. Eins og menn vita er V-Þýzkaland mjög háð útflutningi (27% þjóðarframleiðslunn- ar eru flutt út) og er við mikið vanda- mál að etja. Laun hér í Þýzkalandi eru þau hæstu í heiminum. 1977 voru þau 18,70 Dm á klst. hér í V-Þýzkalandi en til samanburðar má geta þess að í USA voru þau 16,20 Dm á klst. og í Eng- landi 7,80 Dm á klst. Þær kröfur sem verkalýðsfélögin vilja knýja fram verða nú raktar í stuttu máli. Vinnudeilur Fyrir Helmut Schmidt kanslara eru verkföll engin þjóðarógæfa en þrátt fyrir það ofþyngja þau viðskiptalífinu allóþægilega með styttri vinnutirrta, engri framleiðslu og töpuðum mögu- leikum á vexti þjóðarframleiðslunnar. Slíkt gerðist í verkfalli málmiðnaðar- manna í Schleswig-Holstein 1956, 1971 i Baden-Wurttemberg og 1974 með verkfalli opinberra starfsmanna og flutningaverkamanna. Á árinu 1978 virðist þetta ætla að endurtaka ^___ " .................. sig. Prentiðnaðarmenn og málm- iðnaðarmenn hindra framleiðslu í prentsmiðjum og bifreiðaverksmiðj- um, neyða glerverksmiðjur til að draga úr framleiðslu og stórfyrirtækin í rafmagnsiðnaði urðu einnig að minnka framleiðslu sína. Heildarskað- ann er ekki enn búið að reikna út. Samninga- viðræður Samningar um laun og kjör verka- fólks í ýmsum greinum atvinnulifsins sem nú hafa staðið yftr hér í V-Þýzka- landi, virðast hafa þróazt inn á alveg nýjar brautir. Áður hefur krafan ætíð verið „hærri laun”. Nú fara verkalýðs- félögin fram á algjöra verndun gegn þeim afleiðingum sem tæknin kann að hafa í för með sér og allri þeirri „rationaliseringu”, fullkominni nýt- ingtt framleiðslutækjanna, sem flest fyrirtæki reyna að innleiða hjá sér. Prentiðnaðarmenn riðu á vaðið með þessar kröfur og aðrir fylgja nú á eftir. Allt í einu er ekki rætt um hækkun launa sem kröfu númer eitt heldur eru kröfur um mannúðlegri meðhöndlun verkafólks settar á oddinn. Ástæðan er „hræðslan við það að missa atvinn- una” og slík vandamál verða ekki leyst með talnakvarðanum. í fyrsta sinn I sögu V-Þýzkalands eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú umræður um þær afleiðingar tækni- legra framfara og „rationaliseringar” sem alltaf færast í vöxt. Ekki er slíkt óeðlilegt þar sem atvinnuleysi hefur undanfarin fjögur ár verið i kringum ein milljón atvinnufærra manna að meðaltali á ári. Er nú orðið Ijóst að eitthvað verða verkalýðsfélögin að gera til þess að sporna við þessari þró- un. Þegar til samningaumræðna kom mátti líkja þvi við „árekstur tveggja hraðlesta” eins og Helmut Schmidt kanslari komst að orði. Slíkt er mjög óvenjulegt hér í V-Þýzkalandi. Um allt V-Þýzkaland urðu menn varir við neistaflugið. Afleiðingamar urðu mjög áhrifamiklar, verkföll og verk- bönn í málmiðnaði, verkfallshótanir í > byggingaiðnaði, harðnandi deilur hjá banka- og tryggingamönnum og enn- fremur mikil beizkja i lyfjaiðnaði. Dagblöð komu ekki út í ntarga daga vegna verkfalla prentara og verk- banna atvinnurekenda. Segja má að þetta sé aðeins fyrsti þáttur í leikriti en ekki lok þess. Afleiðingar tæknifram- fara og fullnýtingu atvinnutækjanna koma mest niður á verkafólki, iðn- Hvað varðar þá um þjóðarhag? Þessi spurning leitar oft á huga minn siðan rikisstjórnin setti sín frægu lög um efnahagsráðstafanir. Ég get ekki látið mér til hugar koma, að nokkrum manni detti I hug að þau leysi til lengdar nokkurn vanda Hins vegar skapa þau mikinn vanda, óróa og deilur á visku landsfeðranna og var þó sú Vantrú ærin fyrir. Mörgum er líka enn í fersku minni, þegar forustu- menn stjórnmálaflokkanna komu á skjáinn, þegar frumvarpið var í þing- inu, og sögðu einum rómi um allt, sem þeir lögðu til að hér væri aðeins um bráðabirgðalausnir að ræða. Magnús Torfi benti að visu á skynsamleg úrræði en hann var fyrir svo litinn flokk að ekki tók að ansa þvi, þó það snerti hagsmuni fjöldans. Ég veit að verkafólk i stjórnarflokkun- um varaði alvarlega við þessum að- gerðum. Það er á sömu skoðun og Sigurður á Hellu að við þurfum jafn mikið fyrir nauðþurftum hvort sem við erum íhald, kommar eða eitthvað annað. En fræðingarnir sem stjórna landinu I dag hlusta ekki á almúgafólk. Reyndar finnst mér það alvarlegt mál, hvað erfiðismaðurinn i þjóðfélaginu á sér fáa málsvara. Það er í lízku að vera verkalýðssinni, en þegar á reynir finnst þeim sem hafa punktana og prófin sjálfsagt að bera miklu meira úr býtum, jafnvel þó þeir vinni við hlið þeirra, sem ekki hafa stimplaða menntun. Margra ára starfsþjálfun er einskis metin, a.m.k. ef um það opinbera er að ræða, en einstaka at- vinnurekandi hefur vit á að gera vel /■ Stjómarmyndun fyrír kosningar Það leynir sér ekki, að hinir æfðu stjórnmálamenn og áhugasömustu fylgismenn þeirra eru komnir í kosn- ingaham, því umræða um stjórnar- myndun eftir júníkosningamar er þegar hafin. Það hefur ekki gerst hér á landi í tæplega hálfa öld, að nokkur einn stjórnmálaflokkur hlyti hreinan meiri- hluta á Alþingi. Um skeið var Sjálf- stæðisflokkurinn ekki fjarri þvi og skorti raunar ekki nema nokkui hundruð atkvæði, ef þau hefðu dreifst á réttan hátt. Þetta var þó öllu frekar vegna gallaðs kosningakerfis en hins, að sjálfstæðismenn væru í meirihluta með þjóðinni, og síðan hefur kjör- dæmaskipan verið breytt. Segja má, að hér á landi hafi ríkt kerfi san.steypustjórna, og næstum ótrúlegt, hvernig tekist hefur að koma saman stjórnum. Fjórir gömlu flokk- amir hafa allir setið I stjórn með öllum hinum, svo að ætla má, að nálega allt sé hugsanlegt. Þetta er raunar þýð- ingarmikið fyrir sjálfstæði þjóðarinn- ar. Ef flokkarnir gætu til lengdar ekki komið sér saman, yrði hér stjórnleysi, og er best að spá engu um hugsanlegar afleiðingar þess. í byrjun síðustu heimsstyrjaldar var V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.