Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. 13 aðarfólki og skrifstofufólki. Af 100 starfsmönnum í prentiðn (eftir innleið- ingu tölvukerfis) yrðu t.d. samkv. út- reikningi verkalýðsfélagsins 50 starfs- menn umfram það sem fyrirtsekið þyrfti, ráða yrði 40 faglærða starfs- menn sem kynnu með tölvur að fara, þannig að af þessum 100 upphaflegu starfsmönnum yrði 10 haldið áfram hjá fyrirtækinu. í þeim deildum bankanna, þar sem starfsmenn eru ekki i beinu sambandi við viðskiptavininn, eins og í launa- deild eða starfsmannadeild (þar er hægt að koma mest allri vinnu í tölvu- kerfi) stofnar tölvan til mikillar hættu fyrir siarfsmenn þessara deilda, breytir öllum vinnukröfum, rýrir starfshæfi- leika og leiðir til minnkandi launa starfsfólksins. Áður fyrr var barizt um þessi atriði í verksmiðjunum en nú er fólkið í skrif- stofubákninu vaknað til lífsins vegna þeirrar hættu sem að því steðjar. Reynslan hefur sýnt að þegar til lengdar lætur eykst alltaf atvinnu- leysið, ef ekki er spyrnt á móti i tíma. Þessir samningar skyldu skera úr um það. Vernd verkafólks í stað mannlegrar hugkvæmiti leysa nú millimetra stórir mikrótransistorar mannsheilann af hólmi. Fjöldi starfa gjörbreytist eða fellur algjörlega niður. En hvað á að gera? Á að halda i þann starfskraft sem ekki er lengur þörf fyrir vegna tækniframfara? Á að iryggja starfskröftunt þau laun sent þeir fá samkvæmt starfslýsingu og samningi, þrátt fyrir það að störfin séu nú einfaldari og léttari? Svar verka- lýðsfélaganna er já. Verkafólkið vill að atvinnurekendur hugsi og sjái betur um mannlegar hliðar starfskraftanna. Verkalýðsforingjar leggja mikla áherzlu á það að fólkið haldi sínum launum þrátt fyrir þessar breytingar. Verkalýðsforingjar í Baden-Wurt- temberg hafa fundið upp mjög at- hyglisvert kerfi til verndar verkafólk- inu. í stuttu máli; verði umtalsverðar breytingar á einu starfssviði vegna fullnýtingar atvinnutækjanna eða kaupa á nýrri vél er atvinnurekanda Upphafsstaða: Launa- Fjöldi Laun flokkur starfs- á krafta klst. 3 10 694 6 10 799 10 10 992 Öryggistalan hér yrði 828. skylt að greiða starfsmanni sömu laun og áður, þrátt fyrir að vinna hans sé nú einfaldari eða léttari. Þetta á við þegar atvinnurekandi getur ekki út- vegað starfsmanni sams konar starf og upphaflega stóð í samningi hans. At- vinnurekandi getur einnig séð um að endurhæfa starfskraftinn í annaðstarf og þá á sömu launum og liann áður hafði. Atvinnurekandi ber allan kostnað af slikri endurhæfingu. Ef siarfsmaður í málmiðnaði er færður yfir í nýtt starf og þá léttara eða ein- faldara, er atvinnurekendum skylt að greiða honum söntu laun og hann áður hafði i a.m.k. 18 mánuði. Getur slíkt munað stórum upphæðunt í verk- smiðjum með tugi þúsunda starfs- ntanna. Með tölulegu dænti má sýna hvernig þeint launum. sem starfsmenn í ákveðnum launaflokkum fá, er haldið jafn háum og fyrir breytingu. Styðjast verkalýðsforingjar þá við svo- kallaða „öryggistölu” og skal hún út- skýrð hér á eftir. 1 þessu dæmi er átt við það þegar starfsmönnum er sagt upp og nýir menn ráðnir, sem veldur þvi að allur „launastrúktúr" breytist. Öryggistalan er fundin með því að deila fjölda siarfsmanna í hinum ýmsu launaflokkum (samtals) upp I borguð laun (samtals) samkvæmt samningum, t.d. . Nýir menn ráðnir 10 starfskröftum er bætt við í launa- flokk 3. Launa- Fjöldi Laun flokkur starfs- á krafta klst. 3 20 694 6 10 799 10 10 992 Öryggistalan eftir að ráðnir voru 10 starfsmenn til viðbótar hefur lækkað niður i 795. þ.e. hlutfallslega greiðir fyrirtækið nú minna í laun miðað við það sem áður var. Ástæðan fyrir þvi.að verkalýðsfor- ingjar vilja miða við þessa „öryggis- tölu” er sú, að annars geta atvinnurek- endur með kaupum á nýrri vél aukið gróða sinn vegna þessara vélakaupa (sem þýðir meiri framleiðni) og þar að auki hirt þann gróða sem skapast myndi vegna ntinni launakostnaðar (hlutfallslcga) þrátt fyrir fjölguif stárfs- krafta (úr 10 i 20 starfskrafta í launa- flokki 3). Eins og gefur að skilja eru at- vinnurekendur ekki alveg sáttir við slik rök, þeir álita að verði ekki liægt að fullnýta allar tækniframfarir til hins ýtrasta megi gera ráð fyrir að það hafi rnjög slæmar afleiðingar. At- vinnurekendur nefna þessa „öryggis- lölu” „örugga tölu til gjaldþrots". Al- vinnurekendur óttast að þessi öryggis- laun sljóvgi meðvitun starfsfólksins gagnvart vinnunni og leiði til minni framleiðni. En þrátt fyrir þessi mót- mæli atvinnurekenda urðu þeir að gefa eftir í premiðnaði og það er fólks t þessum samningum gera menn sér líka grein fyrir að slíkl kann að reynast hættulegl. Sagt er að nú þegar sé mikið unt ónauðsynlegt vinnuafl i hinunt opinbera geira og ef slikt komi lika inn í fyrirtækjageirann geti slikt haft mjög afdrifarikar aOeiðingar á allt efnahagslíf V-Þýzkalands. Laun iðnverkantanns í V-Þýzka- landi og „viðbótarlaun” þau sent at- vinnurekandi verður að greiða: Fyrir hver 100 DM sem verka- maður fær brúttó í laun vegna vinnu sinnar koma eftirfarandi póstar ofan á sem atvinnurekendum cr skylt að greiða samkvæmt lögum eða samning- um! Sjúkrairyggingar og ellilífeyrir. Greiddir veikindadagar. Greiddir fridagar. Greiit sumarfri. Grciti orlof fyrir jóla- og sumarfri. Sérstakur ellilifeyrir greiddur af fyririækinu. Framlagatvrek. til aukinssparnaðar verkafólks. Annaö. aðeins fyrsti þáttur leikritsins hér í V- Þýzkalandi. Þessar nýju kröfur ntá verkafólkið þakka hinni ungu kynslóð i forystuliði verkalýðsforystunnar. Þeir hafa fengið þær í gegn með ntikilli ákveðni og einbeitni sem aftur hinir eldri virtust ekki hafa nóg af. Skoðana- könnun verkafólks í haust var at- hyglisverð. þar sem frarn kom að 54% vildu setja efsta kröfuna um örugga vinnu og minnkun atvinnuleysis, 17% vildu hærra kaup sem aðalbaráuumál- ið. Þrátt fyrir þennan árangur verka- Þetta gerir santanlagt 65.50 DM sent er mikil upphæð og því ekki að undra þótt sérhver launahækkun liafi mikið að segja fyrir allt aivinnulíf i heild. Að meðaltali má reikna með launahækkunum sem nema frá 4% upp í rúm 5% yfir alla linuna. 1 dag er barizt fyrir hinum „mannúðlegri kröf- um" en launahækkun látin sitja á hak- anum. V-Þýzkalandi 15. april 1978, Ölafur H. Jónsson viðskiptafræðingur við gott fólk nú. Almennt kaupgjald í landinu setur okkur ekki á hausinn. Engir launamenn, nema þessir sem stöðugt eru að tala um of há laun launafólks geta dregið undan skatti svo drjúgur hluti af tekjum þeirra skilar sér aftur. Það er skipulagsleysið, ráðleysið og dekrið við flokkgæðinga, sem ólukkunni veldur. Enginn er ábyrgur fyrir neinu, jafnvel þó þeir glutri niður fjármálum, sem virkilega skipta þjóðarbúið nokkru máli. Ráðdeildarmenn, sem reka fyrirtæki sín vel og láta jafnvel I það skína, að þeir geti borgað fólki slnu betur, eru illa séðir af skussum, sem kunna ekki. til verka og aldrei hafa verið annað en skuldakóngar. Ágætir menn fá ekki þá fyrirgreiðslu sem þeir þurfa af þvi að óráðsia hinna og einkabruðl gleypir fjármunina. Á að sofa? Nú er Krafla sofnuð. Hvernig fer þá með bílaleiguna á Akureyri? Hvernig stendur á að nú er aldrei minnst á sett á laggirnar þjóðstjórn, enda ærið tilefni til slíkrar sameiningar. í kjölfar hennar sigldu miklir erfiðleikar og sat þá um sinn embættismannastjórn, sem þáverandi ríkisstjóri (síðar forseti) Sveinn Björnsson skipaði. Forsetat hafa án efa hótað flokkunum, að þeir mundu skipa slíkar stjórnir, en til þess hefur |dó ekki komið aftur. Á fyrsta ári lýðveldisins var mynduð meirihluta- stjórn. Öðru hverju hafa minnihluta- stjórnir setið við völd skamman tíma, og er það ekki óeðlilegt, en meirihluta- stjórnir hafa verð þessar: Nýsköpunarstjórn (S. Afl. Sós.). 44— 47. Stefanía (Afl, S, F), 47—49. Sjálfstæði-Framsókn. 50—56. I. Vinstristjórn (F, Abl, Afl), 56—58. Viðreisn (S. Afl.) 59—71. II. Vinstri stjórn (F, Abl„ Samt.), 71 — 74. Sjálfstæði-Framsókn, 74—. Kjallarinn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir gjaldeyrissvikin i sambandi við skipa- kaupin? Á að sofa á því fram yfir kosningar? Það er engu líkara en um það gildi samsæri þagnarinnar. Því 1 kosningabaráttu reyna flokkar oft að hafa áhrif á kjósendur með þvi að halda fram, að einhverjir aðrir ætli sér að mynda stjórn eftir kosningar. Hins vegar reyna forustumenn flokkanna sjálfir að binda sig ekki og hafa frjálsar hendur. Yfirleitt er hér um illkvittnislegar getgátur að ræða, enda er þeim ætlað að hafa áróðursgildi og leika á forvitni almennra kjósenda. Þess er rétt að minnast, að heitstrengingar stjóm- málamanna í þessum efnum hafa reynst haldlitlar. Alþýðubandalagið hefur til dæmis tvívegis lýst yfir. að það taki ekki þátt í stjórn, nema her- inn verði látinn fara. Það sat i tveim stjórnum, en herinn var um kyrrt eftir þær báðar. Og enn gefa þeir sömu yfir- lýsingu. Skyldi nokkur trúa þeim? Reynslan hefur oft sýnt, að 'ekki þurfa að verða miklar breytingar á miður er okkar litla þjóðfélag orðið þannig að enginn treystir neinum og allir gruna alla um allt. Svo víða hefur spillingin teygt inn loppurnar og er þá verkalýðshreyfingin ekki undanskilin. Nú er Verkamannasambandið í tak mörkuðu verkfalli og falla mörg stór orð um það á báða vegu. Verkamenn hafa boðið upp á sérsamninga við at- vinnurekendur og geta nú þeir síðar- nefndu sannað að þeir vilji í raun og veru koma til móts við þá lægst launuðu. Mér hefur ekki í þeim samningum sem ég hef tekið þátt i, fundist þeir vilja það. Samúð þeirra hefur verið með þeim betur settu og sannar það best að þeir hafa alltaf viljað vísitöluna i prósentu en ekki krónutölu. Af hverju skildi sá betur launaði þurfa meira til að mæta dýr- tíðinnien hinn? Hver kaus Karl Steinar? Hitt er líka rétt að þeir betur settu í kjörfylgi flokkanna í kosningum, til þess að úrslitin verði túlkuð sem bein Kjallarinn BenediktGröndal verkalýðshreyfingunni eru ekki tilbúnir til að láta hina ganga fyrir og þvi hef ég talið best að við í láglauna- hópnum förum saman og sér og fagna þvi að Verkamannasambandið er komið á sömu skoðun. Ég er ekki búin að gleyma því, þegar uppmælinga- menn héldu öllu föstu í tvo daga í vor eftir að hinir voru búnir að semja. Hvað sköðuðust óbreyttir verkamenn á þvi og hvað græddu hinir? Þetta verður að skoðast í alvöru innan hreyfingarinnar. Nú er deilt á Karl Steinar fyrir svik við félaga sína. í tilefni af því langar mig að spyrja. Hver setti Karl Steinar í tíu manna nefndina? Mér er sagt að hann sé staðgengill Björns Jónssonar og fulltrúi Alþýðuflokksins. Af hverju ekki Þórunn Valdimars. Ragna Bergmann eða aðrar alþýðuflokks- konur? Það hefði ekkert spillt nefn- dinni, þótt þar sæti ein kona. Já, einhverjir kusu Karl Steinar i þessa innan múruðu nefnd, sem aldrei talar við neinn, nema ef þeir tala við hver annan? Ég vona að enginn skilji orð min svo að ég standi ekki með verka- mönnum, en mér finnst það væri öllum lil góðs að hafa lifandi samband milli félaganna. Nú eru Ieigjendur að láta á sér bæra oger full þörf á því. Réttleysi leigjenda er slikt, að það cr okkur hreinlega til skammar. Vcrstir eru þó hrakning- arnir stað úr stað, og ættu allir að skilja hver áhrif það hefur á börn. Úr þessu verður ekki bætt nema ibúðarbyggingar á félagslegum grund- velli verði stórauknar. Það eru mann- réttindi að fá að búa í sómasamlegu húsnæði. Ég vona að sanngjarnt fólk styðji viðleitni leigjenda og allir flokkar láti það vera að gera vandamál þeirra að kosningabeitu. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sðknar. visbending um einhverja ákveðna samsteypu. Það eru þrátt fyrir allt kjósendurnir, sem ráða ríkisstjórnum, en ekki hrossakaup flokksforingjanna. Þegar ein samsteypa flokka hefur gengið sér til húðar, virðist þó hafa verið sterk tilhneiging til að reyna hana ekki strax aftur. Eins hefur áhugi manna oft beinst að þeim sam- steypum, sem lengst er síðan voru reyndar. Þetta kemur nú fram i því, að lítið er rætt um að endurreisa Vinstri stjórn eða Viðreisn, en miklar um- ræður hafa verið manna á meðal um Nýsköpunarstjórnina frá 1944. Ef litið er á horfur um stjóm eftir komandi kosningar, er óhjákvæmilegt að telja líkur á að núverandi stjórn sitji áfram. Flestir gera þó ráð fyrir að stjórnarflokkarnir tapi fylgi, ef til vill verulega. Spurningin gæti því orðið: Hve mikið tap þola þeir, áður en þeir sprengja núverandi stjórn í von um eitthvað betra? Kunnugir telja, að tap- þolið sé litið. og því geti kjósendur gert sér rökstudda von um að korna stjórn- inni frá. þeir sem það telja æskilegt. Enginn vafi er á, að innan Alþýðu- bandalagsins hafa margir fleiri og áhrifameiri menn en Þröstur Ólafsson íhugað nýsköpunarstjórn, enda þótt Lúðvík Jósefsson telji sig knúinn til að mótmæla þeirri hugmynd. Ýms ný hægrisinnuð öfl i Sjálfstæðisflokknum máttu ekki heyra þennan kost nefndan 1974, en hafa mikið lært siðan unt praktíska póliiík. Fleiri kosti mætti ræða, en hér verður staðar numið. Kjósendur munu meta. hvaða flokk þeir vilja styðja til aukinna áhrifa á stjórn lands- ins, en auðvitað er tilgangur allra stjórnmálasamtaka að öðlast slík áhrif til að koma stefnumálum sínum fram. Benedikt Gröndal - alþingismaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.