Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. Vitaskuld mætti hafa þennan lista miklu lengri, því að nútímaríkið hlýtur óumflýjanlega að koma skipulagi á flest svið mannlegs lífs með löggjöf. Hinar mörgu ásjónur f élagshyggju nnar Einmitt af þvi að félagshyggjan eða sósiaslisminn er sú aðferð að vikja til hliðar með lögum frjálsum leik fjár- magns í þjóðfélagi, getur það sköpunarverk, sem til verður fyrir sósialiskar athafnir, verið allt milli himins og jarðar. Það getur verið háþróðað hagkerfi Vestur-Þýzkalands og Frakklands. þar sem stjórnarvöld færa sér í nyt getu hins frjálsa markaðar til að segja til um sannvirði vöru, þjónustu og lánsfjár og svo hinn mikla sköpunarmátt, sem fólgin er i framtaki einstaklinganna. Sósíalismann sjáum við einnig I fram- kvæmd i Afrikulöndum ýmsum, þar sem ríkið bannar- þegnunum flesta hluti og ætlar sér að gera alli sjálft, en allt fer í handaskolum og óstjórn og eymd er haldið upp með vopnavaldi og blóðsúthellingum. Karl Marx hinn mikli hugsuður, sem kommúnistar kalla læriföður sinn, ræðir i „Kommúnistaávarpinu” um ýmsar tegundir sósialisma og gagnrýnir ótæpilega eða jafnvel hæðir þær aðferðir hans, sem hopum eru ekki að skapi. Nasistarnir þýzku kölluðu sig og „National Sozialisten”. Kerfi þeirra var sósialismi í þeim skilningi, að frjáls markaðslögmál urðu að víkja fyrir lagasetningu rikisins. 1 ritinu „Marx Concept of Man” er hinn heimspekilegi grundvöllur marxismans ræddur i Ijósi seint fram kominna rita „hins unga Marx”. Þar setur einlægur Marx-aðdándi fram þá kenningu, að i reynd sé marxisminn einstaklingshyggja í viðtækustu merkingu þess orðs. Og það eru engar öfgar, að einstaklingshyggja og félags- hyggja stefni i upprunalegastri og viðtækastri merkingu þessara orða að sama markinu: Mannlegum þroska. Hitt er annað mál, að i stjórnmála- baráttu eru þessi orð liðum notuð í firrtri merkingu sem slagorð án skýrr- ar skilgreiningar, en er ætlað að espa lilfinningar fólks, þjappa því saman um forystu og egna það til fjandskapar við imyndaðan eða raunverulegan andstæðitig. Fólki er þá ekki ætlað að hafa þau á valdi hugsunar sinnar sem hugtök, heldur er þeim sem slagorðum ætlað að ná tilfinningalegum tökum á fólki. Þegar dagblaðið Þjóðviljinn nefnir sig blað sósialisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar, er með þvi vitaskuld alls ekki sagt, hver sé sósialismi þess. Orðið eitt segir ekki neitt eða harla lítið. Orðið félagshyggja er nánast orðrétt þýðing á orðinu sósialismi. Orðið „félagi" virðist upphaflega i íslenzku máli vera tengt sambúð og samneyzlu, sbr. orð Hávamála: „Með hálfurn hleif og höllu keri fékk ég mér félaga”. Efalítið eru það dagdraumar um einlægan og góðan félagsskap sem vaka fyrir þeim mörgum hugsjóna- mönnum, sem tala um sósialisma sem markmið, þ.e. fyrirheitna landið — tala um, að land sé á leið til sósialisma eða varpa fram efa- semdum um að sósialismi hafi komizt á I Rússlandi eða Kína o.s.frv. Úttekt á íslenzku félagshyggjunni lslenzka félagshyggjuþjóðfélagið þarf aðathugaánall._rtilfinningasemi um, að vinstri sé gott en hægri vont eða hægri gott en vinstri vont. Efalítið er íslenzka þjóðfélagið sósiliskara, af þvi að enginn flokkur hefur andæft tilhneigingunni til opinberra afskipta i reynd. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gert það í orði kveðnu, en ekki gengið hnifur á milli hans og flokkanna lil vinstri við hann I framkvæmd. Lítum t.d. á sjávarút- veginn, en þar hafa sjálfstæðismenn verið mestu ráðandi. Þar dregur allt dám af félagshyggju og heildarhyggju (collectivisma), eins og dæmin sanna: Verðlagsráð sjávarútvegsins, Fisk- veiðasjóður, Bæjarútgerð Reykja- vikur, Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað- arins og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Vinstri flokkarnir liafa viðhaldið með almenningsálitinu blekkingunni um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur andstæður sósialisma. Af því Kjallarinn SigurðurGizurarson hefur svo leitt yftrborð í sísialisma til þess að reyna að skapa í huga almennings skil á milli flokkanna. Þrískipting ríkis- valdsins og valdreifing í framkvæmd hefur af þessu leitt vissan samruna stjórnmálaflokkanna hér á landi, sem stundum er kallaður samtrygging þeirra. Þinglið flokkanna hefur mótað með sér vissa samstöðu gegn öflum utan Alþingis, sem lýsir sér m.a. í því, að þrátt fyrir meginreglu stjórnarskrár lýðveldisins um þrískiptingu, ríkisvaldsins, eru alþingismenn (löggjafarvaldið)búnir að leggja undir sig vel flestar pólitiskar stofnanir framkvæmda- valdsins með því að kjósa sig í stjórn ir rikisfyrirtækja og banka, byggingarnefndir og sjálfa miðsiöð félagshyggju-þjóðfélagsins: Fram-, kvæmdastofnun ríkisins. Mirínir þetta skipulag ofurlítið á einsflokks- skipulagið austantjalds. Allfjarstæll verður að leljast, að stjórnmálamenn, kjörnir á Alþing af almenningi, verði helztu fésýslumenn þjóðarinnar á vegum framkvæmda- valdsins. Ástæður þriskiptingar rikis- valdsins hafa alltaf verið, að með þeirri skiptingu sé komið I veg fyrir ofvöxt valds í hendi fárra manna. Sakir aukningar opinberra afskipta hefur þessi skipting meira gildi nú á dögum en nokkru sinni. Land- vinningar alþingismanna innan geira framkvæmdavaldsins ganga gersam- lega I berhögg við þessi varnaðar- sjónarmið þrískiptingarinnar, sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnar- skrárinnar. Viðurkennt meginsjónar- mið í rekstrarhagfræði og stjórn fyrir- tækja er og valddreifing. Allt mælir þetta -gegn því, að alþingismenn Ieggi undir sig framkvæmdavaldið i ríkis- kerfinu, eins og dæmin þó sanna. Alþingismenn hafa yfirleitt hvorki þekkingarleg skilyrði til þessara starfa, svo sem viðskipta- eða hagfræði- menntun, né heldur reynslu úr at- vinnulífinu, t.d. reynslu af því, hvort þeir geti rekið fyrirtæki án þess að það fari á hausinn. Lítum á nokkur dæmi: í stjórn Framkvæmdastofnunar eru allir aðal- menn sijórnarinnar, 7 talsins, alþingis- menn og báðir forstjórar stofnunar- innar eru alþingismenn. Stjórnin er jafnframt stjórn Byggðasjóðs. Af 462 lánveitingum Byggðasjóðs árið 1977 fóru 117 lán til fiskiskipakaupa, endurbóta á fiskiskipum eða hlutabréfakaupa I félögum um fiskiskip, alveg eins og Fiskveiðasjóður væri ekki til. Mikill fjöldi annarra lána fór til „fjárhags- legrar endurskipulagninar” útgerðar- fyrirtækja og einnig mikill fjöldi lána til fiskverkunarhúsa. Lán sjóðsins eru ekki skyldulán, heldur leggur stjórnin mat á umsóknir. Sjóðurinn lánaði árið 1977 yfir tvo milljarða króna, sem samkvæmt upptalningu i ársskýrslu Framkvæmdastofnunar hefur að miklu leyti farið i offjárfestingu. Þing- mennirnir I stjórn Framkvæmda- stofnunar og forstjórarnir eru undir beinum þrýstingi þeirra. sem leita til þeirra, þar sem það eru kjósendur þeirra, hvort heldur það eru aðilar nteð einkarekstur eða forsvarsmenn fyrirtækja i eigu sveitarfélaga. Fátt er þvl jafnaugljóst og enginn þing- rnaður ætti að koma nálægt Frant- kvæmdasiofnun ríkisins, ef konia á i veg fyrir, að annarleg sjónarmið ráði fjárfestingarákvörðunum. Það er frá- leitt kerfi, að stjórnmálamenn geti 15 ráðið yfir slíkri fjármálalegri aðstöðu til að byggja upp kjörfylgi sitt. En þetta eru skuggahliðar hinnar íslenzku félagshyggju. Eins og bíll fastur f stýrinu Félagshyggja eða sósíalismi getur aldrei orðið neitt leiðarljós fremur en himinninn allur ferðalanginum. Aðferðir félagshyggju verður að aðlaga raunverulegum aðstæðum og þörfum hvers tíma. Vanþróun íslenzkrar félagshyggju má líkja við bíl, sem er fastur í stýrinu. Bílstjóran- um tekst að losa stýrið í þeirri andrá, sem billinn er að fara út af, en þá er billinn um leið kominn þvert yfir veginn og að fara út af hinum megin enn fastur i stýrinu. Þannig lýsir verðbindingin á öllum sviðum sér, sem framkvæmd er frá degi til dags af mönnum, sem ekki eru sérfræðingar i því, sem þeir eru að gera, en þurfa og vilja bjarga málinu. Menn hafa ekki enn treyst sér út úr hinni almennu opinberu verðbindingu af því að allt efnahagslíf þjóðarinnar hefur árum saman verið á ringulreið, þ.e. skekið af bullandi verðbólgu. Alkunna er hins vegar, að verðbólga stafar mjög oft af offjárfestingu. Hvem skyldi undra, að hér geisar verðbólga í landi, þar sem offjárfest er i skuttogurum fyrir tugi milljarða og þar sem opinberar verðákvarðanir ætla t.d. orkuverum að fjármagna sig með erlendum lánum en ekki afnota- gjöldum almennings o.s.frv. Ríki.sstjórnin virðist hins vegar sjá, hversu óhagkvæmt og stirðbusalegt núverandi verðlagskerfi er. Þess vegna reynir hún nú að koma á skynsamlegri tilhögun á málin með framlagningu frumvarps um nýskipan verðlagsmála fyrir Alþingi. Það þarf að lofta út í íslenzka félags- hyggju-þjóðfélaginu Hér að framan hefur verið reynt að skilgreina orð, sem mikið eru notuð í islenzkum stjórnmálum, án skilgreiningar. Þess vegna hafa þau fremur orðið villuljós en leiðarljós. Þau hafa verið notuð sem slagorð óljósrar eða engrar merkinga ann- arrar en að ná tilfinningalegu sefjunarvaldi yfir fólki. Ef þau eru hins vegar skýrt tilgreind, geta þau orðið tæki hugsunar og skynsemi og lyft þokuhulunni af því, sem miður fer í þjóðfélagi okkar, Sú staðreynd. að íslenzka félags- hyggjuþjóðfélagið hefur ekki stuðzt við frjálst verðlagskerfi ber vitni um vanþróun en ekki þróun. Það sést greinilegast á því, að þrátt fyrir alla verðlagsbindinguna hefur verðbólga verið stjómlaus og allt verðlag á fleygiferð. Austantjaldslöndin hafa getað haldið verðlagsbindingu sinni í skorðum að mestu leyti með einræði og vopnavaldi, en einnig þar í löndum vex þeirri skoðun fylgi, að nota beri hagkvæmni frjáls markaðar til að segja um sannvirði og arðsemi hluta og fyririækja. Íslenzk byggðastefna á ekki að þurfa að vera í neinni mótsögn við arðsemissjónarmið, því að arðsemis- sjónarmið banna engan veginn að horfa langt inn í framtiðina. íslenzka félagshyggjuþjóðfélagið þarf því að útrýma innan vébanda sinna öllu samspili atkvæðavalds og fjármálavalds, hefja til öndvegis sjónarmið arðbærni og sannvirðis á öllum sviðum og fá þeim f hendur framkvæmd fjárfestingarmála, sem ekki eru háðir kjósendum og jafnframt hafa annaðhvort með skólagöngu öðlazt þekkingarskilyrðin eða staðizt dóm reynslunnar sem dugandi menn á sinusviðiíatvinnulífinu. Sigurður Gizurarson sýslumaður. ✓ 1 árs ábyrgö Electrolux þjónusta Hagstæö greiðslukjör Electrolux • Sérstök stilling fyrir straufri efni — auðveldari notkun. • BlO-kerfi — lengir þvottatimann fyrir óhreinan þvott. • Ryðfritt stál í tromlu og vatnsbelg ^lengri endingartimi. • 3falt öryggi á hurð — örugg fyrir börn. • 3 höft fyrir þvottaefni og mýkingarefni. • Lósigti að framan — auðvelt að hreinsa — útilokar bilanir. • Vinduhraði 520 snún/min — auðveld eftirmeöfer.ð þvottar. • Vökvademparar — mjúkur, hljóðlaus gangur. • 60 cm breið, 55 cm djúp, 85 cm há. • tslenskur leiöarvisir fylgir hverri vél. Vönimarkaðiirinn hí. Armúla ÍA simi 86117 Electrolux þvottavélin ér til á lager á þessum útsölustöðum: AKRANES: Þórftur Hjálmarsson, BORGARNES: Kf. Borgfiröinga, PATREkSFJORÐUR: Baldvin Kristjánsson tSAFJORÐUR: Straumur hf., BOLUNGARVtK: Jón Fr. Einarsson, BLONDUOS: Kf. Húnvetninga, ‘SIGLUFJORÐUR: Gestur Fanndal, ÖLAFSFJORÐUR: Raftækjavinnustofan sf., AKUREYRI: Akurvik hf„ HOSAVIK: Grtmur og Arni, VOPNAFJORÐUR: Kf. Vopnfiröinga, EGILSSTAÐIR: Kf. Héraösbúa, ESKIFJORÐUR: Pöntunarfélag Eskfiröinga. HÖFN: KASK, ÞYKKVIBÆR: Friörik Friöriksson, VESTMANNAEYJAR: Kjami sf„ KEFLAVIK: Stapafell hf. vaáál enginn m/L ELECTROLUJK WH SS ER MESTSELiM ÞVOTTÁVÉLLIK / SVÍÞJÓR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.