Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. 20 f íþróttir íþróttir íþróttir _____________íþróttir íþr< Teitur betri leik- maður en áður fyrr — segir JensSumarliðason, varaformaður KSÍ. J6n Pétursson bezturíJönköping „Mér finnst Teitur Þórðarson betri leikmaður en nokkru sinni fyrr — breyttur á betri veg. Hann heidur knett- inum miklu betur en áður og er mjög fljötur, sérstaklega að snúa sér. Á þann hátt lék hann eitt sinn i gegn i leiknum gegn Atvidaberg — lék á þrjá varnar- menn og átti skot að marki, sem var varið. Hann var ekki mikið i knettinum i leiknum en stúð vel fyrir sinu. Leikur Öster byggist mjög á yfirburðum á miðju vallarins og framlinumennirnir fengu ekki úr miklu að spila. Þetta var ekki spennandi leikur — til þess voru yfir- burðir Öster of miklir,” sagði Jens Sumarliðason, varaformaður KSÍ, þegar DB rxddi við hann i Sviþjóð i gær. Jens kom frá Stokkhólmi á leið sinni til Kaup- mannahafnar við i Vaxjö og fylgdist með ieik Öster og Atvidaberg í Allsvenskan. Öster sigraði 3-0. „Ég hef heyrt og séð viðtöl við Teit hér í útvarpi og sjónvarpi — og hann er einn af þeim leikmönnum í Allsvenskan, sem tekið er eftir. Er i ágætu fortni.” sagði Jens ennfremur. Jens er kennari og hefur i vetur fylgzt með kennslu í skól- um í Sviþjóð og kynnt sér skólabygging- ar. Öster sigraði Atvidaberg örugglega. Á 43. mín. skoraði Karl Gunnar Björklind fyrsta mark Öster — síðan Pio Bild úi viti á 58. min. og Peter Nilsson þriðja mark liðsins tveimur min. síðar. Eftii þrjár umferðir í Allsvenskan er Gauta borg efst með 6 stig, en Öster, Kalmai og Malmö FF hafa fimm stig. Þeir Árni Stefánsson og Jón Péturs- son léku með Jönköping á heimavelli i gær gegn Alvesta. Jönköping gekk ekki vel — tap 0-2 — en hins vegar gekk vel hjá Jóni Péturssyni. Eftir leikinn var hann kjörinn bezti leikmaðurinn í leikn- um. Göppingen að kom- ast á réttan kjöl — og Dankersen vann tvo stórsigra í vikunni Göppingen þokaði sér af mesta hættu- svæðinu í vestur-þýzku Bundesligunni i handknattleik, þegar liðið sigraði Rhein- hausen á útivelli á laugardag með 13-12 í hörðum og tvfsýnum leik. Dankersen vann tvo stórsigra í vikunni. Fyrst Kiel á útivelli með 24-17 á miðvikudag og siðan Milbertshofen á laugardag með 25-17 á heimavelli. Axel Axelsson meiddist á vinstri hendi snemma í leiknum i Kiel og fór út af. Kom einu sinni inn á til aö taka viti. sem hann skoraði úr. Eftir leikinn hafði hann miklar kvalir í hendinni — fór til læknis og var settur í gips. Ekki var þó um brot að ræða heldur slæma tognun og gerir Axel sér vonir um að geta leikið gegn Gummersbach um næstu helgi. Markahæstu menn Dankersen i Kiel voru Waltke og Grund, sem skoruðu sex mörk hvor. Ólafur H. Jónsson skoraði fjögur mörk. Á laugardag vann Dankersen auð- veldan sigur á Milbertshofen. Waltke var markahæstur með átta mörk — fimm víti. Busch, van Oepen og Meyer skoruðu fjögur hvor. Ólafur og Amann tvö hvor og Kramer eitt. Axel lék ekki. Úrslit urðu annars þessi: Dankersen — Milbertshofen 25-17 Kiel — Gummersbach 16-22 Rheinhausen — Göppingen 12-13 Dietzenbach — Nettelstedt 21-14 Grosswallst. — Derschlag 20-15 Hofweier—Húttenberg 24-12 Neuhausen — Hannover 15-15 Handboltapunktar þeirra Ólafs og Axels eru á bls. 23. HM-lið Pélverja vann Tékka 3-0 Pólska HM-liðið i knattspvrnu lék sinn fjórða landsleik fvrir HM íVarsjá í gxr og mætti þá ólympiuiiði Tékkó- slóvakiu. Leikurinn var settur á með Juventus meistari Juventus frá Fiat-borginni Torino tryggði sér svo gott sem italska meistara- titilinn í knattspyrnu i gær. Sigraði þá Pescara 2-0 og hefur nú fjögurra stiga forskot og mun betra markahlutfall að óloknum tveimur umferðum. Við tapið féll Pescara niður í 2. deild. Helztu úrslit. Fiorentina — Torino 20 Inter— Roma 4-2 Lazio — Perugia 2-0 Napoli — Vicenza 2-2 Verona — Milano 1-2 Leik Atlanta og Foggia var hætt eftir 25 mín. vegna meiðsla dómarans. Hann meiddist á fæti og gat ekki haldið áfram að dæma. Staða efstu liða: Juventus 28 14 13,1 42-14 41 Vicenza 28 13 II 4 45-30 37 Milano 28 12 12 4 37-22 36 Torino 28 13 10 5 33-21 36 lnter 28 12 9 7 32-22 33 | stuttum fyrirvara þar sem HM-lið Perú I hætti við Evrópuför — en fyrirhugað var i gæ: að Pólland og Perú lékju. Texkar stilltu upp liði ungra manna, sem æft er með fyrirhugaða þátttöku á Olympiuleikunum i Moskvu 1980 í huga. Það hafði litið að segja i hið sterka lið Póllands, sem hlaut bronsverðlaun á HM i V-Þýzkalandi 1974. og það þó fyrirliðinn Kazimierz Deyna og Grze- gorzLatolékjuekki. Zbigniew Boniek skoraði fyrsta mark Póllands með skalla á 13. mín. — og á 30. mín. skoraði Stanislaw Terlecki með miklum þrumufleyg. Boniek skoraði þriðja markið á 47. min. Annar þrumu- fleygur. I.andslið Brasillu í knattspyrnunni sigráði Atletico Madrid 3-0 á föstudag i Madrid. Það var afmælisleikur spánska liðsins, sem er 75 ára, og síðasti leikur Brasiliumanna í Evrópu fyrir HM. Mörk þeirra skoruðu Nunes, Edinho og Nemdoza. Áhorfendur voru 60 þúsund. Staðan 1-0 í hálfleik. ÍBK vann Hauka Tveir leikir voru háðir í Litlu bikar- keppninni á laugardag. ÍBK sigraði Hauka með 2—0 en PH og Breiðablik gerðu jafntefli. Ekkert mark skorað. Þarna skall hurð nærri hælum hjá Víkingum. Bjargað á marklínu. í fyrri hálfleik I leik Fram og Vikings á Rey kjavíkurmótinu i gær skall hurð nærri hælum hjá Víkingum. Knötturinn stefndi í markið en Ra son, bakvörður, komst fyrir hann og spyrnti frá á marklínu. DB-mynd Harðar sýnir atvikið vel. Næstur Ragnari er Jóhann Torfasc Vikings, sem kominn var I vörnina að þessu siryni — þá Magnús Þorvaldsson og Kári Kaaber, varnarmenn Víkings. Lengst til hægri er I slev, sem skoraði sigurmark Fram í leiknum fjórum minútum fyrir leikslok. Það var þriðja mark Fram i leiknum og liðið hlaut því aukastig - stiganna tveggja. DB-my nd Hörður Vilhjálmsson. Næst velur Einstakur bíll á sérstöku verði!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.