Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. 21 6ttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D ignar Gísla- in, miðherji Pétur Orm- - auk sigur- VÍKINGAR REYNDU AÐ NÁ í AUKASHG, FRAM TÓKST ÞAÐ Fram sigraði Víking í Reykja víkurmótinu í kna ttspyrnu 3-2 Vikingur tapaði sínum fyrsta leik á Reykjavikurmótinu í knattspyrnu i gær — gegn Fram — eftir að lengi vel hafði stefnt i góðan sigur Víkings. Þeir komust fljótt i 2-0 og reyndu mjög að skora þriðja markið til að hljóta auka- stigið. Það tókst þeim ekki en lögðu of mikið f sóknina. Þegar liða tók á síðari hálfleikinn sneri Fram blaðinu við. Skoraði þrjú mörk á stuttum tima og sigraði 3-2. Það var því Fram, sem hlaut aukastigið i leiknum — eða þrjú stig fyrir sigurinn. Strax á 2. mín. leiksins skoraði Amór Guðjohnsen, hinn 16 ára miðherji Vik- ings, fyrsta mark leiksins. Um miðjan hálfleikinn komst Vikingur í 2-0, þegar Gunnar Örn Kristjánsson skoraði úr vitaspyrnu. 1 síðari hálfleiknum lék Fram undan norðan golunni og leikurinn jafnaðist nokkuð. Til dæmis komst Kristinn Jörundsson frir í gegn en Diðrik varði. Hinum mcgin skallaði Jóhann Torfason yfir i góðu færi og Arnór komst í dauðafæri en spyrnti framhjá í flýtinum. Um miðjan hálfleikinn skoraði Rafn Rafnsson fyrsta mark Fram með lang- skoti, sem Diðrik hefði auðveldlega átt að verja. Það var upphafði að falli Vík- ings. Leikmenn Fram hresstust heldur betur og óðu i tækifærum það sem eftir var. Eggert Steingrímsson jafnaði i 2-2 eftir að einn varnarmaður Vikings hafði skallað knöttinn fyrir fætur hans innan vitateigs og fjórum min. fyrir leikslok skoraði Pétur Ormslev sigurmarkið. Á laugardag urðu mjög óvænt úrslit i mótinu, þegar Ármann sigraði Þrótt 1-0. í einu af örfáum upphlaupum Ármanns i leiknum tókst Einari Guðnasyni að skora — fyrsta mark Ármanns í mótinu — og þrátt fyrir góð tækifæri tókst Þrótti ekki að skora. Staðan i mótinu er nú þannig: Víkingur 4 3 0 1 9—3 7 KR 3 2 10 6-1 6 Fram 3 1113—34 Valur 3 10 2 4—3 3 Þróttur 3 10 2 3—3 3 Ármann 3 10 2 I—8 2 Fylkir 3 0 1 2 0-51 Keppni í yngri flokkunum hófst um helgina og voru leiknir 25 leikir. Sami leikjafjöldi verður næstu helgar. I kvöld leika Fylkir og KR i meistaraflokki og hefst leikurinn kl. 20.00. Ármann og Valur leika á miðvikudag. Þróttur og Fylkir á fimmtudag — en KR og Vík- ingur á sunnudag. 30. april, kl. 14.00. Það gæti orðið úrslitaleikur mótsins. 60 metrana! Óskar Jakobsson, ÍR-ingurinn stór- efnilegi i frjálsum iþróttum, náði sinum bezta árangri i kringlukasti á laugar- dag á kastsvæðinu í Laugardalnum. Óskar kastaði lengst 60.05 metra og bætti sinn bezta árangur um einn og hálfan metra. Hann er annar íslend- ingurinn, sem kastar kringlunni yfir 60 metra — íslandsmet Erlendis Valdi- marssonar er 64.32 metrar. Valur varð sigur- vegari í 1. flokki Það mátti sjá marga kunna kappa á fjölum íþróttahússins í Hafnarfirði i gær, þegar Valur og Vikingur léku til úrslita i 1. flokki karla á íslandsmótinu i hand- knattleik. Hjá Val voru fjórir fvrrum landsliðsmenn — Bergur Guðnason, for- maður Vals, sem skoraði ein þrjú mörk í leiknum, Ágúst Ögmundsson, Gunn- steinn Skúlason og Bjarni Jónsson. Hjá Viking Rósmundur Jónsson, sem lék úti á vellinum en hann er eini íslcnzki leik- maðurinn, sem leikið hefur í marki og úti á velli í landsliðinu. Leikurinn var allskemmtilegur og i lokin stóð Valur uppi sem sigurvegari. 10-8. Vikingar skoruðu tvöfyrstu mörk- in í leiknum en siðan komst Valur yfir. Mjótt var þó á mununum lengstum. Þegar liða tók á síðari hálfleikinn komst Víkingur aftur yfir — í 7-6 — en Vals- menn voru harðari á lokasprettinum og skoruðu þá fjögur mörk gegn einu marki Viki'igs. Lokatölur 10-8 fyrir Valí Ný kynslód til aukinna átaka! VOLVO VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Kristján Ágústsson, sem lék sina l'vrstu landsleiki i körl'uknattleik á Norðurlandamót- inu, komst mjög vel frá þeim. Hér skorar hann gegn Norðmönnum — nr. 10. Þor- steinn Bjarnason fvlgist með. DB-mvnd Hörður Vilhjálmsson. ALLT ÓBREYTT í 1. DEILD í BELGÍU — Öll efstu liðin sigruðu Engin hrevting varð á stöðu efstu liða í 1. dcildinni í Belgíu í gær. Öll efstu liðin, FC Brugge, Anderlecht og Stand- ard Liege sigruðu. Brugge hel'ur þvi enn tveggja stiga forskot og þarf jafntefli í siðasta leik sínum til að hljóta helgiska meistaratitilinn. Aðeins Anderlecht ógnar sigri Brugge — Standard ekki lengur, þar sem Brugge er með 22 sigra en Standard 20, og á jafnri stigatölu sigrar liðið, sem fleiri sigra hefur. Hins vegar hafa bæði Standard og Anderlecht mun betra markahlutfall en Brugge. Úrslit i deildinni i gær urðu þessi: Standard — Courtrai 3 2 FC Brugge — La Louviere 2-1 Bevercn — Anderlecht 1-2 Lierse — Antwerpen 2-0 Waregem — FC Liege 0-2 Charleroi — SC Brugge 4-1 Beerschot — Boont 3-1 Beringcn — Winterslag 3-0 Molenbeek — Lokercn 1-0 Brugge lenti i hinu mesta basli með La Louviere. -eitt af botnliðunum. og það var ekki fyrr en rétt fyrir leikslok að sigurntarkið var skorað. Staða efstu liða fvrir siðustu unt- ferðma er nú þannig: FCBrugge 33 22 5 4 72 47 50 Anderlecht 33 21 6 6 66 24 48 Standard 33 20 5 8 70 33 48 Lierse 33 20 5 8 64 39 45 Beveren 33 14 10 9 43 28 38 Lokaumferð á64 gaf sigur Brian Barnes, Bretlandi, sigraði á opna spánska meistaramótinu i golfi i Barcelona i gær. Lék lokaumfcrðina á 64 höggunt. Hann var fimm höggum á eftir Mark James, Bretlandi, þegar lokaumferðin hófst. Hann 1ék samtals á 276 höggum og hlaut 12.500 dollara í fyrstu verðlaun. Howard Clark, Bret- landi, varð annar á 278 höggum — en það kom á óvart, að Severino Ballcstcros, Spáni, varð aðeins í 5.—7. væti ásamt Jafnes á 281 höggi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.