Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. 22 G Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Rangers stefnir á titilinn Nær öruggt má nú telja, ad Glasgow Rangers verði Skotlandsmeistari í knattspyrnu í 35. sinn — Celtic hefur siprað 29 sinnum — eftir öruggan sigur á DundeedJnited á Ibrox á laugardaginn 3—0. Liðið hefur einu stigi meira en Aberdeen og bæði lið eiga eftir einn lcik. Rangers lcttan leik gegn Motherwell á heimavelli en Aberdeen erfiðan gegn Hibernian i Edinborg. Colin Jackson, Sandy Jardine (víta- spyrna) og Dave Cooper skoruðu mörk Rangers gegn Dundee Utd. — en á sania tíma lengi Aberdeen i hinu mesta basli með St. Mirren á heimavelli. Eftir aðeins 10 min. stóð 2—0 fyrir St. Mirren. En leikmenn Aberdeen tóku á honum stóra sínum og róttu sinn hlut. Vel það þvi þeir skoruðu fjögur mörk. Joe Harper þrjú þeirra en Miller eitt. Úrslit urðu þessi i úrvalsdeildinni. Aberdeen-St. Mirren 4—2 Ayr-Hibernian 2—0 Celtic-Partick 5—2 Motherwell-Clydebank 0—1 Rangers-Dundee Utd. 3—0 . Þetta er fyrsti útisigur Clydebank á leiktímabilinu. Celtic vann góðan sigur á öðru Glasgow-liði Partick ThiStle. Þeir Ronnie Glavin. tvö. Johnny Doyle, tvö. og Joe Craig skoruðu mörkin gegn Partick. Celtic ætti nú að hafa góða möguleika á að ná sæti i UEFA- keppninni — eða fjórða sæti i úrvals- deildinni. Er stigi á eftir Hibernian en hefur leikið einum leik minna. Þrátt fyrir tvö töp Dundee Utd. gegn Rangers á fjórum dögurn bendir allt til þess að liðið verði í þriðja sæti. Ayr og Clydebank eru fallin en unnu sæta sigra á laugardag. Mikil keppni er milli þriggja liða i I. deild um sæti þeirra i úrvalsdeildinni næsta leiktimabil. Mortoti og Hearts. það fræga Edinborg- arlið. hafa 56 stig en Dundee 55 stig. Morton stendur bezt að vigi. Hefur leikið einum leik minna en hin liðin. Slaðan i úrvalsdeildinni er nú þannig: Rangers 35 23 7 5 74-39 53 Aberdeen 35 22 8 5 67—28 52 Dundee Utd. 33 14 8 il 34—27 36 Hibernian 35 15 6 14 50—43 36 Celtic 34 15 5 14 61—50 35 Motherwell 35 13 7 15 45—50 33 Partick 34 13 5 17 45—59 31 St. Mirren 34 10 8 16 49—57 28 Ayr 34 8 6 20 33—65 22 Clydebank 33 5 6 22 20—60 16 Olafur H. Jónsson Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi Axel ^ Axelsson „Með slíkum leik verðum við ekki V-Þýzkalandsmeistarar” — sagdi Heiner Brand eftir sigur Gummersbachá neðsta liðinu, Neuhausen Mindcn 17. april 1978. Þrcmur umferðum fyrir lok kepp- ninnar í Bundcslígunni stendur barómetermælirinn á „stormi” hjá Gummersbach. „Mét er alveg sama,” sagði heimsmeistarinn Heiner Brand, þegar hann heyrði úrslitin I leik Net- telstedt og Grosswallstadt 16—17! „Með þeim handknattleik, sem við sýnd- um gegn fallliðinu Neuhausen hér á heimavelli verðum við hvort sem er aldrei meistarar.” Gummersbach sigraði í leiknum 22— 19 (11-11), en áhorfendur lýstu megnri óánægju með leik sinna manna. 1 Nettelstedt höfðu menn almennt rejknað með sigri heimaliðsins g'egn Grosswallstadt. Í fyrri hálfleik leit út fyrir, að Nettelstedt mundi takast að sigra — og staðan 8—6 liðinú i vil i hálf- leik. í siðari hálfleiknum snerist dæmið við og Grosswallstadt breytti stöðunni úr6—8 í 10—8. Þessu forskoti hélt liðið þar til fimm minútur voru til leiksloka (15—12) að Nettelstedt fór að siga á. Jafnaði i 16—16. Grosswallstadt var með knöttinn og fékk aukakast tveimur sekúndum fyrir leikslok. Kurt Kluspies (heimsmeistari) kallaði til allra samherja sinna og lét líta svo út. að hann ætlaði að gefa knöttinn á einhvem þeirra. Leik- menn Nettelstedt höfðu myndað varnar- vegg — og þeir héldu að Kurt myndi gefa knöttinn. En hvað skeði? — Hann sneri sér snöggt við og kastaði knettin- um yfir höfuð varnarmannanna og framhjá markverði — i niark! Dómaramir dæmdu markið löglegt en leikmenn Nettelstedt og áhorfendur mótmæltu kröftuglega þvi Kurt Kliisp- ies hafði hreyft sig og tekið eitt skref inn fyrir aukakastslinuna svonefndu. En mótmælin voru ekki tekin til greina. 1 leiknum var lið Grosswallstadt sterkari aðilinn — en leikurinn var slakur. Það er alveg furðulegt. að lið eins og Neltelstedt skuli nú þurfa að hafa áhyggjur af falli með allar sínar stjömur. Sumar aðeins pappírsstjörnur. Afger- andi menn í þessum leik voru mark- verðirnir Hoffmann (heimsmeistari) og Martin Karcher .áðurGWD. Dankersen (GWD) stöðvaði sigur- göngu Huttenberg á heimavelli með sigri sínum þar, 17—14. Húttenberg hafði ekki tapað heimaleik það sem af var þessu keppnistímabili. Vörn GWD — ásamt markverðinum Niemeyer — var mjög sterk þetta kvöld. Eftir 21. mín. varstaðan 7—2 — fyrir GWDení hálfleik var staðan 9—6. 1 sókninni var leikið upp á öryggið og lítið um rangar sendingar hjá GWD. í allt voru leik- menn liðsins með 25 skottilraunir og út úr þeim komu 17 mörk. sem er mjög góð nýting. í síðari hálfleik var um sömu stefnu að ræða hjá GWD og Húttenberg náði ekki að ógna þessu þriggja marka for- skoti. Menn ergja sig mikið yfir þvi nú!!! að GWD tapaði fyrir báðunt fallliðun- um. Neuhausen og Hannover. Annars væri liðið nú jafm Gúmmersbach að minus-stigum — og þar með i baráttunni um Þýzkalandsmeistaratitilinn. En GWD á eftir erfiða leiki t.d. við Kicl og við Gummersbach 29. apríl. Það eru alltaf fleiri og fleiri lið, sem blanda sér i baráttuna um fallið — það er þau tvö sæti, sem enn eru „laus” niður i 2. deildina. í mestri hættu eru þó þau þrjú lið, sem eru i sætunum 10. 11 og 12. Göppingen, Dietzenbach og Dcrschlag. Göppingen vann Dietzenbach í „blóðugum” leik i Göppingen með 18— 14. Slösuðust firnm leikmfcmi i þessari hörðu viðureign þannig. að mikið leggja leikmenn á sig til þess að halda sæti i Bundeslígunni. Það er útséð að mjög harðar viðureignir verður um að ræða i þremur siðustu umferðunum. Hannover kom á óvart og sigraði Rheinhausen i Hannover með 19—15. Milbertshofen vann sinn áltunda sigur i röð gegn Kiel 19—17 og hefur því endanlega bjargað sér frá falli. Enn heldur Derschlag i vonina eftir sigur gegn Hofweier 20— 18 — en þrátt fyrir tapið er Hofweier búið að bjarga sér frá falli. Urslit í einstökum leikjum i umferðinni urðu þessi: Nettelst.-Grosswallst. 16—17 Gummersbach-Neuhausen 22—19 Húttenberg-Dankersen 14—17 Göppingen-Dietzenbach 18—14 Hannover-Rheinhausen 19—15 Milbertshofen-Kiel 19—17 Derschlag-Hofweier 20— 18 Menn eru ekki i vandræðum að finna Gummersb. 23 18 2 3 434-356 38 ástæðuna fyrir lélegu gengi liða sinna — Grosswallst. 22 18 1 3 407-328 37 þeir einfaldlega reka þjálfarana og þá er Dankersen 21 14 2 5 351-315 30 meinið á burtu, a.m.k. i bili. Ég held að Húttenberg 23 13 1 9 372-347 27 slíkt hafiekkigerztáðuráeinu leiktíma- Milbertshof. 23 12 1 10 385-384 25 bili að fimm þjálfurum er sagt upp Hofweier 23 10 4 9 406-385 24 |störfum hjá jafnmörgum Bundeslígu Rheinhaus 23 10 2 11 425-448 22 félögum. Þjálfararnir cru ckki cinu sinni Nettelstedt 23 9 3 II 410-383 21 látnir Ijúka keppnistjmábilinu. heldur THWKiel 22 9 2 II 357-366 20 reknir á stundinni. Engin „elsku Göppingen 23 9 2 12 375-373 20 mamma". Við erum að þessu leyti Dietzenb. 23 8 2 13 367-403 18 heppnir á íslandi hvað mikill skortur er Derschlag 23 8 1 14 399-423 17 á þjálfurum. — en hér verður að sýna Hannover 23 6 0 17 318-393 12 árangur og ekkert annað en árangur. Neuhaus. 23 3 1 19 341-443 7 Annars fara illar tungur af stað og Með kvcðju þiálfarinn situr á köldum klaka. Þau iið. Ólal'ur H. Jónssou. Axel Axelsson. sem nú liafa „losað” sig við þjálfara sína eru Göppingen og Nettelstedt. Áður höfðu félögin Neuhausen. Kiel og Dietzenbach rekið þjálfara sína. Staðan eftir umferðina er þannig (ath. greinin barst það seim að ekki var Itægt að birta hana fyrir helgi. Á öðrum staö á íþróttasiðunum qr skýrt frá úrslitum á laugardagi 23ju umferðinni). Bjössidómari vannáNesinu Á sumardaginn fyrsta fór fram golfmót hjá Nesklúbbnum. Fjölmenni var á mótinu, enda veðrið ekki af lakara taginu. Það var mál manna, að kylfingar á suðvesturhorni iandsins kynnu vart lengur að leika golf í veðri sem þessu, væru vanari rigningu og roki. Leikin var punktakeppni eftir Stableford útreikningi á þessu „Sumarmóti” Neskiúbbsins. Sigurvegari varð Bjöm, (dómari), Kristjánsson með 38 punkta, (19— 19), og sýnir útkoman mikið öryggi hjá Birni. Annar varð Gunnar (íslandsþristur), Pétursson með 37 .punkta og er ekki að spyrja að frammistöðu Gunnars, hann er oftast i eldlinunni í þeim mótum, sem hann tekur þátt I. Þriðji varð Árni, (rafvirkja- meistari), Brynjólfsson með 36 punkta. Jafn honum að punktum varð Ragnar Magnússon, en hann g.if þriðja sætið án úrslitakcppni. Styrkió og fegríð líkamann Ný 4ra vikna námskeið hefjast 3. maí. Frúarleikfimi — mýkjandi og styrkjandi. Megrunarleikfimi — vigtun — mæling — hollráð. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg. eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð^— kaffi — nudd. Júdódeild Armanns Ármúla 32 Sportmarkaðurinn Samtúni 12 Áíb»- B viðlegubúnað — tjöld — svefnpoka — bakpoka veiðivörur — golfsett — reiðvörur — hnakka X*' gúmmibáta — hjól o. fl. o. fl. utanborðsmótor — barnahjól — fullorðins- ATH! Viðseljumnæstumallt! Tökum allar sportvörur Athugið! Tekið á móti vörum frá kl. 1 —4 alla daga. Ekkert geymslugjald. Opið 1 —7 alla daga nema sunnudaga. Markaður með ódýrar sportvörur fyrir þig,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.